Stóri skjálftinn er sagður hafa fundist víða, á Reykjanesskaga, norður í Borgarnes og austur í Fljótshlíð, í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands eftir nóttina. Af þeim átta sem voru yfir 3,0 að stærð var einn við Trölladyngju en hinir við suðvesturenda Fagradalsfjalls.
Í gær 12. mars mældust tæplega 3.000 skjálftar. Þar af voru 48 yfir 3 af stærð. Stærsti skjálfti gærdagsins var M5,0 að stærð kl. 07:43, 2,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli. Skjálftinn fannst vel á Suðvesturhorninu.
Virknin hefur aðalega verið bundin við sunnanvert Fagradalsfjall. Klukkan 22:39 varð skjálfti af stærð M3,9 sem fannst vel á Reykjanesinu og á höfuðborgarsvæðinu.