Mikil átök en engin merki um eldsumbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 1. mars 2021 08:07 Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Hún telur líklegast að það dragi úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga á næstu dögum. Vísir/Baldur Tæplega 800 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti samkvæmt töflu á vef Veðurstofu Íslands. Sá stærsti varð klukkan 01:31 í nótt og mældist 4,9 að stærð. Hann fannst víða en upptökin voru 2,6 kílómetra suðvestur af Keili. Þá varð annar skjálfti 3,8 að stærð rétt fyrir klukkan hálfátta í morgun. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að alls hafi um átta til níu skjálftar fundist á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. „Þannig að það hefur ekki dregið neitt úr þessu,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Hún segir virknina enn að mestu bundna við Keili og þá rétt sunnan við fjallið en einnig við Trölladyngju þó þar sé virknin mun minni. Þá sé virknin ekki farin að færa sig austur fyrir Kleifarvatn í átt að Brennisteinsfjöllum en vísindamenn hafa varað við að á því svæði gæti orðið enn stærri skjálfti eða allt að 6,5 að stærð. Fordæmi fyrir svona hrinum Aðspurð hvort merki séu um eldsumbrot svarar Kristín neitandi. „Þetta eru auðvitað mikil átök en við höfum ekki ástæðu til að halda á þessum tímapunkti að það sé neitt slíkt í gangi,“ segir hún. Það var á miðvikudaginn í síðustu viku sem fyrsti stjóri skjálftinn í þessari hrinu varð en hann var 5,7 að stærð og er enn sá stærsti hingað til. Fjölmargir stórir skjálftar yfir fjórum að stærð hafa fylgt í kjölfarið. Kristín segir að fordæmi séu fyrir svona hrinum í sögunni. „Við erum með ágætar skráningar á skjálftum á síðustu öld og þá koma hrinur á sirka 25 ára fresti. Svona öflug hrina, við þurfum líklega að leita til haustsins 1973 eða jafnvel aftur til 1933 en það eru svona fordæmi einmitt um mikla skjálftavirkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín. Hún segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Mér finnst nú líklegast að það fari að draga úr þessu á næstu dögum en ég held við verðum bara að spyrja að leikslokum.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Sá stærsti varð klukkan 01:31 í nótt og mældist 4,9 að stærð. Hann fannst víða en upptökin voru 2,6 kílómetra suðvestur af Keili. Þá varð annar skjálfti 3,8 að stærð rétt fyrir klukkan hálfátta í morgun. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að alls hafi um átta til níu skjálftar fundist á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. „Þannig að það hefur ekki dregið neitt úr þessu,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Hún segir virknina enn að mestu bundna við Keili og þá rétt sunnan við fjallið en einnig við Trölladyngju þó þar sé virknin mun minni. Þá sé virknin ekki farin að færa sig austur fyrir Kleifarvatn í átt að Brennisteinsfjöllum en vísindamenn hafa varað við að á því svæði gæti orðið enn stærri skjálfti eða allt að 6,5 að stærð. Fordæmi fyrir svona hrinum Aðspurð hvort merki séu um eldsumbrot svarar Kristín neitandi. „Þetta eru auðvitað mikil átök en við höfum ekki ástæðu til að halda á þessum tímapunkti að það sé neitt slíkt í gangi,“ segir hún. Það var á miðvikudaginn í síðustu viku sem fyrsti stjóri skjálftinn í þessari hrinu varð en hann var 5,7 að stærð og er enn sá stærsti hingað til. Fjölmargir stórir skjálftar yfir fjórum að stærð hafa fylgt í kjölfarið. Kristín segir að fordæmi séu fyrir svona hrinum í sögunni. „Við erum með ágætar skráningar á skjálftum á síðustu öld og þá koma hrinur á sirka 25 ára fresti. Svona öflug hrina, við þurfum líklega að leita til haustsins 1973 eða jafnvel aftur til 1933 en það eru svona fordæmi einmitt um mikla skjálftavirkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín. Hún segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Mér finnst nú líklegast að það fari að draga úr þessu á næstu dögum en ég held við verðum bara að spyrja að leikslokum.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira