Fresta uppsögnum 150 starfsmanna um mánuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. mars 2021 19:00 Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, kallar eftir því að Alþingi grípi inn í. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð hafa ákveðið að fresta uppsögnum 150 starfsmanna hjúkrunarheimila um mánuð. Þau krefjast þess að velferðarnefnd Alþingis leysi úr þeirri óvissu sem nú ríki. Segja þurfti upp öllum 150 starfsmönnum hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eftir að ríkið tók við rekstri heimilanna. Bæjarfélögin tvö ásamt Hornafirði og Akureyri sögðu upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um reksturinn þar sem framlög ríkisins dugðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið hefur tekið yfir reksturinn á Höfn og á Akureyri standa samningar yfir við tvö einkaaðila. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og í Eyjum eru hins vegar ósátt við hvernig staðið er að málum - það séu mánuðir síðan samningum hafi verið sagt upp og því óeðlilegt að öllu fólki sé sagt upp störfum. „Þunnur þrettándi“ „Við erum búin að eiga í samræðum við ráðuneytið um langt skeið um það að rekstrarframlög til okkar hafi ekki dugað til. Þær viðræður skiluðu engum árangri og við fórum þess vegna út í þá aðgerð að segja upp þessum rekstri, því á endanum ber heilbrigðisráðuneytið ábyrgð á heilbrigðismálum. Það eru því vonbrigði þegar það er komið að því að aðilaskipti fari fram að þetta séu viðbrögðin,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að talsvert af rangfærslum hafi verið um málið. „Sveitarfélögin eru að taka ákvörðun fyrir sína parta um að veita ekki þessa þjónustu. Þá náttúrlega eðlilega þurfa þau í kjölfarið að taka ákvörðun um það að segja upp sínu starfsfólki. En um leið þarf ríkið að auglýsa þessar sömu stöður, samkvæmt lögum,“ sagði Svandís. Jón Björn segist gefa lítið fyrir þessi svör. „Við teljum að þessi svör séu frekar þunnur þrettándi,“ segir hann og vísar til ummæla Láru V. Júlíusdóttur, sérfræðings í vinnurétti, um að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja. Fólki gefið ráðrúm Jón Björn kallar eftir því að velferðarnefnd Alþingis taki málið upp og leysi úr óvissunni. Þangað til hefur uppsögnum verið frestað til 1. maí. „Það er til þess að gefa fólki ráðrúm og líka heilbrigðisstofnunum til að undirbúa sig. Og að velferðarnefnd taki málið upp núna fyrir páska og gangi frá því þannig að lög um aðilaskipti verði virkjuð og starfsfólk hjúkrunarheimila fari bara yfir til nýs vinnuveitanda því þessi hjúkrunarheimili verða ekkert rekin nema með þessu góða fólki sem þarna er,“ segir hann.„Auðvitað er starfsfólkið okkar mjög ósátt við þessa óvissu sem er undir,” bætir hann við, aðspurður um hljóðið í fólki þessa dagana. Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Segja þurfti upp öllum 150 starfsmönnum hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eftir að ríkið tók við rekstri heimilanna. Bæjarfélögin tvö ásamt Hornafirði og Akureyri sögðu upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um reksturinn þar sem framlög ríkisins dugðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið hefur tekið yfir reksturinn á Höfn og á Akureyri standa samningar yfir við tvö einkaaðila. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og í Eyjum eru hins vegar ósátt við hvernig staðið er að málum - það séu mánuðir síðan samningum hafi verið sagt upp og því óeðlilegt að öllu fólki sé sagt upp störfum. „Þunnur þrettándi“ „Við erum búin að eiga í samræðum við ráðuneytið um langt skeið um það að rekstrarframlög til okkar hafi ekki dugað til. Þær viðræður skiluðu engum árangri og við fórum þess vegna út í þá aðgerð að segja upp þessum rekstri, því á endanum ber heilbrigðisráðuneytið ábyrgð á heilbrigðismálum. Það eru því vonbrigði þegar það er komið að því að aðilaskipti fari fram að þetta séu viðbrögðin,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að talsvert af rangfærslum hafi verið um málið. „Sveitarfélögin eru að taka ákvörðun fyrir sína parta um að veita ekki þessa þjónustu. Þá náttúrlega eðlilega þurfa þau í kjölfarið að taka ákvörðun um það að segja upp sínu starfsfólki. En um leið þarf ríkið að auglýsa þessar sömu stöður, samkvæmt lögum,“ sagði Svandís. Jón Björn segist gefa lítið fyrir þessi svör. „Við teljum að þessi svör séu frekar þunnur þrettándi,“ segir hann og vísar til ummæla Láru V. Júlíusdóttur, sérfræðings í vinnurétti, um að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja. Fólki gefið ráðrúm Jón Björn kallar eftir því að velferðarnefnd Alþingis taki málið upp og leysi úr óvissunni. Þangað til hefur uppsögnum verið frestað til 1. maí. „Það er til þess að gefa fólki ráðrúm og líka heilbrigðisstofnunum til að undirbúa sig. Og að velferðarnefnd taki málið upp núna fyrir páska og gangi frá því þannig að lög um aðilaskipti verði virkjuð og starfsfólk hjúkrunarheimila fari bara yfir til nýs vinnuveitanda því þessi hjúkrunarheimili verða ekkert rekin nema með þessu góða fólki sem þarna er,“ segir hann.„Auðvitað er starfsfólkið okkar mjög ósátt við þessa óvissu sem er undir,” bætir hann við, aðspurður um hljóðið í fólki þessa dagana.
Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18
Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44
Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39