Sá seinni reið yfir klukkan 08:49 í morgun og var 4,6 að stærð. Skjálftinn varð rétt austur af Fagradalsfjalli.
Egill Aðalsteinsson tökumaður fréttastofu náði skjálftunum tveimur á upptöku sem nálgast má í spilaranum hér fyrir neðan.
Yfir átta hundruð skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa þeir langflestir verið við Fagradalsfjall. Þá hafa nokkrir einnig átt upptök sín norður eða norðaustur af Grindavík.
Hulda Rós Helgadóttir, náttúrvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enginn órói hafi fylgt þessum stóra skjálfta. Þá væri ekki að sjá að kvika væri kominn upp á yfirborðið á svæðinu.