Tíu hross drepist úr hestaherpesveiru eftir hópsmit á Spáni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 20:20 Talið er að um 1.500 hross sem tengdust mótinu í Valencia séu nú á leið til síns heima víðsvegar í Evrópu. Vísir/Getty Matvælastofnun áminnir þá sem hafa tengsl við hestamennsku erlendis eða taka á móti einstaklingum að utan í tengslum við hestamennsku innanlands að fara varlega, sinna sóttvörnum og fara að reglum um innflutning búnaðar. Ástæðan er smit af völdum hestaherpesveiru týpu-1 (EHV-1), sem kom upp á stóru móti í hindrunarstökki í Valencia á Spáni í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu á vef MAST er um að ræða afar sjúkdómsvaldandi afbrigði umræddrar veiru, sem veldur heilabólgu og lömun. Veiran smitar ekki menn. Samkvæmt MAST yfirgaf fjöldi hrossa mótssvæðið á sama tíma og grunur vaknaði um sjúkdóminn en nú hafa sjúkdómstilfelli sem rekja má til Valencia verið staðfest í átta löndum, það er Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Katar, Sviss, Svíþjóð, á Spáni og Þýskalandi. Alls hafa tíu hross drepist, átta á Spáni og tvö í Þýskalandi, en óstaðfestar fregnir eru um fleiri dauðsföll auk þess sem fjöldi hrossa er sagður fárveikur. EHV-1 er sérhæfð hestaveira sem veldur ævilöngu smiti og getur legið í dvala árum saman áður en hún blossar upp, til dæmis þegar hross verða fyrir miklu álagi. Veiran getur borist fimm metra með útöndunarlofti en við mikið smitálag, til dæmis á stórmótum, virðist ekki vörn í bólusetningu og mikil hætta á að hrossin veikist. Fyrstu einkenni eru hiti og kvef en þegar veiran berst í miðtaugakerfið verða hrossin óstöðug, lamast og leggjast. „Þó svo veiran smitist helst með veikum hrossum getur hún einnig borist með sæði og fósturvísum, fólki, fatnaði og hvers kyns búnaði,“ segir á vef MAST. „Okkar ströngu reglur til varnar smitsjúkdómum eru settar meðal annars út frá hættunni á að þessi sjúkdómur berist til landsins. Nú ríður á sem aldrei fyrr að allir fari eftir reglunum. Íslendingar sem ferðast vegna starfa sinna eða annarra tengsla við hestamennsku erlendis þurfa að sýna gott fordæmi og breiða út boðskapinn. Sömuleiðis þurfa allir sem taka á móti „hestaferðamönnum“ hér á landi að fullvissa sig um að viðskiptavinir þeirra hafi farið eftir reglunum. Það á ekki síst við um fólk sem kemur erlendis frá til starfa hér á landi. Munum að innflutningur á hvers kyns búnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hesta erlendis er bannaður. Sömuleiðis er bannað að taka notaða reiðhanska með sér til landsins. Notaður reiðfatnaður skal þveginn í þvottavél og þurrkaður fyrir komuna til landsins. Reiðskó, hjálma og annað sem ekki getur farið í þvottavél skal sápuþvo, þurrka og úða með sótthreinsiefni (Virkon eða sambærilegu) fyrir komuna til landsins.“ Dýraheilbrigði Spánn Hestar Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Ástæðan er smit af völdum hestaherpesveiru týpu-1 (EHV-1), sem kom upp á stóru móti í hindrunarstökki í Valencia á Spáni í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu á vef MAST er um að ræða afar sjúkdómsvaldandi afbrigði umræddrar veiru, sem veldur heilabólgu og lömun. Veiran smitar ekki menn. Samkvæmt MAST yfirgaf fjöldi hrossa mótssvæðið á sama tíma og grunur vaknaði um sjúkdóminn en nú hafa sjúkdómstilfelli sem rekja má til Valencia verið staðfest í átta löndum, það er Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Katar, Sviss, Svíþjóð, á Spáni og Þýskalandi. Alls hafa tíu hross drepist, átta á Spáni og tvö í Þýskalandi, en óstaðfestar fregnir eru um fleiri dauðsföll auk þess sem fjöldi hrossa er sagður fárveikur. EHV-1 er sérhæfð hestaveira sem veldur ævilöngu smiti og getur legið í dvala árum saman áður en hún blossar upp, til dæmis þegar hross verða fyrir miklu álagi. Veiran getur borist fimm metra með útöndunarlofti en við mikið smitálag, til dæmis á stórmótum, virðist ekki vörn í bólusetningu og mikil hætta á að hrossin veikist. Fyrstu einkenni eru hiti og kvef en þegar veiran berst í miðtaugakerfið verða hrossin óstöðug, lamast og leggjast. „Þó svo veiran smitist helst með veikum hrossum getur hún einnig borist með sæði og fósturvísum, fólki, fatnaði og hvers kyns búnaði,“ segir á vef MAST. „Okkar ströngu reglur til varnar smitsjúkdómum eru settar meðal annars út frá hættunni á að þessi sjúkdómur berist til landsins. Nú ríður á sem aldrei fyrr að allir fari eftir reglunum. Íslendingar sem ferðast vegna starfa sinna eða annarra tengsla við hestamennsku erlendis þurfa að sýna gott fordæmi og breiða út boðskapinn. Sömuleiðis þurfa allir sem taka á móti „hestaferðamönnum“ hér á landi að fullvissa sig um að viðskiptavinir þeirra hafi farið eftir reglunum. Það á ekki síst við um fólk sem kemur erlendis frá til starfa hér á landi. Munum að innflutningur á hvers kyns búnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hesta erlendis er bannaður. Sömuleiðis er bannað að taka notaða reiðhanska með sér til landsins. Notaður reiðfatnaður skal þveginn í þvottavél og þurrkaður fyrir komuna til landsins. Reiðskó, hjálma og annað sem ekki getur farið í þvottavél skal sápuþvo, þurrka og úða með sótthreinsiefni (Virkon eða sambærilegu) fyrir komuna til landsins.“
Dýraheilbrigði Spánn Hestar Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira