Erfitt að koma heim eftir Eurovision í Lissabon Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2021 10:01 Þórunn Erna Clausen upplifði eins og hún væri að bregðast þjóðinni þegar hún fór út til Portúgals í Eurovision árið 2018. Vísir/vilhelm Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. Þórunn Erna hefur í tvígang farið út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Síðast árið 2018 þegar hún samdi lagið Our Choice sem Ari Ólafsson flutti í Lissabon. Laginu gekk ekki vel í keppninni og komst ekki áfram úr undanriðlinum. „Ég fann fyrir alveg svakalegri pressu þá. Þeir sem kusu lagið hérna heima voru allir rosalega glaðir, enda vann lagið. Þá fékk maður mikinn stuðning en það er rosalega stutt á milli í þessu. Við erum keppnisfólk og við viljum bara vinna,“ segir Þórunn um ferðina til Lissabon. Þórunn segir að Ísland hafi verið í dauðariðlinum þetta árið. „Eiginlega öll lögin sem komust áfram í þeim riðli enduðu í topp tíu í keppninni. Við áttum aldrei séns í þessum riðli og ég hefði alveg viljað sjá okkur í hinum riðlinum en það þýðir ekkert að pæla í því.“ Hún segir að það hafi hreinlega verið erfitt að koma heim til Íslands eftir þessa keppni. „Við vorum kannski ekki mikið vör við neikvæðnina úti enda vorum við bara á fullu að vinna. En ég fann það alveg að mér sjálfri fannst þetta mjög erfitt, að hafa ekki getað komið laginu áfram og ég var alveg svolítinn tíma að jafna mig á því. Að vilja sýna eitthvað aftur eða gefa eitthvað frá mér aftur. Maður semur bara eitthvað lag, sendir það inn í Söngvakeppnina og það vinnur. Og svo er maður að bregðast þjóðinni, það er mjög erfitt. Þetta er partur af því að vera keppa í tónlist eða handbolta eða hvað sem er.“ Þórunn ræðir þennan tíma þegar 17 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Einkalífið Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Þórunn Erna hefur í tvígang farið út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Síðast árið 2018 þegar hún samdi lagið Our Choice sem Ari Ólafsson flutti í Lissabon. Laginu gekk ekki vel í keppninni og komst ekki áfram úr undanriðlinum. „Ég fann fyrir alveg svakalegri pressu þá. Þeir sem kusu lagið hérna heima voru allir rosalega glaðir, enda vann lagið. Þá fékk maður mikinn stuðning en það er rosalega stutt á milli í þessu. Við erum keppnisfólk og við viljum bara vinna,“ segir Þórunn um ferðina til Lissabon. Þórunn segir að Ísland hafi verið í dauðariðlinum þetta árið. „Eiginlega öll lögin sem komust áfram í þeim riðli enduðu í topp tíu í keppninni. Við áttum aldrei séns í þessum riðli og ég hefði alveg viljað sjá okkur í hinum riðlinum en það þýðir ekkert að pæla í því.“ Hún segir að það hafi hreinlega verið erfitt að koma heim til Íslands eftir þessa keppni. „Við vorum kannski ekki mikið vör við neikvæðnina úti enda vorum við bara á fullu að vinna. En ég fann það alveg að mér sjálfri fannst þetta mjög erfitt, að hafa ekki getað komið laginu áfram og ég var alveg svolítinn tíma að jafna mig á því. Að vilja sýna eitthvað aftur eða gefa eitthvað frá mér aftur. Maður semur bara eitthvað lag, sendir það inn í Söngvakeppnina og það vinnur. Og svo er maður að bregðast þjóðinni, það er mjög erfitt. Þetta er partur af því að vera keppa í tónlist eða handbolta eða hvað sem er.“ Þórunn ræðir þennan tíma þegar 17 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira.
Einkalífið Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira