Páll telur mótframboð í 1. sæti ekki beint gegn honum Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2021 08:39 Páll Magnússon er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon fyrsti þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi túlkar framboð tveggja annarra í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar ekki sem framboð gegn sér, persónulega. Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kjöríss tilkynnti í gærkvöldi um framboð sitt til fyrsta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Páll Magnússon vermir það sæti inni á Alþingi í dag en Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem var í því þriðja fyrir síðustu kosningar sækist einnig eftir fyrsta sætinu. „Ég hef líst því yfir að ég sækist áfram eftir þessu sæti en býð þau tvö hins vegar og hef gert það við þau bæði persónulega, velkomin á þennan vettvang,“ segir Páll. Það væri fagnaðarefni að gott og frambærilegt fólk gæfi kost á sér á þessum vettvangi. Hann túlki framboð þeirra ekki sem framboð gegn honum persónulega. „Nei og það stæði kannski síst upp á mig að fara að túlka mál svoleiðis. Sjálfur bauð ég mig fram í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í sama sæti og þá sitjandi ráðherra flokksins. Ég tel framboðum af þessu tagi ekki stefnt gegn neinum,“ segir Páll. Þá telji hann þessi tvö mótframboð í fyrsta sætið ekki tengjast illindum sem urðu í kringum síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. „Það varð þessi ágreiningur sem spannst út af því hvort halda ætti prófkjör eða ekki. Í kjölfarið af þeim ágreiningi klofnaði flokkurinn í Vestmannaeyjum í herðar niður eiginlega. Í tvær stórar fylkingar. Við þær aðstæður sagðist ég mundu draga mig í hlé og ekki taka opinberlega afstöðu í bæjarstjórnarkosningunum síðustu. Það voru margir óánægðir með þá afstöðu mína, aðrir ánægðir og það er bara eins og gengur og gerist í pólitík,“ segir Páll. Þá telur hann móframboð í fyrsta sæti listans heldur ekki tengjast því að í nóvember lagði hann fram frumvarp á Alþingi um eignarhald á skipum með aflahlutdeild. Sem er til þess ætlað stemma stigu við of mikilli samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. „Ég held að flestir sjálfstæðismenn styðji þau sjónarmið í grundvallaratriðum. Nú höfum við til dæmis séð, þótt ég ætli ekki að fullyrða að það sé bein afleiðing af því frumvarpi sem ég lagði fram, að núna segist til dæmis Samherji ætlað að koma eignarhlut sínum að hluta til í Síldarvinnslunni á almennan markað. Skrá fyrirtækið á almennan markað,“ segir Páll. Forstjóri Samherja hafi líst því yfir að það sé beinlínis til að koma til móts við þá umræðu og þær áhyggjur sem menn hafi á of mikilli samþjöppun á eignarhaldi í sjávarútvegi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kjöríss tilkynnti í gærkvöldi um framboð sitt til fyrsta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Páll Magnússon vermir það sæti inni á Alþingi í dag en Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem var í því þriðja fyrir síðustu kosningar sækist einnig eftir fyrsta sætinu. „Ég hef líst því yfir að ég sækist áfram eftir þessu sæti en býð þau tvö hins vegar og hef gert það við þau bæði persónulega, velkomin á þennan vettvang,“ segir Páll. Það væri fagnaðarefni að gott og frambærilegt fólk gæfi kost á sér á þessum vettvangi. Hann túlki framboð þeirra ekki sem framboð gegn honum persónulega. „Nei og það stæði kannski síst upp á mig að fara að túlka mál svoleiðis. Sjálfur bauð ég mig fram í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í sama sæti og þá sitjandi ráðherra flokksins. Ég tel framboðum af þessu tagi ekki stefnt gegn neinum,“ segir Páll. Þá telji hann þessi tvö mótframboð í fyrsta sætið ekki tengjast illindum sem urðu í kringum síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. „Það varð þessi ágreiningur sem spannst út af því hvort halda ætti prófkjör eða ekki. Í kjölfarið af þeim ágreiningi klofnaði flokkurinn í Vestmannaeyjum í herðar niður eiginlega. Í tvær stórar fylkingar. Við þær aðstæður sagðist ég mundu draga mig í hlé og ekki taka opinberlega afstöðu í bæjarstjórnarkosningunum síðustu. Það voru margir óánægðir með þá afstöðu mína, aðrir ánægðir og það er bara eins og gengur og gerist í pólitík,“ segir Páll. Þá telur hann móframboð í fyrsta sæti listans heldur ekki tengjast því að í nóvember lagði hann fram frumvarp á Alþingi um eignarhald á skipum með aflahlutdeild. Sem er til þess ætlað stemma stigu við of mikilli samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. „Ég held að flestir sjálfstæðismenn styðji þau sjónarmið í grundvallaratriðum. Nú höfum við til dæmis séð, þótt ég ætli ekki að fullyrða að það sé bein afleiðing af því frumvarpi sem ég lagði fram, að núna segist til dæmis Samherji ætlað að koma eignarhlut sínum að hluta til í Síldarvinnslunni á almennan markað. Skrá fyrirtækið á almennan markað,“ segir Páll. Forstjóri Samherja hafi líst því yfir að það sé beinlínis til að koma til móts við þá umræðu og þær áhyggjur sem menn hafi á of mikilli samþjöppun á eignarhaldi í sjávarútvegi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira