Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 00:00 Veitingastaðir mega nú taka við gestum til klukkan 22 og hafa opið til 23. Vísir/vilhelm Tilslakanir á sóttvarnareglum tóku gildi nú á miðnætti miðvikudagsins 24. febrúar. Fimmtíu mega nú koma saman í stað tuttugu áður, 200 mega koma saman á tilteknum stöðum og viðburðum og afgreiðslutími veitingastaða er lengdur. Fleiri mega fara í sund og á skíði en áður, auk þess sem reglur í skólastarfi eru rýmkaðar. Reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanirnar gildir í þrjár vikur, til og með 17. mars næstkomandi. Breytingar á skólastarfi gilda hins vegar lengur, eða til 30. apríl. Slakað er fyrr á sóttvarnaaðgerðum en áætlað var vegna þess hve staða kórónuveirufaraldursins er góð; ekki hefur greinst smit utan sóttkvíar síðan 1. febrúar en á sama tímabili hafa átta greinst með veiruna innanlands. Nýgengi innanlandssmita er 1,4. Með reglugerðinni í dag verður þó ekki breyting á reglum um grímunotkun eða fjarlægðarmörk, sem enn eru almennt tveir metrar. Eftirfarandi reglur taka gildi í dag, miðvikudaginn 24. febrúar: Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum: Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda. Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum. Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra. Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil. Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi. Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum. Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda. Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns. Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Nú má hleypa inn 75 prósent af hámarksfjölda leyfilegra gesta í sundlaugar landsins.Vísir/vilhelm Fyrirkomulag á skólahaldi frá og með 24. febrúar: Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum. Regla um nándarmörk verður einn metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Aðeins þarf að bera grímur ef ekki er unnt að virða eins metra regluna. Á öllum skólastigum öðrum en á háskólastigi verður foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi heimilt að koma inn í skólabyggingar, að uppfylltum reglum um sóttvarnir. Líkt og verið hefur gilda engar fjöldatakmarkanir um nemendur í leikskólum, þeir eru undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Í grunnskólum verður heimilt að hafa 150 nemendur í hverju rými en líkt og áður eru nemendur í 1. til 10. bekk undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Reglur tónlistarskóla munu taka mið af sambærilegum skólastigum. Viðburðir tengdir félagsstarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum og í tónlistarskólum verða heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda og nálægðartakmörkunum sem gilda á viðkomandi skólastigi. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45 Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanirnar gildir í þrjár vikur, til og með 17. mars næstkomandi. Breytingar á skólastarfi gilda hins vegar lengur, eða til 30. apríl. Slakað er fyrr á sóttvarnaaðgerðum en áætlað var vegna þess hve staða kórónuveirufaraldursins er góð; ekki hefur greinst smit utan sóttkvíar síðan 1. febrúar en á sama tímabili hafa átta greinst með veiruna innanlands. Nýgengi innanlandssmita er 1,4. Með reglugerðinni í dag verður þó ekki breyting á reglum um grímunotkun eða fjarlægðarmörk, sem enn eru almennt tveir metrar. Eftirfarandi reglur taka gildi í dag, miðvikudaginn 24. febrúar: Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50 en með undantekningum: Söfn og verslanir: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda. Viðburðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga, sviðslistar- menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra og sambærilega viðburði að uppfylltum öllum eftirtöldum skilyrðum. Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum. Gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra. Þátttaka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri. Heimilt er að hafa hlé á sýningum en áfengisveitingar og áfengissala á viðburðum er óheimil. Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi. Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum. Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda. Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns. Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis. Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Nú má hleypa inn 75 prósent af hámarksfjölda leyfilegra gesta í sundlaugar landsins.Vísir/vilhelm Fyrirkomulag á skólahaldi frá og með 24. febrúar: Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum. Regla um nándarmörk verður einn metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Aðeins þarf að bera grímur ef ekki er unnt að virða eins metra regluna. Á öllum skólastigum öðrum en á háskólastigi verður foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi heimilt að koma inn í skólabyggingar, að uppfylltum reglum um sóttvarnir. Líkt og verið hefur gilda engar fjöldatakmarkanir um nemendur í leikskólum, þeir eru undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Í grunnskólum verður heimilt að hafa 150 nemendur í hverju rými en líkt og áður eru nemendur í 1. til 10. bekk undanskildir reglum um fjarlægðarmörk og reglum um grímunotkun. Reglur tónlistarskóla munu taka mið af sambærilegum skólastigum. Viðburðir tengdir félagsstarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum og í tónlistarskólum verða heimilir í skólabyggingum með þeim fjölda og nálægðartakmörkunum sem gilda á viðkomandi skólastigi.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45 Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55
150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi. 23. febrúar 2021 12:45
Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný. 23. febrúar 2021 11:39