Sagði Salah hafa verið eins og Messi á æfingum Chelsea Anton Ingi Leifsson skrifar 23. febrúar 2021 07:00 Luis og Salah á HM félagsliða í Katar 2019. Salah með Liverpool og Luis með Flamengo. Etsuo Hara/Getty Images Filipe Luis hefur spilað undir áhrifamiklum stjórum í gegnum tíðina, þar á meðal Jose Mourinho og Diego Simeone. Atletico Madrid mætir Chelsea í kvöld í Meistaradeild Evrópu - í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Filipe, sem er nú 35 ára, spilar nú með Flamengo í Brasilíu en hann spilaði með Atletico Madrid, á tveimur tímabilum, í samtals átta ár en hann spilaði svo með Chelsea tímabilið 2014/2015 - áður en hann snéri aftur heim. „Simeone sagði mér að koma aftur. Við erum að fara vinna og þurfum bakvörð eins og þig, sagði hann við mig. Ég kom aftur og spilaði vel. Hann sagði þá við mig að ég spilaði bara vel undir hans stjórn. Hann náði því besta út úr mér,“ sagði Luiz. „Það er ekki auðvelt að spila undir hans stjórn. Hann hefur ekkert hjarta. Þegar hann tók við árið 2011 vorum við fjórum stigum frá fallsæti og hann vann Evrópudeildina á sömu leiktíð.“ Luis gekk svo í raðir Chelsea þar sem hann spilaði einungis eina leiktíð. Hann segir að hann hafi þó haft gaman af verunni hjá Chelsea þó að hann hafi ekki spilað eins mikið og hann vildi. „Þegar ég var á bekknum í fyrsta leiknum, bankaði ég á dyrnar hjá Mourinho og spurði: Af hverju varstu að kaupa mig? Af hverju leyfðiru mér ekki bara að vera hjá Atletico? Hann sagði að honum liði ekki eins vel varnarlega með mig í liðinu, eins og Azpilicueta.“ Former Chelsea and Atletico Madrid star Filipe Luis says he was 'betrayed' by Jose Mourinho, insists Diego Simeone 'has no heart'... and reveals how to stop Lionel Messi | @PeteJenson https://t.co/Y5Cr2Yy4Hd— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021 „Hann sagði að ég þyrfti vinna sætið í liðinu. Ég gæti ekki búist við að vera í liðinu bara út af nafninu. Hann hafði rétt fyrir sér. Ég var ekki að spila vel en þú þarft að vera á vellinum til að bæta því. Ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað því ég var í einu stærsta liði heims en allir vilja spila.“ Luis hafði spilað alla leiki í enska deildarbikarnum þetta tímabilið en hann var svo ekki í liðinu í úrslitaleiknum. Þá var Felipe súr. „Mér fannst hann hafa svikið mig. Ég vildi ekki vinna meira með Mourinho en þetta var ekki honum að kenna. Við unnum úrslitaleikinn og ég er með medalíuna heim hjá mér!,“ en Felipe sagði Mo Salah, sem var hjá Chelsea á sama tíma, hafi verið frábær. „Á æfingum var Salah eins og Messi. Það er leiðinlegt að hafa ekki spilað meira með honum,“ bætti Luis við. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Filipe, sem er nú 35 ára, spilar nú með Flamengo í Brasilíu en hann spilaði með Atletico Madrid, á tveimur tímabilum, í samtals átta ár en hann spilaði svo með Chelsea tímabilið 2014/2015 - áður en hann snéri aftur heim. „Simeone sagði mér að koma aftur. Við erum að fara vinna og þurfum bakvörð eins og þig, sagði hann við mig. Ég kom aftur og spilaði vel. Hann sagði þá við mig að ég spilaði bara vel undir hans stjórn. Hann náði því besta út úr mér,“ sagði Luiz. „Það er ekki auðvelt að spila undir hans stjórn. Hann hefur ekkert hjarta. Þegar hann tók við árið 2011 vorum við fjórum stigum frá fallsæti og hann vann Evrópudeildina á sömu leiktíð.“ Luis gekk svo í raðir Chelsea þar sem hann spilaði einungis eina leiktíð. Hann segir að hann hafi þó haft gaman af verunni hjá Chelsea þó að hann hafi ekki spilað eins mikið og hann vildi. „Þegar ég var á bekknum í fyrsta leiknum, bankaði ég á dyrnar hjá Mourinho og spurði: Af hverju varstu að kaupa mig? Af hverju leyfðiru mér ekki bara að vera hjá Atletico? Hann sagði að honum liði ekki eins vel varnarlega með mig í liðinu, eins og Azpilicueta.“ Former Chelsea and Atletico Madrid star Filipe Luis says he was 'betrayed' by Jose Mourinho, insists Diego Simeone 'has no heart'... and reveals how to stop Lionel Messi | @PeteJenson https://t.co/Y5Cr2Yy4Hd— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021 „Hann sagði að ég þyrfti vinna sætið í liðinu. Ég gæti ekki búist við að vera í liðinu bara út af nafninu. Hann hafði rétt fyrir sér. Ég var ekki að spila vel en þú þarft að vera á vellinum til að bæta því. Ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað því ég var í einu stærsta liði heims en allir vilja spila.“ Luis hafði spilað alla leiki í enska deildarbikarnum þetta tímabilið en hann var svo ekki í liðinu í úrslitaleiknum. Þá var Felipe súr. „Mér fannst hann hafa svikið mig. Ég vildi ekki vinna meira með Mourinho en þetta var ekki honum að kenna. Við unnum úrslitaleikinn og ég er með medalíuna heim hjá mér!,“ en Felipe sagði Mo Salah, sem var hjá Chelsea á sama tíma, hafi verið frábær. „Á æfingum var Salah eins og Messi. Það er leiðinlegt að hafa ekki spilað meira með honum,“ bætti Luis við. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira