Ekki vísbendingar um gos á næstu klukkustundum Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 18:29 Keilir og svæðið í kring úr lofti Vísir/RAX Nýjustu gögn gefa ekki vísbendingar um að eldgos á Reykjanesskaga sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Ennþá eru þó merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Farið var yfir nýjustu mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn á fundi vísindaráðs almannavarna þar sem jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga var rædd í dag. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að mælar sýni að virknin sé enn mikil á svæðinu þó að dregið hafi úr henni eftir að svonefndur óróapúls mældist um miðjan dag í gær. Virknin hefur færst örlítið í suðvestur en meginvirknin er þó enn á sömu slóðum og að undanförnu. Nýjar InSAR-gervihnattarmyndir sem bárust í dag og spanna tímabilið frá 25. febrúar til 3. mars sýna ennþá merki um að kvikugangur sé að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. GPS-mælingar eru sagðar styðja það en þær sýna stöðuga hreyfingu sem virðist þó hafa hægt á sér miðað við síðustu daga. Saman sýna gögnin að ekki hafi orðið veruleg aukning í kvikuhreyfingum samfara jarðskjálftavirkninni í gær. Sérfræðingar ætla að túlka frekar gögn um aflögun jarðskorpunnar til að átta sig á hversu miklar breytingar hafa átt sér stað og hvað þær þýða um framvindu mála. „Niðurstaða vísindaráðs er sú að nýjustu mælingar og gögn sýni að þau merki sem komu fram í gær um að veruleg hætta væri á [að] gos gæti hafist á næstu klukkustundum hafi dofnað mjög,“ segir í tilkynningu almannavarna. Atburðarásin nú hafi ekki áhrif á þær sviðsmyndir sem unnið hefur verið eftir. Gera þurfi ráð fyrir möguleikanum á gosi ásamt líklegustu staðsetningu þess og mögulegu umfangi eldgoss. Kaflaskipt næstu daga Framvindan á Reykjanesskaga er sögð verða kaflaskipt næstu daga og aftur gætu mælst skyndilegir púlsar með þéttum smáskjálftum líkt og þeim sem mældist í gær. Kaflaskipt virkni af þessu tagi hafi sést í Kröfueldum frá 1975 til 1984 þar sem kvika komst á hreyfingu og framkallaði púlsa með tíðum smáskjálftum. Þar einkenndist virknin af talsverðri skjálftavirkni og kvikuhreyfingum samfara púlsum með smáskjálftavirkni. Í sumum tilfellum hafi orðið gos en í öðrum ekki. „Það er mat vísindaráðs að nauðsynlegt sé að taka óróapúlsa, sambærilegum þeim sem varð í gær, alvarlega og reikna með þeim möguleika að gos kunni að vera yfirvofandi þegar þeir mælast,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vísindaráðið ætlar að funda aftur á morgun til að ræða nýjustu gögn og mælingar. Í því sitja fulltrúar Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnunar, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Farið var yfir nýjustu mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn á fundi vísindaráðs almannavarna þar sem jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga var rædd í dag. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að mælar sýni að virknin sé enn mikil á svæðinu þó að dregið hafi úr henni eftir að svonefndur óróapúls mældist um miðjan dag í gær. Virknin hefur færst örlítið í suðvestur en meginvirknin er þó enn á sömu slóðum og að undanförnu. Nýjar InSAR-gervihnattarmyndir sem bárust í dag og spanna tímabilið frá 25. febrúar til 3. mars sýna ennþá merki um að kvikugangur sé að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. GPS-mælingar eru sagðar styðja það en þær sýna stöðuga hreyfingu sem virðist þó hafa hægt á sér miðað við síðustu daga. Saman sýna gögnin að ekki hafi orðið veruleg aukning í kvikuhreyfingum samfara jarðskjálftavirkninni í gær. Sérfræðingar ætla að túlka frekar gögn um aflögun jarðskorpunnar til að átta sig á hversu miklar breytingar hafa átt sér stað og hvað þær þýða um framvindu mála. „Niðurstaða vísindaráðs er sú að nýjustu mælingar og gögn sýni að þau merki sem komu fram í gær um að veruleg hætta væri á [að] gos gæti hafist á næstu klukkustundum hafi dofnað mjög,“ segir í tilkynningu almannavarna. Atburðarásin nú hafi ekki áhrif á þær sviðsmyndir sem unnið hefur verið eftir. Gera þurfi ráð fyrir möguleikanum á gosi ásamt líklegustu staðsetningu þess og mögulegu umfangi eldgoss. Kaflaskipt næstu daga Framvindan á Reykjanesskaga er sögð verða kaflaskipt næstu daga og aftur gætu mælst skyndilegir púlsar með þéttum smáskjálftum líkt og þeim sem mældist í gær. Kaflaskipt virkni af þessu tagi hafi sést í Kröfueldum frá 1975 til 1984 þar sem kvika komst á hreyfingu og framkallaði púlsa með tíðum smáskjálftum. Þar einkenndist virknin af talsverðri skjálftavirkni og kvikuhreyfingum samfara púlsum með smáskjálftavirkni. Í sumum tilfellum hafi orðið gos en í öðrum ekki. „Það er mat vísindaráðs að nauðsynlegt sé að taka óróapúlsa, sambærilegum þeim sem varð í gær, alvarlega og reikna með þeim möguleika að gos kunni að vera yfirvofandi þegar þeir mælast,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vísindaráðið ætlar að funda aftur á morgun til að ræða nýjustu gögn og mælingar. Í því sitja fulltrúar Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnunar, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30