Karólína Lea skoraði eitt marka Bayern München í 6-1 útisigri á BIIK Kazygurt frá Kasakstan í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Karólína Lea kom til Bayern frá Breiðabliki í vetur en var þá meidd og hafði ekki spilað með liðinu fyrr en í dag.
67' WHHAAATTTT!?!?!
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 4, 2021
Vilhjálmsdóttir mit dem Treffer!!! Kaum zwei Minuten im Spiel netzt unsere Isländerin zum 5:0 für den #FCBayern ein. Stark, Karólína! #UWCL 0:5 | #MiaSanMia
Hún kom inn á sem varamaður á 65. mínútu og var búin að skora aðeins þremur mínútum síðar. Karólína Lea kom Bayern þá í 5-0.
Karólína Lea kom inn á fyrir hina þýsku Sydney Lohmann sem byrjaði leikinn hægra megin á þriggja manna miðju í leikkerfinu 4-3-3.
Þetta var fyrsti alvöru fótboltaleikur Karólínu Leu síðan hún spilað með íslenska landsliðinu á móti Svíþjóð í lok október en hún meiddist í framhaldinu og missti af síðustu landsleikjum ársins.
AUSWÄRTSSIEG! #UWCL #MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/V4axQiqE5z
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 4, 2021
Það er mjög gaman að sjá einn af nýju atvinnumönnunum í íslenska kvennalandsliðinu byrja svona vel og vonandi verður framhald á þessu.
Bayern München er komið með annan fótinn inn í átta liða úrslit keppninnar en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð í öllum keppnum.