Ralph Lauren sneri baki við honum og einn af hans nánustu féll frá Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2021 11:00 Justin Thomas með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið The Players í gær. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum, PGA meistaramótið árið 2017. The Players er stundum kallað fimmta risamótið en telst ekki til hinna hefðbundnu fjögurra risamóta hvers tímabils. AP/Gerald Herbert Justin Thomas hafði ekki átt sjö dagana sæla, og það var að hluta til honum sjálfum að kenna, þegar þessi 27 ára Bandaríkjamaður vann The Players meistaramótið í golfi í gær. Thomas varð í janúar uppvís að því að nota hómófóbískt blótsyrði þegar hann klúðraði pútti á móti á PGA-mótaröðinni. Það heyrðist greinilega í sjónvarpsútsendingu og Thomas baðst afsökunar í viðtali eftir mótið. Einn af hans helstu bakhjörlum, Ralph Lauren, sleit samningi sínum við Thomas í kjölfarið. Í febrúar missti Thomas svo afa sinn og fyrirmynd úr golfinu, Paul Thomas. Justin er líka náinn félagi Tiger Woods sem í sama mánuði lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi en er á batavegi. „Þetta hafa verið ömurlegir mánuðir,“ sagði Thomas sem lék um helgina eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn á The Players. Hann lék á 64 höggum á laugardag og svo á 68 höggum í gær þegar hann skaust fram úr Lee Westwood. „Ég hef átt við hluti í mínu lífi sem ég hélt að myndu aldrei gerast. Það var skelfilegt að missa afa. Það var skelfilegt að spila golfhring eftir það [Thomas kláraði keppni á Phoenix Open eftir að afi hans lést] og gekk ekki vel. Þetta tók mjög mikið á mig andlega,“ sagði Thomas við ESPN. Byrjaði illa en fór svo á flug Hann hafði tekið tæplega mánaðar hlé eftir blótsyrðið og var að keppa á sínu fyrsta móti eftir það þegar afi hans lést. „Ef að ég vildi koma á þessi mót og eiga möguleika á að vinna þá þurfti ég að herða upp hugann og jafna mig. Ef ég vildi sökkva mér í sjálfsvorkunn þá var engin ástæða til að mæta. Ég get verið heima þangað til að mér finnst ég tilbúinn. Mér fannst ég vera á nægilega góðum stað andlega til að geta spilað. Ég spilaði bara ekki nógu vel, og þegar það gekk illa þá vatt það upp á sig,“ sagði Thomas. Hann byrjaði einmitt illa á The Players og var fyrir neðan niðurskurðarlínuna eftir 27 holur en fékk fjóra fugla á seinni níu holunum á föstudaginn. Þannig komst hann áfram og átti svo magnaðan hring á laugardag sem lagði grunninn að sigrinum. Mike Thomas, faðir Justins og sonur Pauls, var að vonum stoltur af stráknum: „Það eru margir sem að glíma við mun stærri vandamál en við en þetta var í raun í fyrsta sinn sem einhver af hans nánasta fólki deyr og svo var fleira sem að hafði áhrif á hann. Þetta var mikil andleg glíma fyrir hann,“ sagði Mike Thomas við ESPN. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Thomas varð í janúar uppvís að því að nota hómófóbískt blótsyrði þegar hann klúðraði pútti á móti á PGA-mótaröðinni. Það heyrðist greinilega í sjónvarpsútsendingu og Thomas baðst afsökunar í viðtali eftir mótið. Einn af hans helstu bakhjörlum, Ralph Lauren, sleit samningi sínum við Thomas í kjölfarið. Í febrúar missti Thomas svo afa sinn og fyrirmynd úr golfinu, Paul Thomas. Justin er líka náinn félagi Tiger Woods sem í sama mánuði lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi en er á batavegi. „Þetta hafa verið ömurlegir mánuðir,“ sagði Thomas sem lék um helgina eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn á The Players. Hann lék á 64 höggum á laugardag og svo á 68 höggum í gær þegar hann skaust fram úr Lee Westwood. „Ég hef átt við hluti í mínu lífi sem ég hélt að myndu aldrei gerast. Það var skelfilegt að missa afa. Það var skelfilegt að spila golfhring eftir það [Thomas kláraði keppni á Phoenix Open eftir að afi hans lést] og gekk ekki vel. Þetta tók mjög mikið á mig andlega,“ sagði Thomas við ESPN. Byrjaði illa en fór svo á flug Hann hafði tekið tæplega mánaðar hlé eftir blótsyrðið og var að keppa á sínu fyrsta móti eftir það þegar afi hans lést. „Ef að ég vildi koma á þessi mót og eiga möguleika á að vinna þá þurfti ég að herða upp hugann og jafna mig. Ef ég vildi sökkva mér í sjálfsvorkunn þá var engin ástæða til að mæta. Ég get verið heima þangað til að mér finnst ég tilbúinn. Mér fannst ég vera á nægilega góðum stað andlega til að geta spilað. Ég spilaði bara ekki nógu vel, og þegar það gekk illa þá vatt það upp á sig,“ sagði Thomas. Hann byrjaði einmitt illa á The Players og var fyrir neðan niðurskurðarlínuna eftir 27 holur en fékk fjóra fugla á seinni níu holunum á föstudaginn. Þannig komst hann áfram og átti svo magnaðan hring á laugardag sem lagði grunninn að sigrinum. Mike Thomas, faðir Justins og sonur Pauls, var að vonum stoltur af stráknum: „Það eru margir sem að glíma við mun stærri vandamál en við en þetta var í raun í fyrsta sinn sem einhver af hans nánasta fólki deyr og svo var fleira sem að hafði áhrif á hann. Þetta var mikil andleg glíma fyrir hann,“ sagði Mike Thomas við ESPN. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti