Una sækist eftir einu af efstu sætunum hjá VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2021 12:20 Una Hildardóttir. Vísir/Hanna andrésdóttir Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar, sækist eftir 1. til 2. sæti í komandi forvali flokksins vegna komandi þingkosninga. Frá þessu greinir Una í tilkynningu til fjölmiðla. Áður hafa Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að þeir sækist eftir efsta sætið á lista flokksins. Í tilkynningunni frá Unu segir að hún sé 29 ára og uppalin í Mosfellsbæ þar sem hún búi ásamt eiginmanni og dóttur. „Ég er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu og hef tekið sæti á þingi sjö sinnum á kjörtímabilinu. Frá árinu 2011 hef ég tekið virkan þátt í starfi vinstri grænna. Fyrstu þrjú árin í stjórn Ungra vinstri grænna og síðar sem gjaldkeri VG frá 2016 til 2019. Í dag sit ég í flokksráði hreyfingarinnar og hef sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna, til að mynda sem formaður svæðisfélags VG í Mosfellsbæ og kosningastýra Ungra vinstri grænna í alþingiskosningum 2013. Ég hef tekið virkan þátt í ýmsum félagsstörfum síðastliðin ár. Þannig hef ég gegnt embætti forseta Landssambands ungmennafélaga (LUF) síðastliðin tvö ár og var ritari LUF frá 2017 til 2019. Jafnframt hef ég frá sveitarstjórnarkosningum árið 2018 verið formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar fyrir hönd VG,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Unu að auka þurfi þátttöku og sýnileika ungs fólks og þá sérstaklega ungra kvenna í stjórnmálum. Því hafi hún ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum. „Ég vil beita mér í auknum mæli fyrir mannréttindum, velferðarmálum og jöfnuði, einkum á milli kynslóða. Við uppbyggingu eftir efnahagskreppu heimsfaraldurs er mikilvægt að horfa sérstaklega til stöðu ungs fólks, kvenna og jaðarsettra hópa. Halda þarf áfram á góðri og tryggri vegferð með Vinstri græn í forystu, ganga lengra í velferðar- og jafnréttismálum og setja enn meiri kraft í baráttu okkar gegn loftslagsvánni,“ er haft eftir Unu. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. 2. mars 2021 09:16 Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. 25. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Frá þessu greinir Una í tilkynningu til fjölmiðla. Áður hafa Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að þeir sækist eftir efsta sætið á lista flokksins. Í tilkynningunni frá Unu segir að hún sé 29 ára og uppalin í Mosfellsbæ þar sem hún búi ásamt eiginmanni og dóttur. „Ég er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu og hef tekið sæti á þingi sjö sinnum á kjörtímabilinu. Frá árinu 2011 hef ég tekið virkan þátt í starfi vinstri grænna. Fyrstu þrjú árin í stjórn Ungra vinstri grænna og síðar sem gjaldkeri VG frá 2016 til 2019. Í dag sit ég í flokksráði hreyfingarinnar og hef sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna, til að mynda sem formaður svæðisfélags VG í Mosfellsbæ og kosningastýra Ungra vinstri grænna í alþingiskosningum 2013. Ég hef tekið virkan þátt í ýmsum félagsstörfum síðastliðin ár. Þannig hef ég gegnt embætti forseta Landssambands ungmennafélaga (LUF) síðastliðin tvö ár og var ritari LUF frá 2017 til 2019. Jafnframt hef ég frá sveitarstjórnarkosningum árið 2018 verið formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar fyrir hönd VG,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Unu að auka þurfi þátttöku og sýnileika ungs fólks og þá sérstaklega ungra kvenna í stjórnmálum. Því hafi hún ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum. „Ég vil beita mér í auknum mæli fyrir mannréttindum, velferðarmálum og jöfnuði, einkum á milli kynslóða. Við uppbyggingu eftir efnahagskreppu heimsfaraldurs er mikilvægt að horfa sérstaklega til stöðu ungs fólks, kvenna og jaðarsettra hópa. Halda þarf áfram á góðri og tryggri vegferð með Vinstri græn í forystu, ganga lengra í velferðar- og jafnréttismálum og setja enn meiri kraft í baráttu okkar gegn loftslagsvánni,“ er haft eftir Unu.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. 2. mars 2021 09:16 Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. 25. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. 2. mars 2021 09:16
Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. 25. febrúar 2021 07:24