Samhengi sóttvarna og jarðhræringa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 20:30 Frá bólusetningu við covid-19 í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Ástæðan fyrir því að ekki þykir ráðlegt að slaka á sóttvarnaraðgerðum á meðan jarðhræringar standa yfir er fyrst og fremst sú að ef til náttúruhamfara kemur getur reynst erfiðara að koma í veg fyrir smit ef aukin smithætta er í samfélaginu. Tilslakanir geti haft í för með sér aukna smithættu og ef smit er í samfélaginu kynnu fleiri að vera útsettir ef bregðast þyrfti við náttúruhamförum, til dæmis með því að safna fólki saman í fjöldahjálparstöðvum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi, spurð um samhengið milli sóttvarnaaðgerða og jarðhræringanna á Reykjanesi. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í fjölmiðlum nýverið að þau telji óráðlegt að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á meðan mikil skjálftavirkni og jarðhræringar standa yfir á Reykjanesi. Auðveldara að skerða frelsi en að skila því Ýmsir hafa velt vöngum yfir þessum ummælum og velt fyrir sér hvert samhengið sé þarna á milli. Þeirra á meðal er Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem vekur máls á þessu á Twitter á föstudaginn. „Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur,“ skrifar Katrín um leið og hún deilir tilvísun í orð sóttvarnalæknis þar sem hann segist ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Þórólfs í samtali við Rúv fyrir helgi. Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur. pic.twitter.com/rMvgDpQjrB— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 5, 2021 „Ég átta mig ekki á samhenginu? Hvernig geta jarðskjálftar og mögulegt eldgos haf áhrif á útbreiðslu covid?“ spyr Guðbjörg Oddný Jónasdóttir í svari við færslu Katrínar á Twitter. Hún er ekki ein um að velta þessu fyrir sér en fréttastofu hafa borist fyrirspurnir af sambærilegum toga. Erfiðara að halda uppi smitvörnum „Þegar við erum í svona ástandi eins og þar, þegar fólk er að koma kannski saman mikið, þá getur verið erfiðara að vera með sóttvarnir í hávegum hafðar. Þegar þú ert með einhverjar hamfarir og fólk þarf að koma saman, þú getur ímyndað þér fjöldahjálparstöð eða annað ef að til þess kæmi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hún bendir til dæmis á að það gæti verið erfiðara að bregðast við og halda uppi öflugum sóttvörnum ef smit kæmi upp á sama svæði og hugsanlegar náttúruhamfarir. „Þetta er samfélagslegt mál, að við séum að passa upp á hvort annað,“ segir Hjördís. Ekkert smit utan sóttkvíar í fimm vikur þangað til um helgina Þangað til um helgina, var það síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Útlitið var því orðið nokkuð gott hér innanlands en ætla má að forsendur hafi breyst nokkuð um helgina eftir að upp komu tvö innanlandssmit utan sóttkvíar. Einn hinna smituðu er starfsmaður á Landspítala og er grunur um að viðkomandi hafi sýkst af svokallaða breska afbrigði veirunnar. Sem stendur miðast fjöldatakmarkanir við fimmtíu manns en á viðburðum mega koma saman allt að tvö hundruð manns. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það komi í ljós á næstu sólarhringum hvernig staðan lítur út eftir að tilfelli breska afbrigðisins greindust um helgina. Þá komi í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi, spurð um samhengið milli sóttvarnaaðgerða og jarðhræringanna á Reykjanesi. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í fjölmiðlum nýverið að þau telji óráðlegt að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á meðan mikil skjálftavirkni og jarðhræringar standa yfir á Reykjanesi. Auðveldara að skerða frelsi en að skila því Ýmsir hafa velt vöngum yfir þessum ummælum og velt fyrir sér hvert samhengið sé þarna á milli. Þeirra á meðal er Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem vekur máls á þessu á Twitter á föstudaginn. „Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur,“ skrifar Katrín um leið og hún deilir tilvísun í orð sóttvarnalæknis þar sem hann segist ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Þórólfs í samtali við Rúv fyrir helgi. Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur. pic.twitter.com/rMvgDpQjrB— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 5, 2021 „Ég átta mig ekki á samhenginu? Hvernig geta jarðskjálftar og mögulegt eldgos haf áhrif á útbreiðslu covid?“ spyr Guðbjörg Oddný Jónasdóttir í svari við færslu Katrínar á Twitter. Hún er ekki ein um að velta þessu fyrir sér en fréttastofu hafa borist fyrirspurnir af sambærilegum toga. Erfiðara að halda uppi smitvörnum „Þegar við erum í svona ástandi eins og þar, þegar fólk er að koma kannski saman mikið, þá getur verið erfiðara að vera með sóttvarnir í hávegum hafðar. Þegar þú ert með einhverjar hamfarir og fólk þarf að koma saman, þú getur ímyndað þér fjöldahjálparstöð eða annað ef að til þess kæmi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hún bendir til dæmis á að það gæti verið erfiðara að bregðast við og halda uppi öflugum sóttvörnum ef smit kæmi upp á sama svæði og hugsanlegar náttúruhamfarir. „Þetta er samfélagslegt mál, að við séum að passa upp á hvort annað,“ segir Hjördís. Ekkert smit utan sóttkvíar í fimm vikur þangað til um helgina Þangað til um helgina, var það síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Útlitið var því orðið nokkuð gott hér innanlands en ætla má að forsendur hafi breyst nokkuð um helgina eftir að upp komu tvö innanlandssmit utan sóttkvíar. Einn hinna smituðu er starfsmaður á Landspítala og er grunur um að viðkomandi hafi sýkst af svokallaða breska afbrigði veirunnar. Sem stendur miðast fjöldatakmarkanir við fimmtíu manns en á viðburðum mega koma saman allt að tvö hundruð manns. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það komi í ljós á næstu sólarhringum hvernig staðan lítur út eftir að tilfelli breska afbrigðisins greindust um helgina. Þá komi í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira