Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2021 23:30 Þessir fjórir eru meðal þeirra sem gætu leikið með Jamaíka í undankeppninni fyrir HM 2022 í Katar. Getty/EPA Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. Þannig er mál með vexti að fjöldinn allur af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og víðar á rætur að rekja til Jamaíka. Stefnt er á að þessir leikmenn fái vegabréf sem fyrst svo þeir geti tekið þátt í undankeppninni fyrir HM með Jamaíka. Nægur tími er til stefnu en undankeppnin sem ákvarðar hvort landið komist til Katar hefst ekki fyrr en í september á þessu ári. Af þeim 15 leikmönnum sem nefndir eru í frétt Daily Mail um málið má til að mynda nefna Michail Antonio [West Ham United], Demarai Gray [Bayer Leverkusen], Max Aarons [Norwich City] og Ivan Toney [Brentford]. Sumir þessara leikmanna eru þó enn að bíða eftir að Gareth Southgate og enska landsliðið taki við þeim opnum örmum svo þeir eru ekki búnir að taka endanlega ákvörðun. Aðrir leikmenn sem koma til greina eru Isaac Hayden [Newcastle United], Andre Gray [Watford] Ethan Pinnock [Brentford], Mason Holgate [Everton], Kemar Roofe [Rangers], Rolando Aarons [Huddersfield Town] Curtis Tilt [Rotherham United], Jamal Lowe [Newcastle United], Amari'i Bell [Blackburn Rovers] og Kasey Palmer [Bristol City]. JFF President Michael Ricketts confirmed all of these players (except Max Aarons) listed + Michail Antonio have or are in the process of acquiring passports for Jamaica MNTvia @SportsMax_Carib #jff pic.twitter.com/MzIaZDPzO0— chris bowerbank (@chrisbowerbank) March 3, 2021 Þá hefur Liam Moore, varnarmaður Reading í ensku B-deildinni, nú þegar fengið vegabréf sitt í hendurnar. Moore virðist ganga vel að sannfæra aðra leikmenn um að spila fyrir Jamaíka en Michael Ricketts – ekki fyrrum framherji Bolton Wanderers heldur forseti knattspyrnusambandsins – segir að margir leikmenn sem vilji spila fyrir Jamaíka séu við það að fá vegabréf sín í hendurnar. Kórónufaraldurinn hefur hægt á ferlinu en Ricketts er bjartsýnn á að þegar undankeppni HM 2022 fari af stað þá verði Jamaíka með sigurstranglegri liðunum í CONCACAF-undankeppninni. Jamaíka mætir Mexíkó og Kosta Ríka í fyrstu leikjum undankeppninnar og verður forvitnilegt að sjá byrjunarliðið þegar þar að kemur. Fótbolti HM 2022 í Katar Enski boltinn Jamaíka Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Þannig er mál með vexti að fjöldinn allur af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni og víðar á rætur að rekja til Jamaíka. Stefnt er á að þessir leikmenn fái vegabréf sem fyrst svo þeir geti tekið þátt í undankeppninni fyrir HM með Jamaíka. Nægur tími er til stefnu en undankeppnin sem ákvarðar hvort landið komist til Katar hefst ekki fyrr en í september á þessu ári. Af þeim 15 leikmönnum sem nefndir eru í frétt Daily Mail um málið má til að mynda nefna Michail Antonio [West Ham United], Demarai Gray [Bayer Leverkusen], Max Aarons [Norwich City] og Ivan Toney [Brentford]. Sumir þessara leikmanna eru þó enn að bíða eftir að Gareth Southgate og enska landsliðið taki við þeim opnum örmum svo þeir eru ekki búnir að taka endanlega ákvörðun. Aðrir leikmenn sem koma til greina eru Isaac Hayden [Newcastle United], Andre Gray [Watford] Ethan Pinnock [Brentford], Mason Holgate [Everton], Kemar Roofe [Rangers], Rolando Aarons [Huddersfield Town] Curtis Tilt [Rotherham United], Jamal Lowe [Newcastle United], Amari'i Bell [Blackburn Rovers] og Kasey Palmer [Bristol City]. JFF President Michael Ricketts confirmed all of these players (except Max Aarons) listed + Michail Antonio have or are in the process of acquiring passports for Jamaica MNTvia @SportsMax_Carib #jff pic.twitter.com/MzIaZDPzO0— chris bowerbank (@chrisbowerbank) March 3, 2021 Þá hefur Liam Moore, varnarmaður Reading í ensku B-deildinni, nú þegar fengið vegabréf sitt í hendurnar. Moore virðist ganga vel að sannfæra aðra leikmenn um að spila fyrir Jamaíka en Michael Ricketts – ekki fyrrum framherji Bolton Wanderers heldur forseti knattspyrnusambandsins – segir að margir leikmenn sem vilji spila fyrir Jamaíka séu við það að fá vegabréf sín í hendurnar. Kórónufaraldurinn hefur hægt á ferlinu en Ricketts er bjartsýnn á að þegar undankeppni HM 2022 fari af stað þá verði Jamaíka með sigurstranglegri liðunum í CONCACAF-undankeppninni. Jamaíka mætir Mexíkó og Kosta Ríka í fyrstu leikjum undankeppninnar og verður forvitnilegt að sjá byrjunarliðið þegar þar að kemur.
Fótbolti HM 2022 í Katar Enski boltinn Jamaíka Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira