Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. mars 2021 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. Tveir greindust með veiruna innanlands um helgina. Þeir tengjast báðir einstaklingi sem kom til landsins í lok febrúar og greindist jákvæður í seinni landamæraskimun 4. mars. Sá var með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. Báðir sem greindust um helgina eru jafnframt með breska afbrigðið, samkvæmt niðurstöðum úr raðgreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þeir sem greindust í gær séu þannig líklega með breska afbrigðið. Annar þeirra er starfsmaður Hagkaups í Garðabæ, líkt og greint var frá í morgun. Niðurstöður úr raðgreiningu ættu að liggja fyrir í kvöld. „Þeir tveir sem greindust í gær utan sóttkvíar tengjast tilfelli sem greindist um helgina, þannig að þetta er sami hópurinn getum við sagt,“ segir Þórólfur. Hann er ekki með nákvæma tölu yfir það hversu margir hafa verið útsettir fyrir smiti vegna þessa. „En þetta er fljótt að vinda upp á sig og við ætlum að reyna að taka fast á þessu á þann máta að setja fleiri en færri í sóttkví og fá fólk í sýnatöku og svo framvegis. Þannig að við reynum að taka þetta eins alvarlega og hart á þessu eins og mögulegt er.“ Ánægjulegt að hægt sé að rekja smitin saman Þá hefur komið fram að annar þeirra sem greindist um helgina, sem starfar á Landspítala, fór á tónleika í Hörpu á föstudag. Allir sem voru á tónleikunum voru boðaðir í sýnatöku í gær en ekkert sýni hefur reynst jákvætt hingað til. Ekki heldur úr skimun á spítalanum. Alls voru fimmtán hundruð sýni greind í gær. „Og það greindust tveir. Það eru ekki margir, það er bara lágt hlutfall sem betur fer. En við vitum ekki hvað gerist. Við vitum að meðgöngutími sýkingarinnar er töluvert langur þannig að það getur tekið nokkra daga, það þyrfti ekki að koma á óvart að fleiri myndu greinast í dag eða á morgun og næstu daga sem hefðu smitast um síðustu helgi til dæmis,“ segir Þórólfur. „En við getum allavega rakið öll þessi smit saman, það er ánægjulegt. Ef við hefðum verið að finna fólk án nokkurrar tengingar, það hefði verið öllu alvarlegra.“ Óráðlegt að slaka mikið á Inntur eftir því hvort hann sé byrjaður að íhuga að herða á aðgerðum innanlands vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi segir Þórólfur svo ekki vera. Í það minnsta „ekkert alvarlega“. Þær aðgerðir sem nú eru í gildi gilda til 17. mars. „Ég þarf að skila minnisblaði núna í vikunni og auðvitað munu þessir atburðir marka mínar tillögur, hvernig það verður svo nákvæmlega er ég ekki tilbúinn að segja núna. Og það fer eftir því hvort eitthvað greinist í dag og á morgun. En mér sýnist nú á öllu að maður geti svosem sagt að það sé ekki ráðlegt að fara að slaka mikið á með þetta í farteskinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru utan sóttkvíar. 9. mars 2021 10:42 Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. 8. mars 2021 19:59 „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Tveir greindust með veiruna innanlands um helgina. Þeir tengjast báðir einstaklingi sem kom til landsins í lok febrúar og greindist jákvæður í seinni landamæraskimun 4. mars. Sá var með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. Báðir sem greindust um helgina eru jafnframt með breska afbrigðið, samkvæmt niðurstöðum úr raðgreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þeir sem greindust í gær séu þannig líklega með breska afbrigðið. Annar þeirra er starfsmaður Hagkaups í Garðabæ, líkt og greint var frá í morgun. Niðurstöður úr raðgreiningu ættu að liggja fyrir í kvöld. „Þeir tveir sem greindust í gær utan sóttkvíar tengjast tilfelli sem greindist um helgina, þannig að þetta er sami hópurinn getum við sagt,“ segir Þórólfur. Hann er ekki með nákvæma tölu yfir það hversu margir hafa verið útsettir fyrir smiti vegna þessa. „En þetta er fljótt að vinda upp á sig og við ætlum að reyna að taka fast á þessu á þann máta að setja fleiri en færri í sóttkví og fá fólk í sýnatöku og svo framvegis. Þannig að við reynum að taka þetta eins alvarlega og hart á þessu eins og mögulegt er.“ Ánægjulegt að hægt sé að rekja smitin saman Þá hefur komið fram að annar þeirra sem greindist um helgina, sem starfar á Landspítala, fór á tónleika í Hörpu á föstudag. Allir sem voru á tónleikunum voru boðaðir í sýnatöku í gær en ekkert sýni hefur reynst jákvætt hingað til. Ekki heldur úr skimun á spítalanum. Alls voru fimmtán hundruð sýni greind í gær. „Og það greindust tveir. Það eru ekki margir, það er bara lágt hlutfall sem betur fer. En við vitum ekki hvað gerist. Við vitum að meðgöngutími sýkingarinnar er töluvert langur þannig að það getur tekið nokkra daga, það þyrfti ekki að koma á óvart að fleiri myndu greinast í dag eða á morgun og næstu daga sem hefðu smitast um síðustu helgi til dæmis,“ segir Þórólfur. „En við getum allavega rakið öll þessi smit saman, það er ánægjulegt. Ef við hefðum verið að finna fólk án nokkurrar tengingar, það hefði verið öllu alvarlegra.“ Óráðlegt að slaka mikið á Inntur eftir því hvort hann sé byrjaður að íhuga að herða á aðgerðum innanlands vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi segir Þórólfur svo ekki vera. Í það minnsta „ekkert alvarlega“. Þær aðgerðir sem nú eru í gildi gilda til 17. mars. „Ég þarf að skila minnisblaði núna í vikunni og auðvitað munu þessir atburðir marka mínar tillögur, hvernig það verður svo nákvæmlega er ég ekki tilbúinn að segja núna. Og það fer eftir því hvort eitthvað greinist í dag og á morgun. En mér sýnist nú á öllu að maður geti svosem sagt að það sé ekki ráðlegt að fara að slaka mikið á með þetta í farteskinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru utan sóttkvíar. 9. mars 2021 10:42 Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. 8. mars 2021 19:59 „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Tveir greindust innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru utan sóttkvíar. 9. mars 2021 10:42
Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. 8. mars 2021 19:59
„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26