Von á niðurstöðu um eittleytið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. mars 2021 12:01 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. Fjöldi Evrópuríkja, Ísland þar á meðal, hefur gert hlé á notkun bóluefnisins eftir að blóðtappar fundust í fólki sem hafði fengið sprautu. Nú stendur yfir fundur hjá lyfjagátarnefnd Lyfjastofnunar Evrópu um málið. „Það er gert ráð fyrir að það verði komin niðurstaða frá þeim um eittleytið. Þá ætti að koma fréttatilkynning frá evrópsku lyfjastofnuninni. Þetta er búið að vera að vinnast í tæpa viku og þetta hefur verið unnið í samstarfi við AstraZeneca, sérfræðinga í blóðsjúkdómum og önnur heilbrigðisyfirvöld,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. Breska lyfjastofnunin sem og sú bandaríska séu einnig á fundinum. „Sérstaklega er horft til þess hvort bóluefnið kunni að hafa stuðlað að þessum tilkynntu tilvikum eða hvort það sé líklegt að aðrar ástæður liggi að baki. Það er stóra málið. Þetta eru sjaldgæf en alvarleg tilfelli,“ segir Rúna. Yfirvöld um alla Evrópu hafi sent inn upplýsingar og farið hafi verið yfir gögn úr ýmsum áttum. Þegar niðurstaðan liggi fyrir sé það heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða næstu skref. Hér heima þurfi sóttvarnalæknir að taka ákvörðun um áframhald bólusetninga. „Eins og ég segi, þetta eru sjaldgæf tilfelli og það er verið að reyna að meta orsakasamhengið. Þetta kemur í ljós um eittleytið hvernig þetta verður og síðan tekur sóttvarnalæknir hér ákvörðun um áframhaldandi bólusetningar með þessu bóluefni. Heilt yfir, með öll bóluefnin, er ávinningurinn meiri en áhættan.“ Uppfært klukkan 15:43 Lyfjastofnun Evrópu hefur endurtekið frestað tilkynningu sinni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja, Ísland þar á meðal, hefur gert hlé á notkun bóluefnisins eftir að blóðtappar fundust í fólki sem hafði fengið sprautu. Nú stendur yfir fundur hjá lyfjagátarnefnd Lyfjastofnunar Evrópu um málið. „Það er gert ráð fyrir að það verði komin niðurstaða frá þeim um eittleytið. Þá ætti að koma fréttatilkynning frá evrópsku lyfjastofnuninni. Þetta er búið að vera að vinnast í tæpa viku og þetta hefur verið unnið í samstarfi við AstraZeneca, sérfræðinga í blóðsjúkdómum og önnur heilbrigðisyfirvöld,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. Breska lyfjastofnunin sem og sú bandaríska séu einnig á fundinum. „Sérstaklega er horft til þess hvort bóluefnið kunni að hafa stuðlað að þessum tilkynntu tilvikum eða hvort það sé líklegt að aðrar ástæður liggi að baki. Það er stóra málið. Þetta eru sjaldgæf en alvarleg tilfelli,“ segir Rúna. Yfirvöld um alla Evrópu hafi sent inn upplýsingar og farið hafi verið yfir gögn úr ýmsum áttum. Þegar niðurstaðan liggi fyrir sé það heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða næstu skref. Hér heima þurfi sóttvarnalæknir að taka ákvörðun um áframhald bólusetninga. „Eins og ég segi, þetta eru sjaldgæf tilfelli og það er verið að reyna að meta orsakasamhengið. Þetta kemur í ljós um eittleytið hvernig þetta verður og síðan tekur sóttvarnalæknir hér ákvörðun um áframhaldandi bólusetningar með þessu bóluefni. Heilt yfir, með öll bóluefnin, er ávinningurinn meiri en áhættan.“ Uppfært klukkan 15:43 Lyfjastofnun Evrópu hefur endurtekið frestað tilkynningu sinni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16. mars 2021 23:41
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43
Bætist í hóp þeirra sem hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland bættust í dag við hóp þeirra landa sem hafa ákveðið að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna á fjórða tug tilkynninga sem hafa borist um blóðtappa eftir notkun efnisins í Evrópu í síðustu viku. 15. mars 2021 17:11