Sparaði Ronaldo fyrir leik upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 13:01 Cristiano Ronaldo verður í sviðsljósinu í kvöld. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Í kvöld munu fyrstu tvö liðin tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár en þá fara seinni leikirnir fram í tveimur einvígum sextán liða úrslitanna. Dortmund og Porto eru í ágætis málum eftir sigra á Sevilla og Juventus í fyrri leikjunum en Dortmund stendur betur þar sem liðið á heimaleikinn eftir. Dortmund vann 3-2 sigur á Sevilla á Spáni og tekur á móti spænska liðinu í kvöld en á sama tíma kemur Porto í heimsókn til Juventus með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í fartaskinu. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending frá þeim klukkan 19.50. Leikur Borussia Dortmund og Sevilla er á Stöð 2 Sport 2 en leikur Juventus og Porto er á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin gera síðan kvöldið upp á sömu stöðu frá klukkan 22.00. Augu knattspyrnuáhugafólks eru á Juventus liðinu og þá sérstaklega herra Meistaradeildarinnar, sjálfum Cristiano Ronaldo. Juventus will be knocked out of the Champions League unless they overturn their first leg defeat to Porto today...Over to you, Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/etXogxH9M4— Goal (@goal) March 9, 2021 Juventus tapaði fyrri leiknum á móti Porto 2-1 í Portúgal og er því upp við vegg á heimavelli sínum í kvöld. Þeir sem þekkja til Ronaldo vita að það er alltaf von á einhverju sérstöku frá honum í Meistaradeildinni. Hann elskar að sýna sig á stóra sviðinu. Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, tók Cristiano Ronaldo út úr liðinu um síðustu helgi þegar Juve vann 3-1 sigur á Lazio í ítölsku deildinni. Þrátt fyrir góðan sigur á Lazio þá mun Ronaldo koma aftur inn í liðið í kvöld því Pirlo sagðist hafa verið að hvíla hann fyrir þennan leik upp á líf eða dauða í kvöld. Wolfsburg 2-0 Real MadridWolfsburg 2-3 Real Madrid (QF 2016)Atletico 2-0 JuventusAtletico 2-3 Juventus (R16 2019)Spain 3-2 PortugalSpain 3-3 Portugal (WC 2018)Sweden 2-1 PortugalSweden 2-3 Portugal (WC 2014 Qualifier)What happened?Cristiano Ronaldo happened. pic.twitter.com/jIgtpeaMLA— Amaan. (@amaanseven) March 7, 2021 „Cristiano er í góðu lagi. Þetta eru hans leikir og hann er tilbúinn. Við náðum að hvíla hann og hann getur ekki beðið eftir þessum leik,“ sagði Andrea Pirlo. „Við vitum að pressan er á okkur en við hlaupum ekkert í felur. Við höfum það sem þarf til að komast áfram en við vanmetum samt ekki mótherja okkar. Við erum hins vegar Juventus og þurfum að hugsa um að það að komast áfram,“ sagði Pirlo. Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir að hafa unnið ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár. Liðið varð fyrir miklu áfalli í sextán liða úrslitunum í fyrra þegar liðið datt óvænt út á móti franska liðinu Lyon. Ronaldo ætlaði að koma til Juventus til að vinna Meistaradeildina fyrir félagið en hana hefur Juventus ekki unnið í 25 ár. Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm tímabilum með Real Madrid en á fyrstu tveimur tímabilunum með Juve hefur liðið dottið út úr átta liða úrslitunum og sextán liða úrslitunum. Það væri mikið áfall ef ítalska liðið væri aftur úr leik í kvöld. Can Juventus or Sevilla overturn their first-leg deficits tonight? #UCL— SuperSport (@SuperSportTV) March 9, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Dortmund og Porto eru í ágætis málum eftir sigra á Sevilla og Juventus í fyrri leikjunum en Dortmund stendur betur þar sem liðið á heimaleikinn eftir. Dortmund vann 3-2 sigur á Sevilla á Spáni og tekur á móti spænska liðinu í kvöld en á sama tíma kemur Porto í heimsókn til Juventus með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í fartaskinu. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending frá þeim klukkan 19.50. Leikur Borussia Dortmund og Sevilla er á Stöð 2 Sport 2 en leikur Juventus og Porto er á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin gera síðan kvöldið upp á sömu stöðu frá klukkan 22.00. Augu knattspyrnuáhugafólks eru á Juventus liðinu og þá sérstaklega herra Meistaradeildarinnar, sjálfum Cristiano Ronaldo. Juventus will be knocked out of the Champions League unless they overturn their first leg defeat to Porto today...Over to you, Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/etXogxH9M4— Goal (@goal) March 9, 2021 Juventus tapaði fyrri leiknum á móti Porto 2-1 í Portúgal og er því upp við vegg á heimavelli sínum í kvöld. Þeir sem þekkja til Ronaldo vita að það er alltaf von á einhverju sérstöku frá honum í Meistaradeildinni. Hann elskar að sýna sig á stóra sviðinu. Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, tók Cristiano Ronaldo út úr liðinu um síðustu helgi þegar Juve vann 3-1 sigur á Lazio í ítölsku deildinni. Þrátt fyrir góðan sigur á Lazio þá mun Ronaldo koma aftur inn í liðið í kvöld því Pirlo sagðist hafa verið að hvíla hann fyrir þennan leik upp á líf eða dauða í kvöld. Wolfsburg 2-0 Real MadridWolfsburg 2-3 Real Madrid (QF 2016)Atletico 2-0 JuventusAtletico 2-3 Juventus (R16 2019)Spain 3-2 PortugalSpain 3-3 Portugal (WC 2018)Sweden 2-1 PortugalSweden 2-3 Portugal (WC 2014 Qualifier)What happened?Cristiano Ronaldo happened. pic.twitter.com/jIgtpeaMLA— Amaan. (@amaanseven) March 7, 2021 „Cristiano er í góðu lagi. Þetta eru hans leikir og hann er tilbúinn. Við náðum að hvíla hann og hann getur ekki beðið eftir þessum leik,“ sagði Andrea Pirlo. „Við vitum að pressan er á okkur en við hlaupum ekkert í felur. Við höfum það sem þarf til að komast áfram en við vanmetum samt ekki mótherja okkar. Við erum hins vegar Juventus og þurfum að hugsa um að það að komast áfram,“ sagði Pirlo. Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir að hafa unnið ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár. Liðið varð fyrir miklu áfalli í sextán liða úrslitunum í fyrra þegar liðið datt óvænt út á móti franska liðinu Lyon. Ronaldo ætlaði að koma til Juventus til að vinna Meistaradeildina fyrir félagið en hana hefur Juventus ekki unnið í 25 ár. Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm tímabilum með Real Madrid en á fyrstu tveimur tímabilunum með Juve hefur liðið dottið út úr átta liða úrslitunum og sextán liða úrslitunum. Það væri mikið áfall ef ítalska liðið væri aftur úr leik í kvöld. Can Juventus or Sevilla overturn their first-leg deficits tonight? #UCL— SuperSport (@SuperSportTV) March 9, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira