Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 23:54 Fjórir ráðherrar kynntu hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir. Aðgerðirnar taka allar gildi á miðnætti en frá þeim tíma mega ekki fleiri en tíu manns koma saman næstu þrjár vikurnar í von um að hefta útbreiðslu covid-19. Að meginreglu gilda fjöldatakmörk fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Helstu aðgerðir Trú-- og lífskoðunarfélög mega taka á móti allt að 30 gestum. Sund- og baðstöðum verður lokað sem og líkamsræktarstöðvum og heilsurækt. Íþróttir barna þar sem hætta er á snertismiti eru óheimilar. Sviðslistir verða óheimilar og þar með verður leikhúsum og kvikmyndahúsum lokað. Skemmtistöðum, krám og spilasölum verður lokað. Veitingastaðir mega taka á móti 20 gestum og hafa opið til klukkan 22 þar sem síðustu gestum er hleypt inn klukkan 21. Ekki mega fleiri en fimmtíu manns vera í hverri verslun og færri í minni verslunum og aldrei fleiri en fimm manns á hverja tíu fermetra. Ökunám og flugnám með kennara verður óheimilt. Hársnyrtistofur og snyrtistofur mega hins vegar hafa opið áfram með almennum takörkunum. Skólum allt frá grunn- og upp í háskóla verður lokað frá og með morgundeginum og fram yfir páskafrí en nánar er unnið að reglum sem taka gildi að því loknu. Ítarlega er fjallað um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Leikskólar lokaðir til hádegis Þá hefur Reykjavíkurborg tekið ákvörðun um að allir leikskólar borgarinnar verði lokaðir til hádegis á morgun, en stjórn Félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg frá því í kvöld er birtur listi yfir alla þá þjónustu, skóla- og frístundastarf sem verður lokað. Má þar til að mynda nefna alla tónlistarskóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili, æfingar skólahljómsveita falla niður og ylströndin í Nauthólsvík og skíðasvæði verða lokuð. Sama á við um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en söfn borgarinnar verða opin með tilliti til tíu manna fjöldatakmarkana. Öllum auglýstum viðburðum verður þó aflýst. Nánar er gerð grein fyrir þjónustu á vegum þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í tilkynningu á vef borgarinnar. Engin áhrif á Strætó en Landspítali á hættustig Hertar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda munu aftur á móti ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó en þar gilda áfram þær reglur sem verið hafa í gildi, til að mynda hvað lýtur að grímuskyldu og persónubundnar sóttvarnir. Ljóst er að fermingar og aðrar athafnir á vegum trú- og lífsskoðunarfélaga kunna að vera í uppnámi næstu þrjár vikurnar. Líkt og áður segir hefur Landspítalinn verið færður á hættustig sem hefur í för með sér að gerðar eru sérstakar ráðstafanir umfram það sem gilt hefur að undanförnu. Á það til að mynda við um heimsóknir og flutning sjúklinga milli stofnanna líkt og nánar er fjallað um hér. Þá hefur verið ákveðið að endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisráðuneytið óskaði í dag eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólk sem er reiðubúið að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara. Upplýsingafundir aftur í streymi Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan ellefu í fyrramálið þar sem fjölmiðlum er boðið að taka þátt í gegnum fjarfund líkt og áður var, en ekki með því að mæta í hús líkt og verið hefur upp á síðkastið. Á fundinum munu þau Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Rögnvaldur Ólafsson, fara yfir stöðu mála vegna faraldursins. Samkvæmt þeim tölum sem þegar hafa verið birtar á covid.is eru nú 75 í einangrun á Íslandi, smitaðir af covid-19 og 454 eru í sóttkví. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi í dag eftir því sem smitrakningu vindur fram. Búast má við að tölur verði næst uppfærðar í fyrramálið. AstraZeneca og óljós skilaboð frá ESB Hátt í tuttugu þúsund hafa þegar lokið bólusetningu hér á landi en stjórnvöld greindu frá því í dag að ákveðið hafi verið að hefja aftur bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. Þá hafa stjórnvöld komið á framfæri mótmælum við Evrópusambandið vegna hertra reglna um útflutning bóluefnis frá sambandinu sem kynntar voru í dag. Ráða mátti af yfirlýsingu ESB að Ísland væri meðal þeirra ríkja sem höftin næðu til en það stenst ekki skoðun að sögn ráðherra og brýtur í bága við EES-samninginn. Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur fullvissað íslensk stjórnvöld um að bannið nái ekki til innflutning bóluefnis til Íslands frá ESB. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Almannavarnir Landspítalinn Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Aðgerðirnar taka allar gildi á miðnætti en frá þeim tíma mega ekki fleiri en tíu manns koma saman næstu þrjár vikurnar í von um að hefta útbreiðslu covid-19. Að meginreglu gilda fjöldatakmörk fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Helstu aðgerðir Trú-- og lífskoðunarfélög mega taka á móti allt að 30 gestum. Sund- og baðstöðum verður lokað sem og líkamsræktarstöðvum og heilsurækt. Íþróttir barna þar sem hætta er á snertismiti eru óheimilar. Sviðslistir verða óheimilar og þar með verður leikhúsum og kvikmyndahúsum lokað. Skemmtistöðum, krám og spilasölum verður lokað. Veitingastaðir mega taka á móti 20 gestum og hafa opið til klukkan 22 þar sem síðustu gestum er hleypt inn klukkan 21. Ekki mega fleiri en fimmtíu manns vera í hverri verslun og færri í minni verslunum og aldrei fleiri en fimm manns á hverja tíu fermetra. Ökunám og flugnám með kennara verður óheimilt. Hársnyrtistofur og snyrtistofur mega hins vegar hafa opið áfram með almennum takörkunum. Skólum allt frá grunn- og upp í háskóla verður lokað frá og með morgundeginum og fram yfir páskafrí en nánar er unnið að reglum sem taka gildi að því loknu. Ítarlega er fjallað um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Leikskólar lokaðir til hádegis Þá hefur Reykjavíkurborg tekið ákvörðun um að allir leikskólar borgarinnar verði lokaðir til hádegis á morgun, en stjórn Félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg frá því í kvöld er birtur listi yfir alla þá þjónustu, skóla- og frístundastarf sem verður lokað. Má þar til að mynda nefna alla tónlistarskóla, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili, æfingar skólahljómsveita falla niður og ylströndin í Nauthólsvík og skíðasvæði verða lokuð. Sama á við um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en söfn borgarinnar verða opin með tilliti til tíu manna fjöldatakmarkana. Öllum auglýstum viðburðum verður þó aflýst. Nánar er gerð grein fyrir þjónustu á vegum þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í tilkynningu á vef borgarinnar. Engin áhrif á Strætó en Landspítali á hættustig Hertar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda munu aftur á móti ekki hafa áhrif á starfsemi Strætó en þar gilda áfram þær reglur sem verið hafa í gildi, til að mynda hvað lýtur að grímuskyldu og persónubundnar sóttvarnir. Ljóst er að fermingar og aðrar athafnir á vegum trú- og lífsskoðunarfélaga kunna að vera í uppnámi næstu þrjár vikurnar. Líkt og áður segir hefur Landspítalinn verið færður á hættustig sem hefur í för með sér að gerðar eru sérstakar ráðstafanir umfram það sem gilt hefur að undanförnu. Á það til að mynda við um heimsóknir og flutning sjúklinga milli stofnanna líkt og nánar er fjallað um hér. Þá hefur verið ákveðið að endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisráðuneytið óskaði í dag eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólk sem er reiðubúið að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara. Upplýsingafundir aftur í streymi Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan ellefu í fyrramálið þar sem fjölmiðlum er boðið að taka þátt í gegnum fjarfund líkt og áður var, en ekki með því að mæta í hús líkt og verið hefur upp á síðkastið. Á fundinum munu þau Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Rögnvaldur Ólafsson, fara yfir stöðu mála vegna faraldursins. Samkvæmt þeim tölum sem þegar hafa verið birtar á covid.is eru nú 75 í einangrun á Íslandi, smitaðir af covid-19 og 454 eru í sóttkví. Ætla má að þeim hafi farið fjölgandi í dag eftir því sem smitrakningu vindur fram. Búast má við að tölur verði næst uppfærðar í fyrramálið. AstraZeneca og óljós skilaboð frá ESB Hátt í tuttugu þúsund hafa þegar lokið bólusetningu hér á landi en stjórnvöld greindu frá því í dag að ákveðið hafi verið að hefja aftur bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. Þá hafa stjórnvöld komið á framfæri mótmælum við Evrópusambandið vegna hertra reglna um útflutning bóluefnis frá sambandinu sem kynntar voru í dag. Ráða mátti af yfirlýsingu ESB að Ísland væri meðal þeirra ríkja sem höftin næðu til en það stenst ekki skoðun að sögn ráðherra og brýtur í bága við EES-samninginn. Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur fullvissað íslensk stjórnvöld um að bannið nái ekki til innflutning bóluefnis til Íslands frá ESB.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Almannavarnir Landspítalinn Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira