Hætta á að hraunstraumar gætu lokað Reykjanesbraut Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 27. febrúar 2021 10:51 Víðir segir að horft sé til þess að hraun gæti lokað Reykjanesbraut. Það muni þó ekki gerast á fáeinum mínútum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að sú sviðsmynd sem dregin er upp í spá hóps á vegum Háskóla Íslands, um að ef gjósa tæki á Reykjanesskaga myndi hraun flæða um miðjan skagann, sé ein þeirra sviðsmynda sem horft sé til hjá Almannavörnum. „Já, þetta er einmitt ein af þeim sviðsmyndum, hvar sem gæti gosið norðanmegin á Reykjanesinu þá er alltaf hætta á því að hraunstraumur myndi renna og loka Reykjanesbrautinni. Það hefur alveg verið inni í okkar sviðsmyndum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi verið gerðar tímamælingar hvað varða rýmingar á svæðinu. Þá sé Suðurstrandavegur einnig leið af Reykjanesskaga. „Þannig að það er ólíklegt að þær lokist báðar. Svo þarf að hafa í huga að það tekur svolítinn tíma fyrir hraun að renna þessa vegalengd. Þannig að þetta gerist ekki bara á einhverjum örfáum klukkutímum, en þetta er hluti af því sem við þurfum að vera vakandi fyrir,“ segir Víðir. Hann bætir við að hermilíkön líkt og það sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands gáfu út í gær séu afar hjálpleg. Með hjálp þeirra sé hægt að sjá hlutina í réttu ljósi og setja þá í samhengi. Jarðskjálftar aðalmálið en fylgjast þurfi með kviku Víðir segir þá að rýmingaráætlanir snúi að byggðum sem kynnu að lokast af. Hann minnir þó aftur á Suðurstrandaveginn og að fleiri en ein leið séu færar um Reykjanesskagann. „Og þetta er ekki atburður sem gerist á einhverjum mínútum. Við höfum alveg nægan tíma til að tryggja öryggi þeirra sem fara um Reykjanesbrautina.“ Hættustig Almannavarna er nú í gildi vegna jarðskjálfta sem hafa hrist Reykjanesskagann undanfarna daga. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir í morgun þá hefur ekkert breyst varðandi mat vísindamanna að þetta séu fyrst og fremst flekaskilajarðskjálftar en auðvitað erum við öll að horfa á þann möguleika hvort kvika fari af stað í svona atburðarás. Það þarf að fylgjast vel með því.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga á síðustu dögum. Upp úr klukkan átta í morgun varð til að mynda skjálfti, 5,2 að stærð, skammt frá Fagradalsfjalli. Á miðvikudag var þá skjálfti upp á 5,7 að stærð á svipuðum slóðum. Margir minni skjálftar, sem þó hafa fundist vel á Reykjanesskaga og sumir lengra frá, hafa orðið á svæðinu síðan þá. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Já, þetta er einmitt ein af þeim sviðsmyndum, hvar sem gæti gosið norðanmegin á Reykjanesinu þá er alltaf hætta á því að hraunstraumur myndi renna og loka Reykjanesbrautinni. Það hefur alveg verið inni í okkar sviðsmyndum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi verið gerðar tímamælingar hvað varða rýmingar á svæðinu. Þá sé Suðurstrandavegur einnig leið af Reykjanesskaga. „Þannig að það er ólíklegt að þær lokist báðar. Svo þarf að hafa í huga að það tekur svolítinn tíma fyrir hraun að renna þessa vegalengd. Þannig að þetta gerist ekki bara á einhverjum örfáum klukkutímum, en þetta er hluti af því sem við þurfum að vera vakandi fyrir,“ segir Víðir. Hann bætir við að hermilíkön líkt og það sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands gáfu út í gær séu afar hjálpleg. Með hjálp þeirra sé hægt að sjá hlutina í réttu ljósi og setja þá í samhengi. Jarðskjálftar aðalmálið en fylgjast þurfi með kviku Víðir segir þá að rýmingaráætlanir snúi að byggðum sem kynnu að lokast af. Hann minnir þó aftur á Suðurstrandaveginn og að fleiri en ein leið séu færar um Reykjanesskagann. „Og þetta er ekki atburður sem gerist á einhverjum mínútum. Við höfum alveg nægan tíma til að tryggja öryggi þeirra sem fara um Reykjanesbrautina.“ Hættustig Almannavarna er nú í gildi vegna jarðskjálfta sem hafa hrist Reykjanesskagann undanfarna daga. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir í morgun þá hefur ekkert breyst varðandi mat vísindamanna að þetta séu fyrst og fremst flekaskilajarðskjálftar en auðvitað erum við öll að horfa á þann möguleika hvort kvika fari af stað í svona atburðarás. Það þarf að fylgjast vel með því.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga á síðustu dögum. Upp úr klukkan átta í morgun varð til að mynda skjálfti, 5,2 að stærð, skammt frá Fagradalsfjalli. Á miðvikudag var þá skjálfti upp á 5,7 að stærð á svipuðum slóðum. Margir minni skjálftar, sem þó hafa fundist vel á Reykjanesskaga og sumir lengra frá, hafa orðið á svæðinu síðan þá.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30
Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10