Páll telur mótframboð í 1. sæti ekki beint gegn honum Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2021 08:39 Páll Magnússon er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon fyrsti þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi túlkar framboð tveggja annarra í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar ekki sem framboð gegn sér, persónulega. Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kjöríss tilkynnti í gærkvöldi um framboð sitt til fyrsta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Páll Magnússon vermir það sæti inni á Alþingi í dag en Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem var í því þriðja fyrir síðustu kosningar sækist einnig eftir fyrsta sætinu. „Ég hef líst því yfir að ég sækist áfram eftir þessu sæti en býð þau tvö hins vegar og hef gert það við þau bæði persónulega, velkomin á þennan vettvang,“ segir Páll. Það væri fagnaðarefni að gott og frambærilegt fólk gæfi kost á sér á þessum vettvangi. Hann túlki framboð þeirra ekki sem framboð gegn honum persónulega. „Nei og það stæði kannski síst upp á mig að fara að túlka mál svoleiðis. Sjálfur bauð ég mig fram í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í sama sæti og þá sitjandi ráðherra flokksins. Ég tel framboðum af þessu tagi ekki stefnt gegn neinum,“ segir Páll. Þá telji hann þessi tvö mótframboð í fyrsta sætið ekki tengjast illindum sem urðu í kringum síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. „Það varð þessi ágreiningur sem spannst út af því hvort halda ætti prófkjör eða ekki. Í kjölfarið af þeim ágreiningi klofnaði flokkurinn í Vestmannaeyjum í herðar niður eiginlega. Í tvær stórar fylkingar. Við þær aðstæður sagðist ég mundu draga mig í hlé og ekki taka opinberlega afstöðu í bæjarstjórnarkosningunum síðustu. Það voru margir óánægðir með þá afstöðu mína, aðrir ánægðir og það er bara eins og gengur og gerist í pólitík,“ segir Páll. Þá telur hann móframboð í fyrsta sæti listans heldur ekki tengjast því að í nóvember lagði hann fram frumvarp á Alþingi um eignarhald á skipum með aflahlutdeild. Sem er til þess ætlað stemma stigu við of mikilli samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. „Ég held að flestir sjálfstæðismenn styðji þau sjónarmið í grundvallaratriðum. Nú höfum við til dæmis séð, þótt ég ætli ekki að fullyrða að það sé bein afleiðing af því frumvarpi sem ég lagði fram, að núna segist til dæmis Samherji ætlað að koma eignarhlut sínum að hluta til í Síldarvinnslunni á almennan markað. Skrá fyrirtækið á almennan markað,“ segir Páll. Forstjóri Samherja hafi líst því yfir að það sé beinlínis til að koma til móts við þá umræðu og þær áhyggjur sem menn hafi á of mikilli samþjöppun á eignarhaldi í sjávarútvegi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kjöríss tilkynnti í gærkvöldi um framboð sitt til fyrsta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Páll Magnússon vermir það sæti inni á Alþingi í dag en Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem var í því þriðja fyrir síðustu kosningar sækist einnig eftir fyrsta sætinu. „Ég hef líst því yfir að ég sækist áfram eftir þessu sæti en býð þau tvö hins vegar og hef gert það við þau bæði persónulega, velkomin á þennan vettvang,“ segir Páll. Það væri fagnaðarefni að gott og frambærilegt fólk gæfi kost á sér á þessum vettvangi. Hann túlki framboð þeirra ekki sem framboð gegn honum persónulega. „Nei og það stæði kannski síst upp á mig að fara að túlka mál svoleiðis. Sjálfur bauð ég mig fram í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í sama sæti og þá sitjandi ráðherra flokksins. Ég tel framboðum af þessu tagi ekki stefnt gegn neinum,“ segir Páll. Þá telji hann þessi tvö mótframboð í fyrsta sætið ekki tengjast illindum sem urðu í kringum síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. „Það varð þessi ágreiningur sem spannst út af því hvort halda ætti prófkjör eða ekki. Í kjölfarið af þeim ágreiningi klofnaði flokkurinn í Vestmannaeyjum í herðar niður eiginlega. Í tvær stórar fylkingar. Við þær aðstæður sagðist ég mundu draga mig í hlé og ekki taka opinberlega afstöðu í bæjarstjórnarkosningunum síðustu. Það voru margir óánægðir með þá afstöðu mína, aðrir ánægðir og það er bara eins og gengur og gerist í pólitík,“ segir Páll. Þá telur hann móframboð í fyrsta sæti listans heldur ekki tengjast því að í nóvember lagði hann fram frumvarp á Alþingi um eignarhald á skipum með aflahlutdeild. Sem er til þess ætlað stemma stigu við of mikilli samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. „Ég held að flestir sjálfstæðismenn styðji þau sjónarmið í grundvallaratriðum. Nú höfum við til dæmis séð, þótt ég ætli ekki að fullyrða að það sé bein afleiðing af því frumvarpi sem ég lagði fram, að núna segist til dæmis Samherji ætlað að koma eignarhlut sínum að hluta til í Síldarvinnslunni á almennan markað. Skrá fyrirtækið á almennan markað,“ segir Páll. Forstjóri Samherja hafi líst því yfir að það sé beinlínis til að koma til móts við þá umræðu og þær áhyggjur sem menn hafi á of mikilli samþjöppun á eignarhaldi í sjávarútvegi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira