Lögreglan fékk leitarheimild til að fá að skoða svarta kassann í bíl Tigers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 09:00 Tiger Woods hefur fengið mikinn stuðning frá golfheiminum eftir slysið. Getty/Mike Ehrmann Lögreglan í Los Angeles sýslu er ekki búin að loka rannsókninni á bílslysi kylfingsins Tiger Woods. Bíll Tiger Woods endaði utan vegar í síðustu viku og hann margbraut á sér hægri fótinn í slysinu en var engu að síður heppinn að sleppa svona vel. Tiger var einn á ferð eldsnemma um morguninn þegar hann virtist missa stjórn á bílnum í beygju en bílinn fór yfir á hina akreinina og svo út af veginum þar sem hann endaði á tré. Los Angeles lögreglan hafði þegar gefið það út að Tiger hafi ekki verið undir áhrifum þegar hann lenti í slysinu. Data from the so-called black box from Tiger Woods's SUV is being looked at by detectives to get a clearer picture of what caused the crash in which the golf star was seriously injured last week https://t.co/cBqq4jLHm2— Sky News (@SkyNews) March 4, 2021 Rannsakendur slyssins vildu samt fá meiri upplýsingar um ökuferðina hjá Woods og fengu því leitarheimild til að fá að skoða upplýsingar úr svarta kassanum í bílnum. Til að fá slíka heimild þá þarf lögreglan að gruna um að eitthvað saknæmt hafi þarna átt sér stað þótt að brotið sé bara vægt afbrot. Lögreglan sjálf gerði hins vegar lítið úr þessu í viðtölum við bandaríska fjölmiðla. „Við viljum bara að komast að því hvort að einhver glæpur hafi verið framinn. Þegar einhver lendir í bílslysi þá þurftum við að endurskapa áreksturinn og kanna hvort um hafi verið að ræða glannaakstur eða að viðkomandi ökumaður var að taka í farsímann sinn. Við þurfum að finna út úr því hvort að það hafi verið framinn glæpur. Ef svo er ekki þá munum við loka málinu og úrskurða að þarna hafi bara verið á ferðinni venjulegt umferðaróhapp,“ sagði John Schloegl, aðstoðarlögreglustjóri, við USA Today. The Los Angeles County Sheriff's Department will retrieve data from the black box in the Genesis SUV courtesy vehicle that golf legend Tiger Woods was driving before his rollover crash last week. https://t.co/sgs2NDPzk5— CNN (@CNN) March 3, 2021 Svarti kassinn geymir ýmsar upplýsingar um akstur bílsins eins og hraða hans, stöðu stýrisins og það hvernig og hvenær ökumaðurinn steig á bensíngjöfina og hvenær hann bremsaði. Það hefur ekki komið í ljós hvaða niðurstöður komu fram við skoðun svarta kassans. Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bíll Tiger Woods endaði utan vegar í síðustu viku og hann margbraut á sér hægri fótinn í slysinu en var engu að síður heppinn að sleppa svona vel. Tiger var einn á ferð eldsnemma um morguninn þegar hann virtist missa stjórn á bílnum í beygju en bílinn fór yfir á hina akreinina og svo út af veginum þar sem hann endaði á tré. Los Angeles lögreglan hafði þegar gefið það út að Tiger hafi ekki verið undir áhrifum þegar hann lenti í slysinu. Data from the so-called black box from Tiger Woods's SUV is being looked at by detectives to get a clearer picture of what caused the crash in which the golf star was seriously injured last week https://t.co/cBqq4jLHm2— Sky News (@SkyNews) March 4, 2021 Rannsakendur slyssins vildu samt fá meiri upplýsingar um ökuferðina hjá Woods og fengu því leitarheimild til að fá að skoða upplýsingar úr svarta kassanum í bílnum. Til að fá slíka heimild þá þarf lögreglan að gruna um að eitthvað saknæmt hafi þarna átt sér stað þótt að brotið sé bara vægt afbrot. Lögreglan sjálf gerði hins vegar lítið úr þessu í viðtölum við bandaríska fjölmiðla. „Við viljum bara að komast að því hvort að einhver glæpur hafi verið framinn. Þegar einhver lendir í bílslysi þá þurftum við að endurskapa áreksturinn og kanna hvort um hafi verið að ræða glannaakstur eða að viðkomandi ökumaður var að taka í farsímann sinn. Við þurfum að finna út úr því hvort að það hafi verið framinn glæpur. Ef svo er ekki þá munum við loka málinu og úrskurða að þarna hafi bara verið á ferðinni venjulegt umferðaróhapp,“ sagði John Schloegl, aðstoðarlögreglustjóri, við USA Today. The Los Angeles County Sheriff's Department will retrieve data from the black box in the Genesis SUV courtesy vehicle that golf legend Tiger Woods was driving before his rollover crash last week. https://t.co/sgs2NDPzk5— CNN (@CNN) March 3, 2021 Svarti kassinn geymir ýmsar upplýsingar um akstur bílsins eins og hraða hans, stöðu stýrisins og það hvernig og hvenær ökumaðurinn steig á bensíngjöfina og hvenær hann bremsaði. Það hefur ekki komið í ljós hvaða niðurstöður komu fram við skoðun svarta kassans.
Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira