Mátti kalla barnsföður sinn ofbeldismann á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 19:01 Þrír dómarar Landsréttar stðafestu sýknudóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konunni. Þeir töldu að tjáningarfrelsi hennar væru of miklar hömlur settar væri henni meinað að tjá sig með þeim hætti sem hún gerði. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknu yfir konu sem var kærð fyrir meintar ærumeiðingar um barnsföður sinn á samfélagsmiðlinum Facebook. Konan vísaði til mannsins sem ofbeldismanns í nokkrum færslum á miðlinum. Fólkið var í sambúð um árabil og eiga tvö börn saman. Eftir að þau slitu sambúð hófust málaferli um forsjá, lögheimili og umgengni við börn þeirra, að því er segir í upphaflegum dómi Héraðsdóms Reykjaness. Karlmaðurinn kærði barnsmóður sína vegna átján ummæla á Facebook. Krafðist hann ómerkingar á ummælunum og að konan yrði dæmd til refsingar fyrir að hafa viðhaft og birt ummælin opinberlega. Henni yrði ennfremur gert að greiða honum milljón krónur í miskabætur og að kosta birtingu dómsins. Byggði maðurinn á að ummæli konunnar væru uppspuni. Í ummælunum lýsti konan því að hún og börn hennar hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Lýsti hún manninum meðal annars sem „ofbeldismanni“. Konan byggði vörn sína á að ummælin væru sönn en til vara að þau fælu í sér gildisdóm. Landsréttur taldi að konan hefði með ummælum sínum tekið í þátt í almennri þjóðfélagsumræðu um heimilisofbeldi og tálmun á umgengnisrétti barna við foreldra. Rúmt tjáningarfrelsi gildi almennt um þátttöku í slíkri umræðu. Bent var á að konan hefði hvorki nafngreint manninn í ummælum sínum né annars staðar í færslum sínum. Við meðferð málsins hafi konan jafnframt lagt fram gögn sem leiddu nægar líkur að því að ummæli hennar hefðu ekki verið tilhæfulaus og að hún hafi þar með verið í góðri trú um réttmæti þeirra. Þannig lagði konan meðal annars fram sex tilkynningar til barnaverndar frá fjögurra ára tímabili og fleiri gögn frá barnavernd máli sínu til stuðnings. Konan var sýknuð af kröfum mannsins. Landsréttur felldi niður málskostnað milli aðila fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Dómsmál Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Fólkið var í sambúð um árabil og eiga tvö börn saman. Eftir að þau slitu sambúð hófust málaferli um forsjá, lögheimili og umgengni við börn þeirra, að því er segir í upphaflegum dómi Héraðsdóms Reykjaness. Karlmaðurinn kærði barnsmóður sína vegna átján ummæla á Facebook. Krafðist hann ómerkingar á ummælunum og að konan yrði dæmd til refsingar fyrir að hafa viðhaft og birt ummælin opinberlega. Henni yrði ennfremur gert að greiða honum milljón krónur í miskabætur og að kosta birtingu dómsins. Byggði maðurinn á að ummæli konunnar væru uppspuni. Í ummælunum lýsti konan því að hún og börn hennar hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Lýsti hún manninum meðal annars sem „ofbeldismanni“. Konan byggði vörn sína á að ummælin væru sönn en til vara að þau fælu í sér gildisdóm. Landsréttur taldi að konan hefði með ummælum sínum tekið í þátt í almennri þjóðfélagsumræðu um heimilisofbeldi og tálmun á umgengnisrétti barna við foreldra. Rúmt tjáningarfrelsi gildi almennt um þátttöku í slíkri umræðu. Bent var á að konan hefði hvorki nafngreint manninn í ummælum sínum né annars staðar í færslum sínum. Við meðferð málsins hafi konan jafnframt lagt fram gögn sem leiddu nægar líkur að því að ummæli hennar hefðu ekki verið tilhæfulaus og að hún hafi þar með verið í góðri trú um réttmæti þeirra. Þannig lagði konan meðal annars fram sex tilkynningar til barnaverndar frá fjögurra ára tímabili og fleiri gögn frá barnavernd máli sínu til stuðnings. Konan var sýknuð af kröfum mannsins. Landsréttur felldi niður málskostnað milli aðila fyrir héraðsdómi og Landsrétti.
Dómsmál Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira