Barnið sat ásamt foreldri sínu á enda á fremsta bekk á sýningu á Kardemommubænum síðasta laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.
Þar segir að það sé mat rakningarteymis almannavarna að strangar sóttvarnarreglur og fyrirkomulag sóttvarnaráðstafana hafi gert það að verkum að einungis tólf einstaklingar þurfi að fara í sóttkví . Eru það þeir sem voru í sætum næst viðkomandi.