Kristín, Víðir og Þorvaldur í Pallborðinu á Vísi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2021 14:30 Allt klárt fyrir Pallborðið á Vísi. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra og Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur mæta í Pallborðið á Vísi klukkan þrjú í dag og ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu hér fyrir neðan og í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Þá mæta einnig þær Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands og Elfa Dögg Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna og sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, til þess að ræða jarðskjálftahrinuna. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju síðustu daga og í nótt hafa nokkrir skjálftar mælst stærri en fjórir. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi og möguleg eldsumbrot hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Engin merki sjást um gosóróa en sérfræðingar munu fara um svæðið í dag til þess að mæla í sprungum. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í gær að líklegasta skýring jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesi vera að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu. Gervihnattamyndir sýna meiri færslu á landinu en áður var vitað. Talið er að kvikuinnskotið sé undir Fagradalsfjalli. Almenningi gefst kostur á að senda spurningar í þáttinn í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is og við beinu útsendinguna á Facebook-síðu Vísis. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, á Facebook eða í spilaranum hér fyrir ofan og einnig fylgjast með í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.
Þá mæta einnig þær Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands og Elfa Dögg Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna og sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, til þess að ræða jarðskjálftahrinuna. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju síðustu daga og í nótt hafa nokkrir skjálftar mælst stærri en fjórir. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi og möguleg eldsumbrot hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Engin merki sjást um gosóróa en sérfræðingar munu fara um svæðið í dag til þess að mæla í sprungum. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í gær að líklegasta skýring jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesi vera að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu. Gervihnattamyndir sýna meiri færslu á landinu en áður var vitað. Talið er að kvikuinnskotið sé undir Fagradalsfjalli. Almenningi gefst kostur á að senda spurningar í þáttinn í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is og við beinu útsendinguna á Facebook-síðu Vísis. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, á Facebook eða í spilaranum hér fyrir ofan og einnig fylgjast með í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.
Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira