Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 13:30 Barcelona verður alltaf félagið hans Pep Guardiola en hann spilaði þar í meira en áratug og hóf síðan stjóraferil sinn þar með frábærum árangri. Getty/Manchester City FC Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona, var handtekinn í byrjun vikunnar og þurfti að dúsa eina nótt í fangelsi. Á sama tíma var gerð húsleit hjá Barcelona. Ofan á þessi læti þá eru síðan forsetakosningar hjá Barcelona á sunnudaginn kemur. Josep Maria Bartomeu hætti skyndilega sem forseti Barcelona í október en hann er sakaður um að standa fyrir rógsherferð á netinu gagnvart fyrrverandi og núverandi leikmönnum Barca sem höfðu gagnrýnt hann fyrir óstjórnina á félaginu síðustu ár. Pep Guardiola: Bartomeu s arrest is an uncomfortable situation, but I hope it ends well. He s innocent until proven guilty. My only concern is the election... I hope many people vote to elect a president who can lead, for me, the best club in the world. pic.twitter.com/USflAq7Euy— TalkFCB © (@talkfcb_) March 3, 2021 Sá sem tekur við sem forseti Barcelona hefur mikið og erfitt starf fyrir höndum þar sem fjárhagsstaðan er mjög slæm, liðið lítur ekki vel út og framtíð Lionel Messi í algjörri óvissu. „Þetta er óþægilegt fyrir Bartomeu en ég vona að þetta endi vel,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi eftir 4-1 sigur á Úlfunum í gær. „Hann er saklaus þar til dómstólarnir sanna annað,“ sagði Guardiola. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að við verðum komin með nýjan forseta eftir eina viku. Þetta er mjög erfið staða hjá félaginu og nýr maður þarf að sýna hugrekki við að leiða félagið á næstu árum,“ sagði Guardiola. „Ég vona að sem flestir munu kjósa og leiða besta félagið í heimi. Ég er nokkuð viss um að þau komi sterkari til baka,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola lék 263 leiki með Barcelona frá 1990 til 2001 og var síðan stjóri félagins í fjögur ár frá 2008 til 2012. Undir stjórn Barcelona þá vann félagið fjórtán titla af nítján mögulegum á fjórum leiktíðum sem er félagsmet. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona, var handtekinn í byrjun vikunnar og þurfti að dúsa eina nótt í fangelsi. Á sama tíma var gerð húsleit hjá Barcelona. Ofan á þessi læti þá eru síðan forsetakosningar hjá Barcelona á sunnudaginn kemur. Josep Maria Bartomeu hætti skyndilega sem forseti Barcelona í október en hann er sakaður um að standa fyrir rógsherferð á netinu gagnvart fyrrverandi og núverandi leikmönnum Barca sem höfðu gagnrýnt hann fyrir óstjórnina á félaginu síðustu ár. Pep Guardiola: Bartomeu s arrest is an uncomfortable situation, but I hope it ends well. He s innocent until proven guilty. My only concern is the election... I hope many people vote to elect a president who can lead, for me, the best club in the world. pic.twitter.com/USflAq7Euy— TalkFCB © (@talkfcb_) March 3, 2021 Sá sem tekur við sem forseti Barcelona hefur mikið og erfitt starf fyrir höndum þar sem fjárhagsstaðan er mjög slæm, liðið lítur ekki vel út og framtíð Lionel Messi í algjörri óvissu. „Þetta er óþægilegt fyrir Bartomeu en ég vona að þetta endi vel,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi eftir 4-1 sigur á Úlfunum í gær. „Hann er saklaus þar til dómstólarnir sanna annað,“ sagði Guardiola. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að við verðum komin með nýjan forseta eftir eina viku. Þetta er mjög erfið staða hjá félaginu og nýr maður þarf að sýna hugrekki við að leiða félagið á næstu árum,“ sagði Guardiola. „Ég vona að sem flestir munu kjósa og leiða besta félagið í heimi. Ég er nokkuð viss um að þau komi sterkari til baka,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola lék 263 leiki með Barcelona frá 1990 til 2001 og var síðan stjóri félagins í fjögur ár frá 2008 til 2012. Undir stjórn Barcelona þá vann félagið fjórtán titla af nítján mögulegum á fjórum leiktíðum sem er félagsmet.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira