Sergio Ramos: Ef Messi kemur til Real þá getur hann búið hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 09:00 Lionel Messi og Sergio Ramos hafa hafa marga hildi háð í gegnum tíðina og eru nú fyrirliðar Barcelona og Real Madrid. EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA Það munu eflaust nokkur félög bjóða Lionel Messi gull og græna skóga þegar hann rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Lionel Messi fékk óvænt tilboð í gær. Það eru ekki margir leikmenn sem fara á milli Barcelona og Real Madrid og eins og Luis Figo fékk að reyna á sínum tíma þá er það ekkert grín. Það býst því enginn við því að Real Madrid verði eitt af félögunum sem hafi samband við Messi og bjóði honum samning. Það er samt ekki útilokað ef marka má orð eins manns. Sergio Ramos has offered Messi a place to live if he leaves Barcelona for Real Madrid pic.twitter.com/SvMBhQ5KhK— ESPN FC (@ESPNFC) March 12, 2021 Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, vill endilega fá Messi til Real Madrid í sumar og hann er líka tilbúinn að gera sitt til að miðla málum. Sergio Ramos bauð nefnilega Lionel Messi gistingu hjá sér á meðan hann væri að finna sér nýtt hús í Madrid. Ramos var í viðtali í þættinum „Charlando Tranquilamente“ þegar hann spurður út í það hvort hann vildi fá Messi til Real Madrid. „Auðvitað, hundrað prósent,“ svaraði Sergio Ramos án þess að hika. „Hann gæti gist hjá mér fyrstu vikuna eða svo. Hann gæti þá komið sér fyrir og náð fótfestu. Ég væri meira en klár í að gera það fyrir hann,“ sagði Ramos. „Við stuðningsmenn Madrid höfum þurft að þola bestu ár Leo og það væri frábært að þurfa ekki að mæta honum. Það myndi auðvitað hjálpa okkur að vinna og ná betri árangri að hafa hann með okkur í liði. Það væri heimska að loka á slíkt,“ sagði Ramos. Lionel Messi really hasn't made it easy for Sergio Ramos over the years... This 13 MINUTE video shows Messi tormenting the Real Madrid skipper over, over and over again Only the GOAT could do this to one of the best defenders ever https://t.co/0F3NVNNBw0— SPORTbible (@sportbible) March 10, 2021 Samningur Ramos er líka að renna út í sumar en hann sjálfur væri ekki tilbúinn að semja við Barcelona. „Það kæmi alls ekki til greina. Mér líkar samt við [nýja forsetann Joan] Laporta. Ég hef hitt hann og kann vel við hann,“ sagði Ramos. „Það gildir það sama hér að við munum aldrei sjá Xavi, [Carles] Puyol eða Messi semja við Madrid. Það eru líka fullt af okkur sem myndu aldrei spila fyrir Barca. Það er sumt sem ekki er hægt að kaupa með peningum,“ sagði Ramos. Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Það eru ekki margir leikmenn sem fara á milli Barcelona og Real Madrid og eins og Luis Figo fékk að reyna á sínum tíma þá er það ekkert grín. Það býst því enginn við því að Real Madrid verði eitt af félögunum sem hafi samband við Messi og bjóði honum samning. Það er samt ekki útilokað ef marka má orð eins manns. Sergio Ramos has offered Messi a place to live if he leaves Barcelona for Real Madrid pic.twitter.com/SvMBhQ5KhK— ESPN FC (@ESPNFC) March 12, 2021 Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, vill endilega fá Messi til Real Madrid í sumar og hann er líka tilbúinn að gera sitt til að miðla málum. Sergio Ramos bauð nefnilega Lionel Messi gistingu hjá sér á meðan hann væri að finna sér nýtt hús í Madrid. Ramos var í viðtali í þættinum „Charlando Tranquilamente“ þegar hann spurður út í það hvort hann vildi fá Messi til Real Madrid. „Auðvitað, hundrað prósent,“ svaraði Sergio Ramos án þess að hika. „Hann gæti gist hjá mér fyrstu vikuna eða svo. Hann gæti þá komið sér fyrir og náð fótfestu. Ég væri meira en klár í að gera það fyrir hann,“ sagði Ramos. „Við stuðningsmenn Madrid höfum þurft að þola bestu ár Leo og það væri frábært að þurfa ekki að mæta honum. Það myndi auðvitað hjálpa okkur að vinna og ná betri árangri að hafa hann með okkur í liði. Það væri heimska að loka á slíkt,“ sagði Ramos. Lionel Messi really hasn't made it easy for Sergio Ramos over the years... This 13 MINUTE video shows Messi tormenting the Real Madrid skipper over, over and over again Only the GOAT could do this to one of the best defenders ever https://t.co/0F3NVNNBw0— SPORTbible (@sportbible) March 10, 2021 Samningur Ramos er líka að renna út í sumar en hann sjálfur væri ekki tilbúinn að semja við Barcelona. „Það kæmi alls ekki til greina. Mér líkar samt við [nýja forsetann Joan] Laporta. Ég hef hitt hann og kann vel við hann,“ sagði Ramos. „Það gildir það sama hér að við munum aldrei sjá Xavi, [Carles] Puyol eða Messi semja við Madrid. Það eru líka fullt af okkur sem myndu aldrei spila fyrir Barca. Það er sumt sem ekki er hægt að kaupa með peningum,“ sagði Ramos.
Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti