Minnir á tíma Kröflueldanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2021 19:25 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir jarðhræringarnar á Reykjanesi minna nokkuð á Kröflueldana á áttunda og níunda áratugnum. Páll var gestur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann greindi stöðuna. Hann segir það ennþá vera nokkuð á reiki hvað rétt sé að kalla atburðina sem nú eru í gangi. „Við höfum verið mest í dag að reyna að átta okkur á þessum atburði, og hvernig hann passar inn í þessa atburðarás sem er í gangi og er búin að vera í gangi núna í fjórtán mánuði. Það er búið að vera ókyrrt á Reykjanesskaga í fjórtán mánuði og umfram það sem vaninn er,“ sagði Páll. „Hér hefur hver atburðurinn rekið annan, kvikuinnskot í janúar, febrúar og mars og svo aftur í sumar í mismunandi eldstöðvakerfum skagans og við vorum svona farin að búast hálfpartinn við að þetta væri nú farið að róast í vetur en svo brast á þetta fyrir viku síðan, þá kemur þetta stór skjálfti og í kjölfarið á honum röð af skjálftum sem raða sér á flekaskilin þarna. En það sem við sáum ekki þá, var að það virtist vera kvikuinnskot sem byrjaði fyrir viku síðan,“ útskýrði Páll. „Þetta er það sem að síðan tekur rásina í dag, klukkan korter yfir tvö í dag, þá kemur inn í þessa atburðarás áköf skjálftahrina og það er enn verið að ræða það hvort að við eigum að kalla þetta óróa eða hvort að við eigum að kalla þetta bara skjálftahrinu.“ Níu gos en ellefu náðu ekki upp á yfirborðið Páll segir að ennþá séu skiptar skoðanir um hvort tala eigi um virknina sem ákafa jarðskjálftahrinu eða hvort við eigum að kalla þetta óróakviðu eða óróapúls. „Fyrir mér minnir þetta á, maður fær svona flashback stundum, þetta minnir mig á gömlu Kröfluárin, þegar Krafla var og hét og á níu ára tímabili komu níu gos í Kröflu, fjögur þeirra voru pínu lítil, fimm þeirra voru meðal stór, en þar að auki komu innskot,“ segir Páll. Í ellefu tilfellum hafi kvikan þó ekki náð upp á yfirborð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Við höfum verið mest í dag að reyna að átta okkur á þessum atburði, og hvernig hann passar inn í þessa atburðarás sem er í gangi og er búin að vera í gangi núna í fjórtán mánuði. Það er búið að vera ókyrrt á Reykjanesskaga í fjórtán mánuði og umfram það sem vaninn er,“ sagði Páll. „Hér hefur hver atburðurinn rekið annan, kvikuinnskot í janúar, febrúar og mars og svo aftur í sumar í mismunandi eldstöðvakerfum skagans og við vorum svona farin að búast hálfpartinn við að þetta væri nú farið að róast í vetur en svo brast á þetta fyrir viku síðan, þá kemur þetta stór skjálfti og í kjölfarið á honum röð af skjálftum sem raða sér á flekaskilin þarna. En það sem við sáum ekki þá, var að það virtist vera kvikuinnskot sem byrjaði fyrir viku síðan,“ útskýrði Páll. „Þetta er það sem að síðan tekur rásina í dag, klukkan korter yfir tvö í dag, þá kemur inn í þessa atburðarás áköf skjálftahrina og það er enn verið að ræða það hvort að við eigum að kalla þetta óróa eða hvort að við eigum að kalla þetta bara skjálftahrinu.“ Níu gos en ellefu náðu ekki upp á yfirborðið Páll segir að ennþá séu skiptar skoðanir um hvort tala eigi um virknina sem ákafa jarðskjálftahrinu eða hvort við eigum að kalla þetta óróakviðu eða óróapúls. „Fyrir mér minnir þetta á, maður fær svona flashback stundum, þetta minnir mig á gömlu Kröfluárin, þegar Krafla var og hét og á níu ára tímabili komu níu gos í Kröflu, fjögur þeirra voru pínu lítil, fimm þeirra voru meðal stór, en þar að auki komu innskot,“ segir Páll. Í ellefu tilfellum hafi kvikan þó ekki náð upp á yfirborð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira