Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 00:00 Veitingastaðir mega nú taka við gestum til klukkan 22 og hafa opið til 23. Vísir/vilhelm Tilslakanir á sóttvarnareglum tóku gildi nú á miðnætti miðvikudagsins 24. febrúar. Fimmtíu mega nú koma saman í stað tuttugu áður, 200 mega koma saman á tilteknum stöðum og viðburðum og afgreiðslutími veitingastaða er lengdur. Fleiri mega fara í sund og á skíði en áður, auk þess sem reglur í skólastarfi eru rýmkaðar. Reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanirnar gildir í þrjár vikur, til og með 17. mars næstkomandi. Breytingar á skólastarfi gilda hins vegar lengur, eða til 30. apríl. Slakað er fyrr á sóttvarnaaðgerðum en áætlað var vegna þess hve staða kórónuveirufaraldursins er góð; ekki hefur greinst smit utan sóttkvíar síðan 1. febrúar en á sama tímabili hafa átta greinst með veiruna innanlands. Nýgengi innanlandssmita er 1,4. Með reglugerðinni í dag verður þó ekki breyting á reglum um grímunotkun eða fjarlægðarmörk, sem enn eru almennt tveir metrar. Eftirfarandi reglur taka gildi í dag, miðvikudaginn 24. febrúar: Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum: Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda. Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum. Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra. Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil. Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi. Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum. Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda. Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns. Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Nú má hleypa inn 75 prósent af hámarksfjölda leyfilegra gesta í sundlaugar landsins.Vísir/vilhelm Fyrirkomulag á skólahaldi frá og með 24. febrúar: Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum. Regla um nándarmörk verður einn metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Aðeins þarf að bera grímur ef ekki er unnt að virða eins metra regluna. Á öllum skólastigum öðrum en á háskólastigi verður foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi heimilt að koma inn í skólabyggingar, að uppfylltum reglum um sóttvarnir. Líkt og verið hefur gilda engar fjöldatakmarkanir um nemendur í leikskólum, þeir eru undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Í grunnskólum verður heimilt að hafa 150 nemendur í hverju rými en líkt og áður eru nemendur í 1. til 10. bekk undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Reglur tónlistarskóla munu taka mið af sambærilegum skólastigum. Viðburðir tengdir félagsstarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum og í tónlistarskólum verða heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda og nálægðartakmörkunum sem gilda á viðkomandi skólastigi. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45 Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanirnar gildir í þrjár vikur, til og með 17. mars næstkomandi. Breytingar á skólastarfi gilda hins vegar lengur, eða til 30. apríl. Slakað er fyrr á sóttvarnaaðgerðum en áætlað var vegna þess hve staða kórónuveirufaraldursins er góð; ekki hefur greinst smit utan sóttkvíar síðan 1. febrúar en á sama tímabili hafa átta greinst með veiruna innanlands. Nýgengi innanlandssmita er 1,4. Með reglugerðinni í dag verður þó ekki breyting á reglum um grímunotkun eða fjarlægðarmörk, sem enn eru almennt tveir metrar. Eftirfarandi reglur taka gildi í dag, miðvikudaginn 24. febrúar: Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum: Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda. Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum. Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra. Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil. Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi. Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum. Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda. Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns. Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Nú má hleypa inn 75 prósent af hámarksfjölda leyfilegra gesta í sundlaugar landsins.Vísir/vilhelm Fyrirkomulag á skólahaldi frá og með 24. febrúar: Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum. Regla um nándarmörk verður einn metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Aðeins þarf að bera grímur ef ekki er unnt að virða eins metra regluna. Á öllum skólastigum öðrum en á háskólastigi verður foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi heimilt að koma inn í skólabyggingar, að uppfylltum reglum um sóttvarnir. Líkt og verið hefur gilda engar fjöldatakmarkanir um nemendur í leikskólum, þeir eru undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Í grunnskólum verður heimilt að hafa 150 nemendur í hverju rými en líkt og áður eru nemendur í 1. til 10. bekk undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Reglur tónlistarskóla munu taka mið af sambærilegum skólastigum. Viðburðir tengdir félagsstarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum og í tónlistarskólum verða heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda og nálægðartakmörkunum sem gilda á viðkomandi skólastigi.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45 Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55
150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45
Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39