Virknin gæti aukist í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 22:17 Skjálftinn sem mældist um tíuleytið í kvöld var skammt frá Keili. Vísir/Vilhelm Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga í kvöld; sá fyrri 3,4 skömmu fyrir klukkan níu og sá seinni á bilinu 3,1-3,4 um tíuleytið, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofunnar. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að seinni skjálftinn, sem varð klukkan 21:58 og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, eigi upptök sín rétt sunnan við Keili, á svipuðum stað og stærsti skjálftinn sem mældist í morgun. Hinn skjálftinn varð við Fagradalsfjall skömmu fyrir klukkan níu. Nokkuð dró úr skjálftavirkni síðdegis í dag eftir að snarpir skjálftar skóku Reykjanesskagann í morgun og fram yfir hádegi. Einar segir að klukkan hálf fimm hafi svo orðið skjálfti að stærð 3,6 við Fagradalsfjall. Þrír jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafi þannig mælst seinnipartinn. Inntur eftir því hvort vísbendingar séu um að jarðskjálftahrinan sé aftur að sækja í sig veðrið inn í nóttina segir Einar erfitt að segja til um það. Virknin sé þó oftast lotubundin og því gæti verið að hún aukist nú í kvöld. „En kannski erum við að fara inn í smá meiri virkni í kvöld þar sem koma skjálftar milli 3 og 4,“ segir Einar. Þá hafi skjálftarnir í kvöld mælst á sama svæði og skjálftarnir í morgun. Þannig eru ekki sterkar vísbendingar um að jarðskjálftavirknin sé að færa sig austar og í átt að Bláfjöllum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47 Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að seinni skjálftinn, sem varð klukkan 21:58 og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, eigi upptök sín rétt sunnan við Keili, á svipuðum stað og stærsti skjálftinn sem mældist í morgun. Hinn skjálftinn varð við Fagradalsfjall skömmu fyrir klukkan níu. Nokkuð dró úr skjálftavirkni síðdegis í dag eftir að snarpir skjálftar skóku Reykjanesskagann í morgun og fram yfir hádegi. Einar segir að klukkan hálf fimm hafi svo orðið skjálfti að stærð 3,6 við Fagradalsfjall. Þrír jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafi þannig mælst seinnipartinn. Inntur eftir því hvort vísbendingar séu um að jarðskjálftahrinan sé aftur að sækja í sig veðrið inn í nóttina segir Einar erfitt að segja til um það. Virknin sé þó oftast lotubundin og því gæti verið að hún aukist nú í kvöld. „En kannski erum við að fara inn í smá meiri virkni í kvöld þar sem koma skjálftar milli 3 og 4,“ segir Einar. Þá hafi skjálftarnir í kvöld mælst á sama svæði og skjálftarnir í morgun. Þannig eru ekki sterkar vísbendingar um að jarðskjálftavirknin sé að færa sig austar og í átt að Bláfjöllum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47 Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47
Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24
Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30