Styrkur til hönnunar og uppbyggingar snjallmannvirkja Heimsljós 24. mars 2021 13:18 Vistvænt bið- og upplýsingaskýli. Samið hefur verið við Geymd ehf um að kanna byggingu snjallmannvirkja á Indlandi og í Kenía. Utanríkisráðuneytið hefur veitt fyrirtæki Guðjóns Bjarnasonar arkitekts og myndlistarmanns tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk til að hanna og byggja upp snjallmannvirki á Indlandi og í Kenía. Um er að ræða fjögur ólík verkefni sem hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á leiðarljósi, vistvænt bið- og upplýsingaskýli, menntasetur í Nýju-Delí fyrir efnalitla afburðarnemendur, borgarskipulag og mannvirki í Goa á Indlandi þar sem fortíð, nútíð og framtíð mætast, og raðhús í Kenía fyrir fátækt fólk sem taka mið af menningararfi Maasai ættbálksins í skipulagi og útliti. Samningurinn er gerður við Geymd ehf, fyrirtæki sem rekur arkitekta- og listvinnustofu Guðjóns Bjarnasonar, GB-AAA (Gudjon Bjarnason Art & Architecture Ateliers). Vinnustofan hefur komið að margs konar verkefnum víða á Indlandi, meðal annars hönnun íþróttamannvirkja, menningarstofnana og borgarskipulags. Nú er í byggingu eitt stærsta tónlistarhús Indlands, Shillong International Center for Performing Arts & Culture, sem hannað er af Guðjón Bjarnasyni í samræmi við vinningstillögu hans í landssamkeppni árið 2013. „Markmið verkefnanna er að stuðla að vistvænum og jafnréttissinnuðum félagslegum framförum,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum sem starfar sem ráðgjafi með Guðjóni að verkefnunum. „Við sjáum fyrir okkur að árangur forkönnunar og framhaldsþróunar yrði sá að tækifæri skapist fyrir fjölda fólks, einkum efnaminni konur og karla, til betra lífs og jafnframt möguleikar til frekari samvinnu,“ segir hún. Verkefnin fjögur „Dino“ er að sögn þeirra vistvænt bið- og upplýsingaskýli með mjúkar og ávalar línur „enda er fegurð í fyrirrúmi samhliða vistvænu notagildi í samræmi við hönnunarstefnu GB-AAA er við nefnum „fagurfræðilega sjálfbærni“. Skýlið sem hefur einkar táknræna ímynd fyrir nýjungar í tækni mun ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og nýta stafræna valmöguleika til að auðvelda þeim sem nota almenningssamgöngur aðgang að gagnlegum upplýsingum auk þess að veita öryggi, uppörvun og gleði í umhverfinu.“ Adivasi menntasetrið í Dwarka, Nýju Deli. Annað verkefnið er hönnun á Adivasi menntasetrinu í Dwarka í Nýju Delí. „Markmið góðgerðarsamtakanna sem standa að menntasetrinu er að gefa efnalitlum yfirburða námsmönnun úr nálægum fátækum sveitahéruðum eins og Rajasthan tækifæri á að komast til mennta sem embættismenn og erindrekar hins opinbera. Eldrauð fagursveigð byggingin, tákn framfara og vona, samanstendur af nútíma bókasafni, fyrirlestrasölum, skrifstofum og heimavist jafn skipt fyrir stúlkur og drengi. Einnig er matsalur og sýningasalur auk íþróttaaðstöðu á þaki,“ segir Guðjón. Þriðja verkefnið snýr að borgarskipulagi og opinberum mannvirkjum í Góa á Indlandi. Að sögn Guðjóns vann GB-AAA frumtillögur af mikilvægu skipulagssvæði, viðskiptahverfi höfuðborgarinnar Panaji er nefnist Patto að beiðni „Imagine Panaji Smart City Development Limited,“ skipulags og þróunarstofu Góaríkis. Þróunarverkefnið byggist meðal annars á nýrri ferjubyggingu, nýrri lestarstöð, hóteli, göngubrú og tónlistar- og ráðstefnuhúsi auk gerðar nýs Þjóðskalasafns í Mercer úthverfinu, gerð almenningsgarða við Miramar strandlengjuna og vistvæna endurgerð hins forna Dona Paula strandbæjar suður af Panjim. Fjórða verkefnið er unnið í Kenía, hönnun á „hagkvæmnishúsum“ í samvinnu við fyrirtækið Jakeis Ltd. er starfar bæði í Kenía og á Indlandi. Um er að ræða tvílyft raðhús er bjóða upp á grænmetisræktun á svölunum sem bogadregið þak með sólarpanelum til rafmagsnframleiðslu liggur yfir að hluta. Við grunnhönnun húsanna er horft til menningarhátta Maasai ættbálksins. „Húsin eru ætluð bláfátæku fólki og efnalitlum opinberum starfsmönnum. Verkefnið er unnið að frumkvæði Búsetustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN Habitat) í samræmi við átaksverkefni forseta Kenía um fjöldaframleidd hagkvæm hýbýli. Stefnt að því að reisa tilraunahús ætlað til fjöldafamleiðslu á komandi ári en útveggir eru nýstárlega steyptir úr sérstöku harðplasti og eru rauð gler og bjarmi víða í samræmi við þarlendar litahefðir,“ segir Guðjón. Að lokum má geta þess að verk GB-AAA verða kynnt á Feneyjartvíæringnum í arkitekúr 2021. Opnað hefur verið fyrir nýja úthlutun úr Samstarfssjóðnum – sjá nánar á vefsíðu sjóðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Indland Kenía Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur veitt fyrirtæki Guðjóns Bjarnasonar arkitekts og myndlistarmanns tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk til að hanna og byggja upp snjallmannvirki á Indlandi og í Kenía. Um er að ræða fjögur ólík verkefni sem hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á leiðarljósi, vistvænt bið- og upplýsingaskýli, menntasetur í Nýju-Delí fyrir efnalitla afburðarnemendur, borgarskipulag og mannvirki í Goa á Indlandi þar sem fortíð, nútíð og framtíð mætast, og raðhús í Kenía fyrir fátækt fólk sem taka mið af menningararfi Maasai ættbálksins í skipulagi og útliti. Samningurinn er gerður við Geymd ehf, fyrirtæki sem rekur arkitekta- og listvinnustofu Guðjóns Bjarnasonar, GB-AAA (Gudjon Bjarnason Art & Architecture Ateliers). Vinnustofan hefur komið að margs konar verkefnum víða á Indlandi, meðal annars hönnun íþróttamannvirkja, menningarstofnana og borgarskipulags. Nú er í byggingu eitt stærsta tónlistarhús Indlands, Shillong International Center for Performing Arts & Culture, sem hannað er af Guðjón Bjarnasyni í samræmi við vinningstillögu hans í landssamkeppni árið 2013. „Markmið verkefnanna er að stuðla að vistvænum og jafnréttissinnuðum félagslegum framförum,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum sem starfar sem ráðgjafi með Guðjóni að verkefnunum. „Við sjáum fyrir okkur að árangur forkönnunar og framhaldsþróunar yrði sá að tækifæri skapist fyrir fjölda fólks, einkum efnaminni konur og karla, til betra lífs og jafnframt möguleikar til frekari samvinnu,“ segir hún. Verkefnin fjögur „Dino“ er að sögn þeirra vistvænt bið- og upplýsingaskýli með mjúkar og ávalar línur „enda er fegurð í fyrirrúmi samhliða vistvænu notagildi í samræmi við hönnunarstefnu GB-AAA er við nefnum „fagurfræðilega sjálfbærni“. Skýlið sem hefur einkar táknræna ímynd fyrir nýjungar í tækni mun ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og nýta stafræna valmöguleika til að auðvelda þeim sem nota almenningssamgöngur aðgang að gagnlegum upplýsingum auk þess að veita öryggi, uppörvun og gleði í umhverfinu.“ Adivasi menntasetrið í Dwarka, Nýju Deli. Annað verkefnið er hönnun á Adivasi menntasetrinu í Dwarka í Nýju Delí. „Markmið góðgerðarsamtakanna sem standa að menntasetrinu er að gefa efnalitlum yfirburða námsmönnun úr nálægum fátækum sveitahéruðum eins og Rajasthan tækifæri á að komast til mennta sem embættismenn og erindrekar hins opinbera. Eldrauð fagursveigð byggingin, tákn framfara og vona, samanstendur af nútíma bókasafni, fyrirlestrasölum, skrifstofum og heimavist jafn skipt fyrir stúlkur og drengi. Einnig er matsalur og sýningasalur auk íþróttaaðstöðu á þaki,“ segir Guðjón. Þriðja verkefnið snýr að borgarskipulagi og opinberum mannvirkjum í Góa á Indlandi. Að sögn Guðjóns vann GB-AAA frumtillögur af mikilvægu skipulagssvæði, viðskiptahverfi höfuðborgarinnar Panaji er nefnist Patto að beiðni „Imagine Panaji Smart City Development Limited,“ skipulags og þróunarstofu Góaríkis. Þróunarverkefnið byggist meðal annars á nýrri ferjubyggingu, nýrri lestarstöð, hóteli, göngubrú og tónlistar- og ráðstefnuhúsi auk gerðar nýs Þjóðskalasafns í Mercer úthverfinu, gerð almenningsgarða við Miramar strandlengjuna og vistvæna endurgerð hins forna Dona Paula strandbæjar suður af Panjim. Fjórða verkefnið er unnið í Kenía, hönnun á „hagkvæmnishúsum“ í samvinnu við fyrirtækið Jakeis Ltd. er starfar bæði í Kenía og á Indlandi. Um er að ræða tvílyft raðhús er bjóða upp á grænmetisræktun á svölunum sem bogadregið þak með sólarpanelum til rafmagsnframleiðslu liggur yfir að hluta. Við grunnhönnun húsanna er horft til menningarhátta Maasai ættbálksins. „Húsin eru ætluð bláfátæku fólki og efnalitlum opinberum starfsmönnum. Verkefnið er unnið að frumkvæði Búsetustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN Habitat) í samræmi við átaksverkefni forseta Kenía um fjöldaframleidd hagkvæm hýbýli. Stefnt að því að reisa tilraunahús ætlað til fjöldafamleiðslu á komandi ári en útveggir eru nýstárlega steyptir úr sérstöku harðplasti og eru rauð gler og bjarmi víða í samræmi við þarlendar litahefðir,“ segir Guðjón. Að lokum má geta þess að verk GB-AAA verða kynnt á Feneyjartvíæringnum í arkitekúr 2021. Opnað hefur verið fyrir nýja úthlutun úr Samstarfssjóðnum – sjá nánar á vefsíðu sjóðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Indland Kenía Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent