Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 25. febrúar 2021 19:32 Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. Í reglulegri dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að liðinni Þorláksmessu, sem send var fjölmiðlum, kom fram að Bjarni Benediktsson hefði verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur um samkomutakmarkanir hafi verið brotnar. Eftir það átti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra símtöl við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu um verklagsreglur lögreglunnar. Var það eðlilegt að ráðherra hringi í lögreglustjóra um þetta mál? „Ég á mikil samskipti við lögregluna. Samtalið snerist ekki um þetta mál, heldur verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglunnar, sem ég fékk miklar spurningar um, meðal annars frá fjölmiðlum. Það er nú ég sem þarf að svara fyrir lögregluna oft á tíðum og þekkja hennar mál. Ég á, sem betur fer, í góðum samskiptum við lögregluna,“ sagði Áslaug Arna. En tilefnið var kannski vissulega þetta mál? „Tilefnið var dagbókarfærslan sem vakti athygli. Fjölmiðlar fjölluðu um að hún hefði verið sérstök, og því vildi ég vita áður en ég tjáði mig um það hvernig verklagsreglur um dagbókarfærslur væru.“ Áslaug kveðst þá ekki sjá líkindi milli málsins og máls Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem sagði af sér í kjölfar Lekamálsins. Þar hafði hún meðal annars samskipti við lögreglustjóra vegna máls sem var til meðferðar hjá lögreglu. „Ég hef engin afskipti af nokkrum málum sem eru á borðum lögreglunnar,“ segir Áslaug sem kveðst ekki hafa haft skoðun á dagbókarfærslunni sem slíkri. Hún hafi aðeins verið að óska eftir upplýsingum. Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Lögreglan Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í reglulegri dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að liðinni Þorláksmessu, sem send var fjölmiðlum, kom fram að Bjarni Benediktsson hefði verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur um samkomutakmarkanir hafi verið brotnar. Eftir það átti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra símtöl við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu um verklagsreglur lögreglunnar. Var það eðlilegt að ráðherra hringi í lögreglustjóra um þetta mál? „Ég á mikil samskipti við lögregluna. Samtalið snerist ekki um þetta mál, heldur verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglunnar, sem ég fékk miklar spurningar um, meðal annars frá fjölmiðlum. Það er nú ég sem þarf að svara fyrir lögregluna oft á tíðum og þekkja hennar mál. Ég á, sem betur fer, í góðum samskiptum við lögregluna,“ sagði Áslaug Arna. En tilefnið var kannski vissulega þetta mál? „Tilefnið var dagbókarfærslan sem vakti athygli. Fjölmiðlar fjölluðu um að hún hefði verið sérstök, og því vildi ég vita áður en ég tjáði mig um það hvernig verklagsreglur um dagbókarfærslur væru.“ Áslaug kveðst þá ekki sjá líkindi milli málsins og máls Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem sagði af sér í kjölfar Lekamálsins. Þar hafði hún meðal annars samskipti við lögreglustjóra vegna máls sem var til meðferðar hjá lögreglu. „Ég hef engin afskipti af nokkrum málum sem eru á borðum lögreglunnar,“ segir Áslaug sem kveðst ekki hafa haft skoðun á dagbókarfærslunni sem slíkri. Hún hafi aðeins verið að óska eftir upplýsingum.
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Lögreglan Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira