Boða til mótmæla fyrir utan Parken því þeir fá ekki að vera á pöllunum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2021 09:30 Søren, Marius og Carl hafa ekki fengið að mæta á Parken síðan í október. Lars Ronbog/Getty Stuðningsmenn FCK hafa boðið til mótmæla fyrir utan Parken, heimavöll liðsins, fyrir stórleik FCK og Midtjylland sem fer fram á Parken í dönsku úrvalsdeildinni á morgun. Harðkjarna stuðningsmannahópur FCK, sem kallar sig Sektion 12, hefur boðað til mótmælanna en þar ætla þeir að mótmæla því að þótt samfélagið sé að opna meira og meira - er áhorfendum ekki hleypt á fótboltaleiki. „Fótboltafélögin hafa reynt að ræða við yfirvöld. Það er aðallega vegna þess að þau blæða fjárhagslega. En það er einnig vegna þess að þau vita hvað þetta þýðir fyrir marga af þeirra stuðningsmönnum,“ segir í yfirlýsingunni. „Það lítur út fyrir það að yfirvöld vilji ekki ræða þetta þrátt fyrir að sem betur fer sé samfélagið að opna hægt og rólega. Það gildir meðal annars um búðir og aðrar menningarstofnanir utandyra en af einhverja hluta vegna ekki fótboltaleiki.“ „Við skiljum ekki að það sé hægt að fara í dýragarðinn og sjá ljónin þar en þú mátt ekki sjá þau í Parken. Við verðum að bera virðingu fyrir fótboltanum. Fótboltinn er menning. Stuðningsmenn til baka á vellina núna!“ sagði einnig í yfirlýsingunni. Þeir ætla að hittast klukkan 15.30 en leikur FCK og Midtjylland hefst klukkan 18.00. Midtjylland er í öðru sætinu með 39 stig, FCK er í fjórða sætinu með 34 stig en Brøndby er á toppnum með 41 stig. Før søndagens kamp mod FC Midtjylland er der anmeldt en demonstration udenfor Parken ved B-tribunen med det formål at gøre opmærksom på, at det er tid til at få fans tilbage på de danske fodboldstadioner og i Parken.Læs mere 👇 #fcklive https://t.co/Y63uEVwghS— F.C. København (@FCKobenhavn) March 12, 2021 Danski boltinn Danmörk Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Harðkjarna stuðningsmannahópur FCK, sem kallar sig Sektion 12, hefur boðað til mótmælanna en þar ætla þeir að mótmæla því að þótt samfélagið sé að opna meira og meira - er áhorfendum ekki hleypt á fótboltaleiki. „Fótboltafélögin hafa reynt að ræða við yfirvöld. Það er aðallega vegna þess að þau blæða fjárhagslega. En það er einnig vegna þess að þau vita hvað þetta þýðir fyrir marga af þeirra stuðningsmönnum,“ segir í yfirlýsingunni. „Það lítur út fyrir það að yfirvöld vilji ekki ræða þetta þrátt fyrir að sem betur fer sé samfélagið að opna hægt og rólega. Það gildir meðal annars um búðir og aðrar menningarstofnanir utandyra en af einhverja hluta vegna ekki fótboltaleiki.“ „Við skiljum ekki að það sé hægt að fara í dýragarðinn og sjá ljónin þar en þú mátt ekki sjá þau í Parken. Við verðum að bera virðingu fyrir fótboltanum. Fótboltinn er menning. Stuðningsmenn til baka á vellina núna!“ sagði einnig í yfirlýsingunni. Þeir ætla að hittast klukkan 15.30 en leikur FCK og Midtjylland hefst klukkan 18.00. Midtjylland er í öðru sætinu með 39 stig, FCK er í fjórða sætinu með 34 stig en Brøndby er á toppnum með 41 stig. Før søndagens kamp mod FC Midtjylland er der anmeldt en demonstration udenfor Parken ved B-tribunen med det formål at gøre opmærksom på, at det er tid til at få fans tilbage på de danske fodboldstadioner og i Parken.Læs mere 👇 #fcklive https://t.co/Y63uEVwghS— F.C. København (@FCKobenhavn) March 12, 2021
Danski boltinn Danmörk Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira