Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 06:25 Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar að störfum í Svartsengi í gær. Ekkert lát er á skjálftahrinunni á svæðinu. Vísir/vilhelm Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. Annar skjálftinn sem mældist yfir þremur í nótt varð klukkan 00:53 og reið yfir klukkan 00:53. Upptök hans voru 3,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist í Grindavík. Klukkan 03:26 varð síðan stærri skjálfti, 3,4 að stærð, og bárust tilkynningar um að hann hefði fundist á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru tvo kílómetra norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir enn talsverða skjálftavirkni á svæðinu og það megi búast við að svo verði áfram. Engin merki eru um gosóróa og virknin er á sama svæði og hún var í gær, það er frá Kleifarvatni og að Grindavíkurvegi. Virknin hefur því ekki fært sig austur í Brennisteinsfjöll en vísindamenn sögðu í gær að almenningur þyrfti að búa sig undir að skjálftavirknin gæti færst þangað og þá gæti komið enn stærri skjálfti en reið yfir í gær eða allt að 6,5 að stærð. Stærsti skjálftinn sem mældist í gær á Reykjanesinu var 5,7 að stærð og varð klukkan 10:05. Mikill fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið og voru margir þeirra yfir fjórum að stærð. Skjálftarnir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land, allt vestur á Ísafjörð og norður í Húnavatnssýslu. Hættustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis í gær vegna skjálftahrinunnar og er það gildi á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu. Þá er fólki bent á að forðast brattar hlíðar þar sem aukin hætta er á grjóthruni og skriðufjöllum í jarðskjálftahrinu sem þessari. Þannig sagði á vef Veðurstofunnar í gær að eitthvað hefði verið um skriðuföll á Reykjanesi vegna skjálftanna. Meðal annars hefði talsvert af grjóti fallið yfir gamla Suðurstrandaveginn sem nú er aflagður. Þá er ekki úr vegi að minna á leiðbeiningar almannavarna um hvernig bregðast eigi við í jarðskjálfta en lesa má um það með því að smella á fréttina hér ofar eða á vef almannavarna hér. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Annar skjálftinn sem mældist yfir þremur í nótt varð klukkan 00:53 og reið yfir klukkan 00:53. Upptök hans voru 3,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist í Grindavík. Klukkan 03:26 varð síðan stærri skjálfti, 3,4 að stærð, og bárust tilkynningar um að hann hefði fundist á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru tvo kílómetra norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir enn talsverða skjálftavirkni á svæðinu og það megi búast við að svo verði áfram. Engin merki eru um gosóróa og virknin er á sama svæði og hún var í gær, það er frá Kleifarvatni og að Grindavíkurvegi. Virknin hefur því ekki fært sig austur í Brennisteinsfjöll en vísindamenn sögðu í gær að almenningur þyrfti að búa sig undir að skjálftavirknin gæti færst þangað og þá gæti komið enn stærri skjálfti en reið yfir í gær eða allt að 6,5 að stærð. Stærsti skjálftinn sem mældist í gær á Reykjanesinu var 5,7 að stærð og varð klukkan 10:05. Mikill fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið og voru margir þeirra yfir fjórum að stærð. Skjálftarnir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land, allt vestur á Ísafjörð og norður í Húnavatnssýslu. Hættustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis í gær vegna skjálftahrinunnar og er það gildi á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu. Þá er fólki bent á að forðast brattar hlíðar þar sem aukin hætta er á grjóthruni og skriðufjöllum í jarðskjálftahrinu sem þessari. Þannig sagði á vef Veðurstofunnar í gær að eitthvað hefði verið um skriðuföll á Reykjanesi vegna skjálftanna. Meðal annars hefði talsvert af grjóti fallið yfir gamla Suðurstrandaveginn sem nú er aflagður. Þá er ekki úr vegi að minna á leiðbeiningar almannavarna um hvernig bregðast eigi við í jarðskjálfta en lesa má um það með því að smella á fréttina hér ofar eða á vef almannavarna hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira