Laun minna menntaðra hækkað meira en menntaðra Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2021 11:30 Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að hækka lægstu laununin við gerð kjarasamninga. Stöð 2/Friðrik Þór Munur á launum þeirra sem einungis eru með grunnmenntun annars vegar og þeirra sem eru annað hvort með starfs- eða framhaldsmenntun eða háskólamenntun hins vegar minnkaði á tíu ára tímabili frá árinu 2009. Aldur ólíkra stétta ræður þó mestu um laun fólks. Í samantekst Hagstofu Íslands yfir launaþróun frá árinu 2009 til 2019 kemur fram að munur á atvinnutekjum einstaklinga á aldrinum 25 til 64 ára eftir menntunarstigi hefur heldur minnkað með árunum. Árið 2009 voru einstaklingar með starfs- og framhaldsmenntun með 19% hærri atvinnutekjur en þeir sem voru eingöngu með grunnmenntun. Árið 2019 var þessi munur kominn niður í 10%. Hér sést þróun launa innan einstakra hópa frá árinu 2009 til 2019.hagstofa íslands Þá fór munur á atvinnutekjum einstaklinga með háskólamenntun og þeirra sem voru með grunnmenntun úr 61% í 39% á tíu árum. Hagstofan segir þó rétt að halda til haga að á þessu tímabili hafi fjölgað hlutfallslega í hópi einstaklinga með háskólamenntun en fækkað í hópi þeirra sem einungis hafi grunnmenntun. Að einhverju leyti má sennilega skýra þessar breytingar með áherslu á hækkun lægstu launa við gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Á umræddu tímabili hafa atvinnutekjur þeirra sem eru með grunnmentun hækkað um 39 prósent, þeirra sem hafa starfs- og framhaldsskólamenntun um 28 prósent og háskólamenntun um 20 prósent. Þegar heildartekjur fólks eftir aldri og menntun eru skoðaðar saman í úttekt Hagstofunnar kemur í ljós að aldur ræður mjög miklu um launamun einstakra menntunarhópa. Í yngsta aldurshópnum, sextán til tuttugu og fjögurra ára er ekki mikill munur á launum þeirra sem eru með starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun en þeir sem eru einungis með grunnmenntun á þessum aldri eru með mun lægri laun en þessir tveir hópar. Hér sést hvernig grunnskólamenntaðir draga mjög á starfs- og framhaldsskólamenntaða þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára.hagstofa íslands Þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára draga grunnskólamenntaðir mikið á hópinn með starfs- og framhaldsskólamenntun. Þá eru þessir tveir hópar sitt hvoru meginn við fimmhundruð þúsund króna mánaðarlaun en háskólamenntaðir fara í tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar lengra kemur á starfsævina, þegar fólk er fimmtíu og fimm til sjötíu og fjögurra ára, síga mánaðarlaun þeirra sem eru með grunnskólamenntun að meðaltali niður í fjögurhundruð þúsund krónur, starfs- og framhaldsskólamenntaðir hækka örlítið yfir hálfu milljóninni en háskólamenntaðir fara að meðaltali í rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar fólk er síðan orðið sjötíu og fimm ára eða eldra lækka bæði grunnskólamenntaðir og starfs- og framhaldsskólamenntaðir í tæp fjögurhundruð þúsund annars vegar og fjögurhundruð þúsund slétt að jafnaði hins vegar. En háskólamenntaðir eru enn nokkuð yfir hálfri milljón í mánaðrlaunum. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Í samantekst Hagstofu Íslands yfir launaþróun frá árinu 2009 til 2019 kemur fram að munur á atvinnutekjum einstaklinga á aldrinum 25 til 64 ára eftir menntunarstigi hefur heldur minnkað með árunum. Árið 2009 voru einstaklingar með starfs- og framhaldsmenntun með 19% hærri atvinnutekjur en þeir sem voru eingöngu með grunnmenntun. Árið 2019 var þessi munur kominn niður í 10%. Hér sést þróun launa innan einstakra hópa frá árinu 2009 til 2019.hagstofa íslands Þá fór munur á atvinnutekjum einstaklinga með háskólamenntun og þeirra sem voru með grunnmenntun úr 61% í 39% á tíu árum. Hagstofan segir þó rétt að halda til haga að á þessu tímabili hafi fjölgað hlutfallslega í hópi einstaklinga með háskólamenntun en fækkað í hópi þeirra sem einungis hafi grunnmenntun. Að einhverju leyti má sennilega skýra þessar breytingar með áherslu á hækkun lægstu launa við gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Á umræddu tímabili hafa atvinnutekjur þeirra sem eru með grunnmentun hækkað um 39 prósent, þeirra sem hafa starfs- og framhaldsskólamenntun um 28 prósent og háskólamenntun um 20 prósent. Þegar heildartekjur fólks eftir aldri og menntun eru skoðaðar saman í úttekt Hagstofunnar kemur í ljós að aldur ræður mjög miklu um launamun einstakra menntunarhópa. Í yngsta aldurshópnum, sextán til tuttugu og fjögurra ára er ekki mikill munur á launum þeirra sem eru með starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun en þeir sem eru einungis með grunnmenntun á þessum aldri eru með mun lægri laun en þessir tveir hópar. Hér sést hvernig grunnskólamenntaðir draga mjög á starfs- og framhaldsskólamenntaða þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára.hagstofa íslands Þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára draga grunnskólamenntaðir mikið á hópinn með starfs- og framhaldsskólamenntun. Þá eru þessir tveir hópar sitt hvoru meginn við fimmhundruð þúsund króna mánaðarlaun en háskólamenntaðir fara í tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar lengra kemur á starfsævina, þegar fólk er fimmtíu og fimm til sjötíu og fjögurra ára, síga mánaðarlaun þeirra sem eru með grunnskólamenntun að meðaltali niður í fjögurhundruð þúsund krónur, starfs- og framhaldsskólamenntaðir hækka örlítið yfir hálfu milljóninni en háskólamenntaðir fara að meðaltali í rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar fólk er síðan orðið sjötíu og fimm ára eða eldra lækka bæði grunnskólamenntaðir og starfs- og framhaldsskólamenntaðir í tæp fjögurhundruð þúsund annars vegar og fjögurhundruð þúsund slétt að jafnaði hins vegar. En háskólamenntaðir eru enn nokkuð yfir hálfri milljón í mánaðrlaunum.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira