Sér fram á að á annað hundrað verði í sóttkví í lok dags Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2021 15:25 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví. Þegar hafa þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ þurft að fara í sóttkví eftir smit starfsmanns. Öllu færri þurftu þó að fara í sóttkví vegna starfsmanns Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi eða tíu talsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að sóttvarnayfirvöld taki málið sérstaklega föstum tökum og að fleiri myndu fara í sóttkví og sýnatöku vegna málsins en undir öðrum kringumstæðum í ljósi þess að breska afbrigði veirunnar er meira smitandi en önnur. Sjá nánar: Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina Jóhann Björn tók undir þetta en bætti líka við að sérstaklega sé tekið hart á málinu vegna þess að rakningarteymið sjái mögulega fram á að ná að girða fyrir hópsýkinguna og ná aftur þeim góða árangri sem landsmenn nutu fyrir kórónuveirutilfelli helgarinnar. „Við reynum allt sem við getum til þess.“ Jóhann Björn kvaðst aðspurður hafa verið vongóður í byrjun dags en að svartsýnin láti alltaf á sér kræla með hverju nýju smiti sem sé utan sóttkvíar. Það sé aftur á móti jákvætt að rakningarteyminu hafi tekist að rekja þau fjögur smit sem greinst hafa utan sóttkvíar frá því á föstudag. Þeir tveir sem greindust með veiruna í gær utan sóttkvíar sóttust sjálfir eftir sýnatöku og rakningarteymið fann í kjölfarið tengingu á milli þeirra og annars þeirra tveggja sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Jóhann Björn segir lykilatriði að fólk fari tafarlaust í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. Þá sé mun auðveldara að bregðast við. „…í stað þess að láta hjá líða að fara í sýnatöku. Velgengnin byggist á þessu samstarfi.“ Jóhann bendir á að afkastagetan á Suðurlandsbrautinni sé afar góð. Litlar sem engar raðir hafi myndast. Samvinna fólksins í landinu sé afar þýðingarmikil. Það sama gildi um forsvarsmenn viðburða. „Það er afar mikilvægt á svona viðburðum að halda skráningu til haga og að allir séu meðvitaðir um tilgang hennar. Það skiptir máli þegar svona kemur upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Þegar Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður teymisins, var spurður hversu margir væru útsettir fyrir smiti svaraði hann því til að erfitt væri að segja til um nákvæma tölu því hún gæti tekið breytingum í ljósi þess að rakningarvinnan væri enn í fullum gangi. Hann sagðist þó sjá fram á að undir lok dags væru á annað hundrað manns komnir í sóttkví. Þegar hafa þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ þurft að fara í sóttkví eftir smit starfsmanns. Öllu færri þurftu þó að fara í sóttkví vegna starfsmanns Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi eða tíu talsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að sóttvarnayfirvöld taki málið sérstaklega föstum tökum og að fleiri myndu fara í sóttkví og sýnatöku vegna málsins en undir öðrum kringumstæðum í ljósi þess að breska afbrigði veirunnar er meira smitandi en önnur. Sjá nánar: Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina Jóhann Björn tók undir þetta en bætti líka við að sérstaklega sé tekið hart á málinu vegna þess að rakningarteymið sjái mögulega fram á að ná að girða fyrir hópsýkinguna og ná aftur þeim góða árangri sem landsmenn nutu fyrir kórónuveirutilfelli helgarinnar. „Við reynum allt sem við getum til þess.“ Jóhann Björn kvaðst aðspurður hafa verið vongóður í byrjun dags en að svartsýnin láti alltaf á sér kræla með hverju nýju smiti sem sé utan sóttkvíar. Það sé aftur á móti jákvætt að rakningarteyminu hafi tekist að rekja þau fjögur smit sem greinst hafa utan sóttkvíar frá því á föstudag. Þeir tveir sem greindust með veiruna í gær utan sóttkvíar sóttust sjálfir eftir sýnatöku og rakningarteymið fann í kjölfarið tengingu á milli þeirra og annars þeirra tveggja sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Jóhann Björn segir lykilatriði að fólk fari tafarlaust í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. Þá sé mun auðveldara að bregðast við. „…í stað þess að láta hjá líða að fara í sýnatöku. Velgengnin byggist á þessu samstarfi.“ Jóhann bendir á að afkastagetan á Suðurlandsbrautinni sé afar góð. Litlar sem engar raðir hafi myndast. Samvinna fólksins í landinu sé afar þýðingarmikil. Það sama gildi um forsvarsmenn viðburða. „Það er afar mikilvægt á svona viðburðum að halda skráningu til haga og að allir séu meðvitaðir um tilgang hennar. Það skiptir máli þegar svona kemur upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29 Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34 Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. 9. mars 2021 12:29
Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í sóttkví Um þrjátíu starfsmenn Hagkaups í Garðabæ eru nú í sóttkví eftir að starfsmaður þar greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. 9. mars 2021 13:34
Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina. 9. mars 2021 14:59