Sýknaður af ákæru fyrir árás á fyrrverandi maka Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 22:52 Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíldi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði karlmann af ákæru um ofbeldi í nánu sambandi í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að ráðast á fyrrverandi maka sinn og barnsmóður, tekið hana hálstaki og hent henni út á stétt. Konan kærði karlmanninn fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í júní árið 2019 en þau höfðu verið kærustupar. Sagði konan lögreglu að samband þeirra hefði verið stormasamt og að hann hefði beitt hana ofbeldi. Lýsti hún árás þar sem karlmaðurinn hefði skellt hurð ítrekað á hönd hennar og öxl. Hann hefði svo ráðist á hana, tekið hana hálstaki, dregið út úr húsi og hent henni í stéttina. Í ákæru kom fram að konan hefði hlotið mar og sár af. Karlmaðurinn lýsti atvikum á þann veg að konan hefði ítrekað reynt að ryðjast inn í herbergi hans, öskrað og formælt honum. Konan hefði hótað honum að hann fengi ekki að sjá börn þeirra aftur. Neitaði hann að hafa beitt konuna ofbeldi og hélt því fram að hún hefði getað fengið áverkana við að kasta sér á hurð. Atvikið átti sér staða á heimili föður karlmannsins en sá sagðist ekki hafa orðið var við ofbeldi, aðeins rifrildi þeirra tveggja. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin vitni hafi orðið að atvikum heldur standi orð gegn orði. Taldi dómurinn framburð konunnar trúverðugan. Framburður ákærða hefði aftur á móti verið stöðugur og ekki væri hægt að slá því föstu að áverkar konunnar væru eftir ofbeldi af hans hálfu. Taldi dómurinn því efni ákærunnar væri ósannað og sýknaði karlmanninn. Ríkissjóður greiðir allan sakarkostnað málsins, hátt í eina og hálfa milljón krónur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Konan kærði karlmanninn fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í júní árið 2019 en þau höfðu verið kærustupar. Sagði konan lögreglu að samband þeirra hefði verið stormasamt og að hann hefði beitt hana ofbeldi. Lýsti hún árás þar sem karlmaðurinn hefði skellt hurð ítrekað á hönd hennar og öxl. Hann hefði svo ráðist á hana, tekið hana hálstaki, dregið út úr húsi og hent henni í stéttina. Í ákæru kom fram að konan hefði hlotið mar og sár af. Karlmaðurinn lýsti atvikum á þann veg að konan hefði ítrekað reynt að ryðjast inn í herbergi hans, öskrað og formælt honum. Konan hefði hótað honum að hann fengi ekki að sjá börn þeirra aftur. Neitaði hann að hafa beitt konuna ofbeldi og hélt því fram að hún hefði getað fengið áverkana við að kasta sér á hurð. Atvikið átti sér staða á heimili föður karlmannsins en sá sagðist ekki hafa orðið var við ofbeldi, aðeins rifrildi þeirra tveggja. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin vitni hafi orðið að atvikum heldur standi orð gegn orði. Taldi dómurinn framburð konunnar trúverðugan. Framburður ákærða hefði aftur á móti verið stöðugur og ekki væri hægt að slá því föstu að áverkar konunnar væru eftir ofbeldi af hans hálfu. Taldi dómurinn því efni ákærunnar væri ósannað og sýknaði karlmanninn. Ríkissjóður greiðir allan sakarkostnað málsins, hátt í eina og hálfa milljón krónur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira