Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. febrúar 2021 19:30 Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Sigurjón Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að um þúsund skjálftar hefðu mælst í jarðskjálftahrinunni síðan um klukkan tíu í morgun. Hrinan væri enn í gangi þó að dregið hafi úr skjálftum núna seinnipartinn - og gæti farið hratt af stað aftur. Skjálftar um og yfir sex á síðustu öld Þá sagði hann aðspurður að sérfræðingar hefðu áhyggjur af því að skjálftavirknin gæti fært sig austur. „Já, síðasta árið hefur verið mikill óstöðugleiki á Reykjanesskaganum og það eru söguleg dæmi um að virknin hafi fært sig austar og endað með skjálfta um eða yfir sex í Brennisteinsfjöllum sem eru nálægt Bláfjöllum,“ sagði Einar. Hann benti á að árin 1968 og 1929 hefðu mælst þar skjálftar um og yfir sex í sambærilegum hrinum. „Það er sviðsmynd sem við getum ekki útilokað að gerist þannig að fólk þarf að huga að því og huga að innanstokksmunum varðandi það,“ sagði Einar. Jarðvísindamenn við rannsóknir hjá fjallinu Þorbirni við Grindavík í dag.Vísir/vilhelm Bíða eftir gervihnattamyndum Engin greinileg merki eru um gosóróa í tengslum við hrinuna. Inntur eftir því hvað geti liðið langur tími frá því að merki sjáist um gosóróa þar til byrji að gjósa sagði Einar það mjög misjafnt eftir eldstöðvum. „Það hefur ekki gosið á Reykjanesskaganum á meðan við höfum haft nútímamælitæki til að sjá það en það getur verið allt frá innan við klukkutíma, korter, tuttugu mínútur, upp í lengri aðdraganda. Við höfum til dæmis séð með Holuhraunsgosið sem að hefur lengri aðdraganda. Nokkra daga og vikur.“ Hann sagði að á morgun verði hægt að meta betur hvað sé að gerast á svæðinu. „Það eru sem sagt gervitunglamyndir sem verða aðgengilegar á morgun og þá er hægt að sjá mun af svæðinu þar til fyrir skjálftahrinuna og svo á morgun og það er í rauninni mjög gott tæki til að meta aflögun á landinu hvort það sé landris eða einhverjar breytingar.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Skjálftar yfir 6 hefðu mikil áhrif Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum ræddi stöðuna á jarðskjálftahrinunni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að tilkynningar hefðu borist um smávægilegt tjón en fá slys hefðu verið tilkynnt. „En þó eru nokkur þar sem bæði fólk hefur misst fótanna og dottið og í einhverjum tilvikum þar sem hlutir hafa fallið á fólk,“ sagði Víðir. Þá kvað hann ómögulegt að segja til um hvort hið mesta væri yfirstaðið. Alltaf væri hætta á stærri skjálftum. „Og svo sjáum við líka að virknin er að færast til. Þannig að það getur auðvitað orðið þannig að það komi stærri skjálftar annars staðar, eins og til dæmis austan við þetta svæði sem við höfum fylgst mest með í morgun. Þar eru þekktir stórir skjálftar, semsagt skjálftar yfir 6 á svæðinu austan við Kleifarvatn og að Bláfjöllum,“ sagði Víðir. „Slíkir skjálftar myndu auðvitað hafa mikil áhrif á Reykjanesinu, höfuðborgarsvæðinu, Ölfusi og Hveragerði og Árborgarsvæðinu þannig að við erum að skoða þetta allt saman með sveitastjórnum á þessu svæði.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Leikskólabörn með rétt viðbrögð á hreinu: „Það kom engin risastór gufa“ Leikskólabörn á Fífuborg brugðust hárrétt við jarðskjálftanum í dag enda höfðu þau nýlokið viðbragðsæfingu þegar skjálftinn reið yfir. 24. febrúar 2021 19:01 Tveir skjálftar yfir 5 að stærð og tíu yfir 4 Í dag hafa orðið tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð í hrinunni á Reykjanesskaga. Sá stærri varð klukkan 10:05 af stærð 5,7 og annar klukkan 10:30, sem mældist 5,0 að stærð. 24. febrúar 2021 17:43 Vedur.is hrundi þegar 70 þúsund manns vildu þangað inn í einu Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar segir að þegar hafi farið fram gagngerar endurbætur á vefnum vedur.is, sem lagðist niður í morgun, og þeim sé ekki lokið. 24. febrúar 2021 17:10 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að um þúsund skjálftar hefðu mælst í jarðskjálftahrinunni síðan um klukkan tíu í morgun. Hrinan væri enn í gangi þó að dregið hafi úr skjálftum núna seinnipartinn - og gæti farið hratt af stað aftur. Skjálftar um og yfir sex á síðustu öld Þá sagði hann aðspurður að sérfræðingar hefðu áhyggjur af því að skjálftavirknin gæti fært sig austur. „Já, síðasta árið hefur verið mikill óstöðugleiki á Reykjanesskaganum og það eru söguleg dæmi um að virknin hafi fært sig austar og endað með skjálfta um eða yfir sex í Brennisteinsfjöllum sem eru nálægt Bláfjöllum,“ sagði Einar. Hann benti á að árin 1968 og 1929 hefðu mælst þar skjálftar um og yfir sex í sambærilegum hrinum. „Það er sviðsmynd sem við getum ekki útilokað að gerist þannig að fólk þarf að huga að því og huga að innanstokksmunum varðandi það,“ sagði Einar. Jarðvísindamenn við rannsóknir hjá fjallinu Þorbirni við Grindavík í dag.Vísir/vilhelm Bíða eftir gervihnattamyndum Engin greinileg merki eru um gosóróa í tengslum við hrinuna. Inntur eftir því hvað geti liðið langur tími frá því að merki sjáist um gosóróa þar til byrji að gjósa sagði Einar það mjög misjafnt eftir eldstöðvum. „Það hefur ekki gosið á Reykjanesskaganum á meðan við höfum haft nútímamælitæki til að sjá það en það getur verið allt frá innan við klukkutíma, korter, tuttugu mínútur, upp í lengri aðdraganda. Við höfum til dæmis séð með Holuhraunsgosið sem að hefur lengri aðdraganda. Nokkra daga og vikur.“ Hann sagði að á morgun verði hægt að meta betur hvað sé að gerast á svæðinu. „Það eru sem sagt gervitunglamyndir sem verða aðgengilegar á morgun og þá er hægt að sjá mun af svæðinu þar til fyrir skjálftahrinuna og svo á morgun og það er í rauninni mjög gott tæki til að meta aflögun á landinu hvort það sé landris eða einhverjar breytingar.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Skjálftar yfir 6 hefðu mikil áhrif Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum ræddi stöðuna á jarðskjálftahrinunni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að tilkynningar hefðu borist um smávægilegt tjón en fá slys hefðu verið tilkynnt. „En þó eru nokkur þar sem bæði fólk hefur misst fótanna og dottið og í einhverjum tilvikum þar sem hlutir hafa fallið á fólk,“ sagði Víðir. Þá kvað hann ómögulegt að segja til um hvort hið mesta væri yfirstaðið. Alltaf væri hætta á stærri skjálftum. „Og svo sjáum við líka að virknin er að færast til. Þannig að það getur auðvitað orðið þannig að það komi stærri skjálftar annars staðar, eins og til dæmis austan við þetta svæði sem við höfum fylgst mest með í morgun. Þar eru þekktir stórir skjálftar, semsagt skjálftar yfir 6 á svæðinu austan við Kleifarvatn og að Bláfjöllum,“ sagði Víðir. „Slíkir skjálftar myndu auðvitað hafa mikil áhrif á Reykjanesinu, höfuðborgarsvæðinu, Ölfusi og Hveragerði og Árborgarsvæðinu þannig að við erum að skoða þetta allt saman með sveitastjórnum á þessu svæði.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Leikskólabörn með rétt viðbrögð á hreinu: „Það kom engin risastór gufa“ Leikskólabörn á Fífuborg brugðust hárrétt við jarðskjálftanum í dag enda höfðu þau nýlokið viðbragðsæfingu þegar skjálftinn reið yfir. 24. febrúar 2021 19:01 Tveir skjálftar yfir 5 að stærð og tíu yfir 4 Í dag hafa orðið tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð í hrinunni á Reykjanesskaga. Sá stærri varð klukkan 10:05 af stærð 5,7 og annar klukkan 10:30, sem mældist 5,0 að stærð. 24. febrúar 2021 17:43 Vedur.is hrundi þegar 70 þúsund manns vildu þangað inn í einu Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar segir að þegar hafi farið fram gagngerar endurbætur á vefnum vedur.is, sem lagðist niður í morgun, og þeim sé ekki lokið. 24. febrúar 2021 17:10 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Leikskólabörn með rétt viðbrögð á hreinu: „Það kom engin risastór gufa“ Leikskólabörn á Fífuborg brugðust hárrétt við jarðskjálftanum í dag enda höfðu þau nýlokið viðbragðsæfingu þegar skjálftinn reið yfir. 24. febrúar 2021 19:01
Tveir skjálftar yfir 5 að stærð og tíu yfir 4 Í dag hafa orðið tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð í hrinunni á Reykjanesskaga. Sá stærri varð klukkan 10:05 af stærð 5,7 og annar klukkan 10:30, sem mældist 5,0 að stærð. 24. febrúar 2021 17:43
Vedur.is hrundi þegar 70 þúsund manns vildu þangað inn í einu Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar segir að þegar hafi farið fram gagngerar endurbætur á vefnum vedur.is, sem lagðist niður í morgun, og þeim sé ekki lokið. 24. febrúar 2021 17:10