Dæmdur til að greiða miskabætur fyrir að hafa veist að tveimur stúlkum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2021 17:53 Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að greiða tveimur ólögráða stúlkum miskabætur fyrir að hafa beitt þær ofbeldi. Er honum gert að greiða annarri þeirra 450 þúsund krónur og hinni 200 þúsund krónur. Ákvörðun um frekari refsingu var frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í ágúst 2018 veist með ofbeldi, yfirgangi og vanvirðandi háttsemi að annarri stúlkunni, rifið í hár hennar, hrint henni og slegið í höfuð með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og yfirborðsáverka á höfuð, yfirborðsáverka á hendi og olnboga og mar á hægra læri. Hina stúlkuna hafi maðurinn áreitt kynferðislega með því að káfa utan klæða á rassi hennar og brjóstum inni á veitinga- og skemmtistað. Þau hafi svo eftir að hafa yfirgefið staðinn farið á bryggjuna í bænum þar sem hann veittist að stúlkunni með ofbeldi, tók hana hálstaki þannig að þau féllu bæði á götuna með þeim afleiðingum að hún hlaut óþægindi á hálsi, mar á brjóstkassa og mar og yfirborðshrufl á vinstri úlnlið og hægri vísifingur. Stúlkurnar tvær, sem eru vinkonur, fóru saman á veitingastaðinn þar sem þær hittu manninn sem gaf stúlkunni, sem hann áreitti kynferðislega, mikið áfengi og varð hún mjög ölvuð. Maðurinn reyndi síðan að káfa á henni og sagðist ætla heim með henni. Stúlkurnar voru báðar undir lögaldri. Þremenningarnir fóru af veitingastaðnum niður á bryggju þar sem ákærði varð pirraður þegar fyrri stúlkan sagði að hann fengi ekki að fara heim með vinkonu hennar. Hin stúlkan hafi þá byrjað að öskra á manninn sem tók hana hálstaki þannig að litlu munaði að leið yfir hana. Vinkona hennar hafi þá farið að öskra á hann með þeim afleiðingum að maðurinn nálgaðist hana á ógnandi hátt. Hún sparkaði þá í hann en hann tók hana hálstaki, setti hnefann undir kjálkann á henni og hrinti henni í jörðina, reif svo í hárið á henni og kýldi hana ofan við gagnauga. Hún missti þá meðvitund og maðurinn sparkaði í hana þar sem hún lá. Maðurinn neitaði sök í málinu. Dómsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í ágúst 2018 veist með ofbeldi, yfirgangi og vanvirðandi háttsemi að annarri stúlkunni, rifið í hár hennar, hrint henni og slegið í höfuð með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og yfirborðsáverka á höfuð, yfirborðsáverka á hendi og olnboga og mar á hægra læri. Hina stúlkuna hafi maðurinn áreitt kynferðislega með því að káfa utan klæða á rassi hennar og brjóstum inni á veitinga- og skemmtistað. Þau hafi svo eftir að hafa yfirgefið staðinn farið á bryggjuna í bænum þar sem hann veittist að stúlkunni með ofbeldi, tók hana hálstaki þannig að þau féllu bæði á götuna með þeim afleiðingum að hún hlaut óþægindi á hálsi, mar á brjóstkassa og mar og yfirborðshrufl á vinstri úlnlið og hægri vísifingur. Stúlkurnar tvær, sem eru vinkonur, fóru saman á veitingastaðinn þar sem þær hittu manninn sem gaf stúlkunni, sem hann áreitti kynferðislega, mikið áfengi og varð hún mjög ölvuð. Maðurinn reyndi síðan að káfa á henni og sagðist ætla heim með henni. Stúlkurnar voru báðar undir lögaldri. Þremenningarnir fóru af veitingastaðnum niður á bryggju þar sem ákærði varð pirraður þegar fyrri stúlkan sagði að hann fengi ekki að fara heim með vinkonu hennar. Hin stúlkan hafi þá byrjað að öskra á manninn sem tók hana hálstaki þannig að litlu munaði að leið yfir hana. Vinkona hennar hafi þá farið að öskra á hann með þeim afleiðingum að maðurinn nálgaðist hana á ógnandi hátt. Hún sparkaði þá í hann en hann tók hana hálstaki, setti hnefann undir kjálkann á henni og hrinti henni í jörðina, reif svo í hárið á henni og kýldi hana ofan við gagnauga. Hún missti þá meðvitund og maðurinn sparkaði í hana þar sem hún lá. Maðurinn neitaði sök í málinu.
Dómsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira