Sergio Ramos: Ef Messi kemur til Real þá getur hann búið hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 09:00 Lionel Messi og Sergio Ramos hafa hafa marga hildi háð í gegnum tíðina og eru nú fyrirliðar Barcelona og Real Madrid. EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA Það munu eflaust nokkur félög bjóða Lionel Messi gull og græna skóga þegar hann rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Lionel Messi fékk óvænt tilboð í gær. Það eru ekki margir leikmenn sem fara á milli Barcelona og Real Madrid og eins og Luis Figo fékk að reyna á sínum tíma þá er það ekkert grín. Það býst því enginn við því að Real Madrid verði eitt af félögunum sem hafi samband við Messi og bjóði honum samning. Það er samt ekki útilokað ef marka má orð eins manns. Sergio Ramos has offered Messi a place to live if he leaves Barcelona for Real Madrid pic.twitter.com/SvMBhQ5KhK— ESPN FC (@ESPNFC) March 12, 2021 Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, vill endilega fá Messi til Real Madrid í sumar og hann er líka tilbúinn að gera sitt til að miðla málum. Sergio Ramos bauð nefnilega Lionel Messi gistingu hjá sér á meðan hann væri að finna sér nýtt hús í Madrid. Ramos var í viðtali í þættinum „Charlando Tranquilamente“ þegar hann spurður út í það hvort hann vildi fá Messi til Real Madrid. „Auðvitað, hundrað prósent,“ svaraði Sergio Ramos án þess að hika. „Hann gæti gist hjá mér fyrstu vikuna eða svo. Hann gæti þá komið sér fyrir og náð fótfestu. Ég væri meira en klár í að gera það fyrir hann,“ sagði Ramos. „Við stuðningsmenn Madrid höfum þurft að þola bestu ár Leo og það væri frábært að þurfa ekki að mæta honum. Það myndi auðvitað hjálpa okkur að vinna og ná betri árangri að hafa hann með okkur í liði. Það væri heimska að loka á slíkt,“ sagði Ramos. Lionel Messi really hasn't made it easy for Sergio Ramos over the years... This 13 MINUTE video shows Messi tormenting the Real Madrid skipper over, over and over again Only the GOAT could do this to one of the best defenders ever https://t.co/0F3NVNNBw0— SPORTbible (@sportbible) March 10, 2021 Samningur Ramos er líka að renna út í sumar en hann sjálfur væri ekki tilbúinn að semja við Barcelona. „Það kæmi alls ekki til greina. Mér líkar samt við [nýja forsetann Joan] Laporta. Ég hef hitt hann og kann vel við hann,“ sagði Ramos. „Það gildir það sama hér að við munum aldrei sjá Xavi, [Carles] Puyol eða Messi semja við Madrid. Það eru líka fullt af okkur sem myndu aldrei spila fyrir Barca. Það er sumt sem ekki er hægt að kaupa með peningum,“ sagði Ramos. Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Það eru ekki margir leikmenn sem fara á milli Barcelona og Real Madrid og eins og Luis Figo fékk að reyna á sínum tíma þá er það ekkert grín. Það býst því enginn við því að Real Madrid verði eitt af félögunum sem hafi samband við Messi og bjóði honum samning. Það er samt ekki útilokað ef marka má orð eins manns. Sergio Ramos has offered Messi a place to live if he leaves Barcelona for Real Madrid pic.twitter.com/SvMBhQ5KhK— ESPN FC (@ESPNFC) March 12, 2021 Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, vill endilega fá Messi til Real Madrid í sumar og hann er líka tilbúinn að gera sitt til að miðla málum. Sergio Ramos bauð nefnilega Lionel Messi gistingu hjá sér á meðan hann væri að finna sér nýtt hús í Madrid. Ramos var í viðtali í þættinum „Charlando Tranquilamente“ þegar hann spurður út í það hvort hann vildi fá Messi til Real Madrid. „Auðvitað, hundrað prósent,“ svaraði Sergio Ramos án þess að hika. „Hann gæti gist hjá mér fyrstu vikuna eða svo. Hann gæti þá komið sér fyrir og náð fótfestu. Ég væri meira en klár í að gera það fyrir hann,“ sagði Ramos. „Við stuðningsmenn Madrid höfum þurft að þola bestu ár Leo og það væri frábært að þurfa ekki að mæta honum. Það myndi auðvitað hjálpa okkur að vinna og ná betri árangri að hafa hann með okkur í liði. Það væri heimska að loka á slíkt,“ sagði Ramos. Lionel Messi really hasn't made it easy for Sergio Ramos over the years... This 13 MINUTE video shows Messi tormenting the Real Madrid skipper over, over and over again Only the GOAT could do this to one of the best defenders ever https://t.co/0F3NVNNBw0— SPORTbible (@sportbible) March 10, 2021 Samningur Ramos er líka að renna út í sumar en hann sjálfur væri ekki tilbúinn að semja við Barcelona. „Það kæmi alls ekki til greina. Mér líkar samt við [nýja forsetann Joan] Laporta. Ég hef hitt hann og kann vel við hann,“ sagði Ramos. „Það gildir það sama hér að við munum aldrei sjá Xavi, [Carles] Puyol eða Messi semja við Madrid. Það eru líka fullt af okkur sem myndu aldrei spila fyrir Barca. Það er sumt sem ekki er hægt að kaupa með peningum,“ sagði Ramos.
Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira