Zidane getur ekki útskýrt nýjustu meiðsli Eden Hazard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 16:01 Eden Hazard og Zinedine Zidane ræða málin í leik Real Madrid á dögunum. Hazard hefur aldrei náð sér á strik hjá spænska félaginu. EPA-EFE/JuanJo Martin Eden Hazard sneri aftur í lið Real Madrid um helgina eftir að hafa verið frá í einn og hálfan mánuð en hann meiddist aftur eftir aðeins fimmtán mínútur. Saga Eden Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein meiðslamartröð út í eitt en Belginn hefur meiðst aftur og aftur hjá spænska félaginu og aðeins náð að spila samtals 25 deildarleiki síðan að hann kom til liðsins frá Chelsea árið 2019. Zidane "can t explain" Hazard s latest injury, but he remains convinced that he ll be a star at Real Madrid "sooner or later". See everything the coach said about Hazard s latest injury here. https://t.co/ZN9D2DqLx5— Managing Madrid (@managingmadrid) March 15, 2021 Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, gat ekki komið með útskýringu á þessum nýjustu meiðslum sem menn óttast að geti haldið Hazard frá liðinu í fjórar til sex vikur. „Þetta er eitthvað nýtt og ég get eiginlega útskýrt það frekar,“ sagði Zinedine Zidane. Eden Hazard er með þrjú mörk og núll stoðsendingar í fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Hann hefur spilað í samtals 646 mínútur sem er það sama og sjö heilir leikir. Það er ljóst að Hazard verður ekki með Real Madrid í seinni leiknum á móti Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Casemiro er líka meiddur en fyrirliðinn Sergio Ramos ætti að ná leiknum. Zidane vonast samt til að Hazard komi sem fyrst til baka en hann skilur ekkert í því af hverju Belginn hefur meiðst svona oft síðan að hann kom til Real Madrid liðsins. Real Madrid coach Zinedine Zidane has said he is at a loss to explain forward Eden Hazard's latest injury setback. https://t.co/0hexbZZpwn— Reuters Sports (@ReutersSports) March 15, 2021 „Það er eitthvað að af því að hann meiddist lítið sem ekkert á ferlinum áður en hann kom til Real. Við viljum reyna að hjálpa honum og vonandi snýr hann til baka sem fyrst,“ sagði Zidane. „Það eru hlutir sem ég get ekki útskýrt. Ég vil vera jákvæður og vona að þetta verði ekki mikið vandamál. Við verðum að reyna að finna út af hverju þetta gerðist núna en eins og er þá getum við það ekki,“ sagði Zinedine Zidane. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Saga Eden Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein meiðslamartröð út í eitt en Belginn hefur meiðst aftur og aftur hjá spænska félaginu og aðeins náð að spila samtals 25 deildarleiki síðan að hann kom til liðsins frá Chelsea árið 2019. Zidane "can t explain" Hazard s latest injury, but he remains convinced that he ll be a star at Real Madrid "sooner or later". See everything the coach said about Hazard s latest injury here. https://t.co/ZN9D2DqLx5— Managing Madrid (@managingmadrid) March 15, 2021 Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, gat ekki komið með útskýringu á þessum nýjustu meiðslum sem menn óttast að geti haldið Hazard frá liðinu í fjórar til sex vikur. „Þetta er eitthvað nýtt og ég get eiginlega útskýrt það frekar,“ sagði Zinedine Zidane. Eden Hazard er með þrjú mörk og núll stoðsendingar í fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Hann hefur spilað í samtals 646 mínútur sem er það sama og sjö heilir leikir. Það er ljóst að Hazard verður ekki með Real Madrid í seinni leiknum á móti Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Casemiro er líka meiddur en fyrirliðinn Sergio Ramos ætti að ná leiknum. Zidane vonast samt til að Hazard komi sem fyrst til baka en hann skilur ekkert í því af hverju Belginn hefur meiðst svona oft síðan að hann kom til Real Madrid liðsins. Real Madrid coach Zinedine Zidane has said he is at a loss to explain forward Eden Hazard's latest injury setback. https://t.co/0hexbZZpwn— Reuters Sports (@ReutersSports) March 15, 2021 „Það er eitthvað að af því að hann meiddist lítið sem ekkert á ferlinum áður en hann kom til Real. Við viljum reyna að hjálpa honum og vonandi snýr hann til baka sem fyrst,“ sagði Zidane. „Það eru hlutir sem ég get ekki útskýrt. Ég vil vera jákvæður og vona að þetta verði ekki mikið vandamál. Við verðum að reyna að finna út af hverju þetta gerðist núna en eins og er þá getum við það ekki,“ sagði Zinedine Zidane.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó