Hætta á að hraunstraumar gætu lokað Reykjanesbraut Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 27. febrúar 2021 10:51 Víðir segir að horft sé til þess að hraun gæti lokað Reykjanesbraut. Það muni þó ekki gerast á fáeinum mínútum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að sú sviðsmynd sem dregin er upp í spá hóps á vegum Háskóla Íslands, um að ef gjósa tæki á Reykjanesskaga myndi hraun flæða um miðjan skagann, sé ein þeirra sviðsmynda sem horft sé til hjá Almannavörnum. „Já, þetta er einmitt ein af þeim sviðsmyndum, hvar sem gæti gosið norðanmegin á Reykjanesinu þá er alltaf hætta á því að hraunstraumur myndi renna og loka Reykjanesbrautinni. Það hefur alveg verið inni í okkar sviðsmyndum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi verið gerðar tímamælingar hvað varða rýmingar á svæðinu. Þá sé Suðurstrandavegur einnig leið af Reykjanesskaga. „Þannig að það er ólíklegt að þær lokist báðar. Svo þarf að hafa í huga að það tekur svolítinn tíma fyrir hraun að renna þessa vegalengd. Þannig að þetta gerist ekki bara á einhverjum örfáum klukkutímum, en þetta er hluti af því sem við þurfum að vera vakandi fyrir,“ segir Víðir. Hann bætir við að hermilíkön líkt og það sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands gáfu út í gær séu afar hjálpleg. Með hjálp þeirra sé hægt að sjá hlutina í réttu ljósi og setja þá í samhengi. Jarðskjálftar aðalmálið en fylgjast þurfi með kviku Víðir segir þá að rýmingaráætlanir snúi að byggðum sem kynnu að lokast af. Hann minnir þó aftur á Suðurstrandaveginn og að fleiri en ein leið séu færar um Reykjanesskagann. „Og þetta er ekki atburður sem gerist á einhverjum mínútum. Við höfum alveg nægan tíma til að tryggja öryggi þeirra sem fara um Reykjanesbrautina.“ Hættustig Almannavarna er nú í gildi vegna jarðskjálfta sem hafa hrist Reykjanesskagann undanfarna daga. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir í morgun þá hefur ekkert breyst varðandi mat vísindamanna að þetta séu fyrst og fremst flekaskilajarðskjálftar en auðvitað erum við öll að horfa á þann möguleika hvort kvika fari af stað í svona atburðarás. Það þarf að fylgjast vel með því.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga á síðustu dögum. Upp úr klukkan átta í morgun varð til að mynda skjálfti, 5,2 að stærð, skammt frá Fagradalsfjalli. Á miðvikudag var þá skjálfti upp á 5,7 að stærð á svipuðum slóðum. Margir minni skjálftar, sem þó hafa fundist vel á Reykjanesskaga og sumir lengra frá, hafa orðið á svæðinu síðan þá. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Já, þetta er einmitt ein af þeim sviðsmyndum, hvar sem gæti gosið norðanmegin á Reykjanesinu þá er alltaf hætta á því að hraunstraumur myndi renna og loka Reykjanesbrautinni. Það hefur alveg verið inni í okkar sviðsmyndum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi verið gerðar tímamælingar hvað varða rýmingar á svæðinu. Þá sé Suðurstrandavegur einnig leið af Reykjanesskaga. „Þannig að það er ólíklegt að þær lokist báðar. Svo þarf að hafa í huga að það tekur svolítinn tíma fyrir hraun að renna þessa vegalengd. Þannig að þetta gerist ekki bara á einhverjum örfáum klukkutímum, en þetta er hluti af því sem við þurfum að vera vakandi fyrir,“ segir Víðir. Hann bætir við að hermilíkön líkt og það sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands gáfu út í gær séu afar hjálpleg. Með hjálp þeirra sé hægt að sjá hlutina í réttu ljósi og setja þá í samhengi. Jarðskjálftar aðalmálið en fylgjast þurfi með kviku Víðir segir þá að rýmingaráætlanir snúi að byggðum sem kynnu að lokast af. Hann minnir þó aftur á Suðurstrandaveginn og að fleiri en ein leið séu færar um Reykjanesskagann. „Og þetta er ekki atburður sem gerist á einhverjum mínútum. Við höfum alveg nægan tíma til að tryggja öryggi þeirra sem fara um Reykjanesbrautina.“ Hættustig Almannavarna er nú í gildi vegna jarðskjálfta sem hafa hrist Reykjanesskagann undanfarna daga. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir í morgun þá hefur ekkert breyst varðandi mat vísindamanna að þetta séu fyrst og fremst flekaskilajarðskjálftar en auðvitað erum við öll að horfa á þann möguleika hvort kvika fari af stað í svona atburðarás. Það þarf að fylgjast vel með því.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga á síðustu dögum. Upp úr klukkan átta í morgun varð til að mynda skjálfti, 5,2 að stærð, skammt frá Fagradalsfjalli. Á miðvikudag var þá skjálfti upp á 5,7 að stærð á svipuðum slóðum. Margir minni skjálftar, sem þó hafa fundist vel á Reykjanesskaga og sumir lengra frá, hafa orðið á svæðinu síðan þá.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30
Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10