Spyr hvort það hafi virkilega ekki hvarflað að ráðherra að samskiptin væru óeðlileg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 17:47 Þorbjörg var gagnrýnin á símhringingar dómsmálaráðherra á aðfangadag. „Hvarflaði það virkilega ekki að ráðherra að samskiptin og bein símtöl hennar sjálfrar til lögreglustjóra væru óeðlileg á þessum tímapunkti, til lögreglustjóra sem þarna var í blábyrjun rannsóknar á meintum brotum á sóttvarnalögum af hálfu samflokksmanns þessa ráðherra og formanns?“ Þannig spurði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag en greint hefur verið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag. Lögregla hafði þá sent út verkefnaskrá, þar sem meðal annars kom fram að ónefndur ráðherra hefði verið staddur á samkomu þar sem tilkynnt var um sóttvarnabrot. Í ljós koma að um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þorbjörg sagðist í ræðu sinni ekki að ætla að fullyrða neitt um ástæður dómsmálaráðherra en sagði að með símhringingum sínum hefði hún auðveldlega getað sett lögreglustjóra í óþægilega stöðu. „Krafan er ekki bara sú að stjórnvöld tjái sig ekki um einstök mál heldur gæti þess í hvívetna að snerta ekki á þeim heldur og að þau gefi aldrei annað til kynna. Mér finnst símtal ráðherra til lögreglustjóra á þessum tímapunkti því miður til þess fallið að vekja upp spurningar á skilningi á þessum mörkum. Ég ber fullt og óskorað traust til lögreglunnar í þessu máli sem öðrum en hegðun og gerðir ráðherra þennan dag finnst mér hins vegar mikill dómgreindarbrestur og kalla á það að ráðherra svari því af hvaða ástæðu hún hafði samband við lögreglustjóra þennan dag og eftir hverju hún var að leita.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þannig spurði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag en greint hefur verið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag. Lögregla hafði þá sent út verkefnaskrá, þar sem meðal annars kom fram að ónefndur ráðherra hefði verið staddur á samkomu þar sem tilkynnt var um sóttvarnabrot. Í ljós koma að um var að ræða Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þorbjörg sagðist í ræðu sinni ekki að ætla að fullyrða neitt um ástæður dómsmálaráðherra en sagði að með símhringingum sínum hefði hún auðveldlega getað sett lögreglustjóra í óþægilega stöðu. „Krafan er ekki bara sú að stjórnvöld tjái sig ekki um einstök mál heldur gæti þess í hvívetna að snerta ekki á þeim heldur og að þau gefi aldrei annað til kynna. Mér finnst símtal ráðherra til lögreglustjóra á þessum tímapunkti því miður til þess fallið að vekja upp spurningar á skilningi á þessum mörkum. Ég ber fullt og óskorað traust til lögreglunnar í þessu máli sem öðrum en hegðun og gerðir ráðherra þennan dag finnst mér hins vegar mikill dómgreindarbrestur og kalla á það að ráðherra svari því af hvaða ástæðu hún hafði samband við lögreglustjóra þennan dag og eftir hverju hún var að leita.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. 23. febrúar 2021 20:16