Evrópusamstarfið þungamiðjan en samskipti við framleiðendur alltaf í gangi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2021 12:47 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Evrópusamstarfið er þungamiðjan í bóluefnakaupum Íslendinga að sögn forsætisráðherra. Stjórnvöld eiga þó áfram í samskiptum við framleiðendur innan þess og utan til þess að tryggja að bólusetning gangi eins hratt og mögulegt getur hér á landi. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi áhyggjum og að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti í þeim efnum. Aðspurð um málið segir Katrín stöðuna óbreytta frá því sem verið hefur og enga stefnubreytinginu varðandi Evrópusamstarfið. „Hins vegar er það þannig að hér eftir sem hingað til höfum auðvitað líka verið í samskiptum beint við framleiðendur, eins og var kunnugt í tengslum við hugsanlega Pfizer-tilraun, og líka við þá framleiðindur sem ekki eru innan ESB samstarfsins,“ segir Katrín. Hvaða framleiðendur eru það? „Það eru auðvitað framleiðendur sem við þekkjum til en það er ekkert haldbært að frétta af því. Hins vegar er það bara hlutverk stjórnvalda að vera á tánum í þessum málum og tryggja að þetta geti gengið eins hratt og örugglega fyrir sig og hugsast getur. En þungamiðjan í þessum málum er samstarf Evrópuríkja og þar hefur gengið á ýmsu á undanförnum dögum eins og við höfum séð í fréttum.“ Bóluefni sem eru utan Evrópusamstarfsins eru til dæmis frá kínverska framleiðandinn Sinovac og síðan rússneska bóluefnið Spútnik. Í morgun greindi Lyfjastofnun Evrópu frá því að svokallað áfangamat væri hafið á rússneska bóluefninu. Tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Ungverjaland og Slóvakía, hafa þegar tekið efnið í notkun. Það hefur verið rætt um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Finnst þér þetta ekki ganga nógu hratt? Finnst þér að það þurfi að leita annarra leiða? „Við höfum sett okkur þá stefnu að á meðan á þessu ferli stendur séum við að gera allt sem við getum til þess að tryggja þetta. En svo erum við á þeim góða stað núna að hér hefur gengið ótrúlega vel í baráttunni við faraldurinn. Við erum núna á mjög góðum stað og það er auðvitað stóra málið.“ Eruð þið þá fyrst og fremst að horfa til framleiðenda sem standa utan við Evópusamstarfið eða getið þið samið við framleiðendur sem þar hefur þegar verið samið við? „Til að mynda vorum við í samskiptum við ýmsa framleiðendur varðandi möguleika á vísindarannsóknum tengdum bóluefnunum og þó að Pfizer málið hafi náð lengst í þeim efnum vorum við auðvitað í samskiptum við aðra framleiðendur varðandi það.“ Eru slík samskipti enn í gangi? „Það er í raun og veru ekkert annað að gerast en það sem hefur verið í gangi allan tímann. Íslensk stjórnvöld eru í þessu verkefni á hverjum degi en um leið og eitthvað haldbært er að frétta þá verður það kynnt.“ Hún segir stöðuna því óbreytta enn sem komið er. „Við erum á mjög góðum stað hvað varðar okkar áætlanir í bólusetningum. Framkvæmd bólusetninga hefur gengið mjög vel og ég ítreka að ég hef fullar væntingar til þess að það gangi eftir að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár,“ segir Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi áhyggjum og að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti í þeim efnum. Aðspurð um málið segir Katrín stöðuna óbreytta frá því sem verið hefur og enga stefnubreytinginu varðandi Evrópusamstarfið. „Hins vegar er það þannig að hér eftir sem hingað til höfum auðvitað líka verið í samskiptum beint við framleiðendur, eins og var kunnugt í tengslum við hugsanlega Pfizer-tilraun, og líka við þá framleiðindur sem ekki eru innan ESB samstarfsins,“ segir Katrín. Hvaða framleiðendur eru það? „Það eru auðvitað framleiðendur sem við þekkjum til en það er ekkert haldbært að frétta af því. Hins vegar er það bara hlutverk stjórnvalda að vera á tánum í þessum málum og tryggja að þetta geti gengið eins hratt og örugglega fyrir sig og hugsast getur. En þungamiðjan í þessum málum er samstarf Evrópuríkja og þar hefur gengið á ýmsu á undanförnum dögum eins og við höfum séð í fréttum.“ Bóluefni sem eru utan Evrópusamstarfsins eru til dæmis frá kínverska framleiðandinn Sinovac og síðan rússneska bóluefnið Spútnik. Í morgun greindi Lyfjastofnun Evrópu frá því að svokallað áfangamat væri hafið á rússneska bóluefninu. Tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Ungverjaland og Slóvakía, hafa þegar tekið efnið í notkun. Það hefur verið rætt um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Finnst þér þetta ekki ganga nógu hratt? Finnst þér að það þurfi að leita annarra leiða? „Við höfum sett okkur þá stefnu að á meðan á þessu ferli stendur séum við að gera allt sem við getum til þess að tryggja þetta. En svo erum við á þeim góða stað núna að hér hefur gengið ótrúlega vel í baráttunni við faraldurinn. Við erum núna á mjög góðum stað og það er auðvitað stóra málið.“ Eruð þið þá fyrst og fremst að horfa til framleiðenda sem standa utan við Evópusamstarfið eða getið þið samið við framleiðendur sem þar hefur þegar verið samið við? „Til að mynda vorum við í samskiptum við ýmsa framleiðendur varðandi möguleika á vísindarannsóknum tengdum bóluefnunum og þó að Pfizer málið hafi náð lengst í þeim efnum vorum við auðvitað í samskiptum við aðra framleiðendur varðandi það.“ Eru slík samskipti enn í gangi? „Það er í raun og veru ekkert annað að gerast en það sem hefur verið í gangi allan tímann. Íslensk stjórnvöld eru í þessu verkefni á hverjum degi en um leið og eitthvað haldbært er að frétta þá verður það kynnt.“ Hún segir stöðuna því óbreytta enn sem komið er. „Við erum á mjög góðum stað hvað varðar okkar áætlanir í bólusetningum. Framkvæmd bólusetninga hefur gengið mjög vel og ég ítreka að ég hef fullar væntingar til þess að það gangi eftir að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár,“ segir Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira