Um fimmtíu þorp og bæir án ljósleiðaratengingar Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2021 19:20 Með því að bjóða út aðgang að tveimur leiðurum í ljósleiðarakapli Atlantshafsbandalagsins á að stuðla að samkeppni á grunnnetinu sem leiði til þess að þrettán þúsund heimili á landsbyggðinni sem ekki hafa ljósleiðaratenginu fái hana. Um fimmtíu þorp og bæir á Íslandi eru enn án ljósleiðaratengingar. Nefnd á vegum utanríkisráðherra leggur til að tveir af þremur þráðum í grunnljósleiðara Atlantshafsbandalagsins verði boðnir út til að auka samkeppni í grunnetinu. Fyrir þrjátíu árum lagði Atlantshafsbandalagið ljósleiðarakapal með átta strengjum hringinn í kringum landið vegna öryggis- og varnarhagsmuna Íslands og bandalagsins. NATO nýtir tvo strengi, Míla hefur fimm til umráða og Vodafone hefur leigt einn eftir útboð til tíu ára sem var framlengt um eitt ár og rennur út á þessu ári. Starfshópur á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra leggur til að samráð verði haft við NATO um útboð á tveimur strengjum kapalsins á þessu ári. Það muni auka samkeppni á grunnnetinu sem sveitabæjir og byggðarlög tengi sig inn á. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonar að útleiga á einum ljósleiðaraþræði NATO til viðbótar auki samkeppni á grunnnetinu.Stöð 2/Arnar „Það þýðir að þá er líklegra að þau svæði sem ekki eru með góðar ljósleiðaratengingar núna fái betri tengingar. Það er svo sannarlega þörf á því á til dæmis ýmsum þéttbýlisstöðum um landið,“ segir Guðlaugur Þór. Frá því NATO lagði grunnkapalinn hefur mikil þróun átt sér stað og ýmsir aðilar lagt ljósleiðara um landið eins og sést á dökkbláu línunum á meðfylgjandi mynd. Ljósbláu línurnar sýna síðan ljósleiðara sem sveitarfélög eru að leggja og klárast vonandi á þessu ári að sögn Haraldar Benediktssonar formanns starfshóps ráðherra. Rauðu línurnar sýna svo svæði sem starfshópurinn segir nauðsynlegt að brúa ef opna eigin nýjan landshring fjarskipta. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins leiddi starfshóp utanríkisráðherra um ljósleiðaramál.Stöð 2/Arnar Sveitabæir landsins eru flestir orðnir vel settir eftir átak stjórnvalda undanfarin ár. Um þrettán þúsund heimili í þorpum og bæjum eru þó enn án tenginga. „Við viljum alla vega gera tilraun til að efla samkeppnina til að menn sæki fram til að tengja þessi heimili. Já, þetta eru um fimmtíu byggðarlög sem hafa litla eða enga uppbyggingu á sviði ljósleiðara. Það er næsta verkefni okkar í fjarskiptamálum,“segir Haraldur Benediktsson. Fjarskipti NATO Byggðamál Tengdar fréttir Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47 Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum lagði Atlantshafsbandalagið ljósleiðarakapal með átta strengjum hringinn í kringum landið vegna öryggis- og varnarhagsmuna Íslands og bandalagsins. NATO nýtir tvo strengi, Míla hefur fimm til umráða og Vodafone hefur leigt einn eftir útboð til tíu ára sem var framlengt um eitt ár og rennur út á þessu ári. Starfshópur á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra leggur til að samráð verði haft við NATO um útboð á tveimur strengjum kapalsins á þessu ári. Það muni auka samkeppni á grunnnetinu sem sveitabæjir og byggðarlög tengi sig inn á. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonar að útleiga á einum ljósleiðaraþræði NATO til viðbótar auki samkeppni á grunnnetinu.Stöð 2/Arnar „Það þýðir að þá er líklegra að þau svæði sem ekki eru með góðar ljósleiðaratengingar núna fái betri tengingar. Það er svo sannarlega þörf á því á til dæmis ýmsum þéttbýlisstöðum um landið,“ segir Guðlaugur Þór. Frá því NATO lagði grunnkapalinn hefur mikil þróun átt sér stað og ýmsir aðilar lagt ljósleiðara um landið eins og sést á dökkbláu línunum á meðfylgjandi mynd. Ljósbláu línurnar sýna síðan ljósleiðara sem sveitarfélög eru að leggja og klárast vonandi á þessu ári að sögn Haraldar Benediktssonar formanns starfshóps ráðherra. Rauðu línurnar sýna svo svæði sem starfshópurinn segir nauðsynlegt að brúa ef opna eigin nýjan landshring fjarskipta. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins leiddi starfshóp utanríkisráðherra um ljósleiðaramál.Stöð 2/Arnar Sveitabæir landsins eru flestir orðnir vel settir eftir átak stjórnvalda undanfarin ár. Um þrettán þúsund heimili í þorpum og bæjum eru þó enn án tenginga. „Við viljum alla vega gera tilraun til að efla samkeppnina til að menn sæki fram til að tengja þessi heimili. Já, þetta eru um fimmtíu byggðarlög sem hafa litla eða enga uppbyggingu á sviði ljósleiðara. Það er næsta verkefni okkar í fjarskiptamálum,“segir Haraldur Benediktsson.
Fjarskipti NATO Byggðamál Tengdar fréttir Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47 Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47
Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38