Skelfileg staða kvenna og stúlkna í Jemen Heimsljós 2. mars 2021 13:12 Staða kvenna og stúlkna er átakanlega slæm í Jemen. UNFPA Talið er að um 73 prósent þeirra íbúa Jemen sem eru á hrakhólum séu konur og börn. Á tveggja klukkutíma fresti deyr kona af barnsförum í Jemen, af ástæðum sem auðvelt væri að koma í veg fyrir. Að mati Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er talið að rúmlega ein milljón jemenskra kvenna verði bráðavannærðar á þessu ári. Á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Jemen í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um heildarframlög Íslands til næstu þriggja ára, alls 285 milljónir króna. Hæstu framlögin renna til Mannfjöldasjóðsins (UNFPA), 40 milljónir á ári, en sjóðurinn sinnir fyrst og fremst konum og unglingsstúlkum. Staða þeirra í Jemen er átakanlega slæm. Talið er að um 73 prósent þeirra íbúa Jemen sem eru á hrakhólum séu konur og börn. Um 1,7 milljónir kvenna og stúlkna eru ýmist barnshafandi eða með barn á brjósti og þær hafa takmarkaðan eða engan aðgang að kvennadeildum innan heilbrigðisþjónustu, þar með talinni fæðingarhjálp, umönnun eftir fæðingu, fjölskylduáætlunum, bráðamóttöku og ungbarnaeftirliti. „Frá því ég varð barnshafandi hef ég lifað í stöðugum ótta. Ég veit af mörgum stelpum í þorpinu mínu sem deyja af barnsförum,“ er haft eftir fimmtán ára stúlku frá Jemen í frétt frá Sameinuðu þjóðunum. Hún og fjölskylda hennar neyddust til að flýja og flytja í flóttamannabúðir vegna átaka í suðurhluta landsins þegar hún var gengin átta mánuði á leið. Ljósmóðir segir stúlkuna hræðilega vannærða. Konur og stúlkur hafa löngum búið við kynbundið ofbeldi, fátækt og misrétti í Jemen en stríðsátök síðustu ára og kórónuveiran hafa gert ástandið verra. Tilkynningum um ýmiss konar ofbeldi gegn konum hefur fjölgað verulega og sífellt fleiri leita neikvæðra leiða til að lifa af. UNFPA nefnir meðal annars barnahjónabönd, mansal og betl í því sambandi. Áheitaráðstefnan vonbrigði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir niðurstöðu áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær vonbrigði. Lagt var upp með að safna 3,85 milljörðum bandarískra dala en aðeins fengust fyrirheit um 1,7 milljarða. Framlög Íslands renna til svæðasjóðs vegna Jemen hjá samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). 2021 UNFPA Humanitarian Response in Yemen Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent
Á tveggja klukkutíma fresti deyr kona af barnsförum í Jemen, af ástæðum sem auðvelt væri að koma í veg fyrir. Að mati Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er talið að rúmlega ein milljón jemenskra kvenna verði bráðavannærðar á þessu ári. Á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Jemen í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um heildarframlög Íslands til næstu þriggja ára, alls 285 milljónir króna. Hæstu framlögin renna til Mannfjöldasjóðsins (UNFPA), 40 milljónir á ári, en sjóðurinn sinnir fyrst og fremst konum og unglingsstúlkum. Staða þeirra í Jemen er átakanlega slæm. Talið er að um 73 prósent þeirra íbúa Jemen sem eru á hrakhólum séu konur og börn. Um 1,7 milljónir kvenna og stúlkna eru ýmist barnshafandi eða með barn á brjósti og þær hafa takmarkaðan eða engan aðgang að kvennadeildum innan heilbrigðisþjónustu, þar með talinni fæðingarhjálp, umönnun eftir fæðingu, fjölskylduáætlunum, bráðamóttöku og ungbarnaeftirliti. „Frá því ég varð barnshafandi hef ég lifað í stöðugum ótta. Ég veit af mörgum stelpum í þorpinu mínu sem deyja af barnsförum,“ er haft eftir fimmtán ára stúlku frá Jemen í frétt frá Sameinuðu þjóðunum. Hún og fjölskylda hennar neyddust til að flýja og flytja í flóttamannabúðir vegna átaka í suðurhluta landsins þegar hún var gengin átta mánuði á leið. Ljósmóðir segir stúlkuna hræðilega vannærða. Konur og stúlkur hafa löngum búið við kynbundið ofbeldi, fátækt og misrétti í Jemen en stríðsátök síðustu ára og kórónuveiran hafa gert ástandið verra. Tilkynningum um ýmiss konar ofbeldi gegn konum hefur fjölgað verulega og sífellt fleiri leita neikvæðra leiða til að lifa af. UNFPA nefnir meðal annars barnahjónabönd, mansal og betl í því sambandi. Áheitaráðstefnan vonbrigði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir niðurstöðu áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær vonbrigði. Lagt var upp með að safna 3,85 milljörðum bandarískra dala en aðeins fengust fyrirheit um 1,7 milljarða. Framlög Íslands renna til svæðasjóðs vegna Jemen hjá samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). 2021 UNFPA Humanitarian Response in Yemen Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent