„Er ekki einhver með allt niðrum sig í þessum málum?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2021 15:31 Árni Þór Sigmundsson man tímana tvenna úr störfum sínum hjá lögreglunni í tæpa fjóra áratugi. Hann er gagnrýninn á störf yfirmanna lögreglu í tengslum við rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir heiðarlega lögreglumenn og almenning árum saman hafa bent á tiltekinn Íslending sem auðgast hefur gífurlega án þess að sýna skýranlega afkomu. Hvorki æðstu stjórnendur fíkniefnarannsókna né skattayfirvöld hafi sinnt frumkvæðisskyldu til að kanna málið frekar. Íslendingurinn er einn níu karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á morðinu í Rauðagerði. Árni Þór Sigmundsson er fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn en hann var um tíma yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglu. Hann lét af störfum í lok árs 2018. Hann er gagnrýninn á þá sem farið hafa fyrir fíkniefnarannsóknum hér á landi um árabil og gerir í færslu á Facebook athugasemd við að aðili sem grunaður sé um fíkniefnainnflutning geti talist trúverðugur upplýsingagjafi. Skotvopnið ófundið Yfirheyrslur yfir níu karlmönnum sem eru í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar fóru fram um helgina. Málið er mikið umfangs og vinnur lögregla að úrvinnslu gagna, til dæmis farsímagagna, auk þess sem unnið hefur verið að því að kortleggja ferðir mannanna. Lögregla verst allra fregna og upplýsti með tölvupósti í morgun að ekki verði gefnar upplýsingar um málið fyrr en með fréttatilkynningu á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu beinist grunur lögreglu að ákveðnum aðilum en enginn hefur hins vegar játað á sig verknaðinn. Þá er skotvopnið enn ófundið en talið er að um hafi verið að ræða skammbyssu með hljóðdeyfi. Sakborningarnir eru flestir taldir tengjast með einhverjum hætti, en langflestir þeirra koma frá Albaníu, og einn frá Íslandi. Lögreglan hefur haldið spilunum þétt að sér en meðal annars er til skoðunar hvort morðið tengist uppgjöri í fíkniefnaheiminum. Uppgjörið er talið tengt við baráttu um yfirráð í fíkniefnaheiminum og spilar þar hlutverk leki á rannsóknargögnum í upphafi árs þar sem fram kom að Íslendingurinn, sem nú er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu, hafi verið upplýsingagjafi lögreglu árum saman. Gögnum lekið af óvildarmanni Vísir hefur fjallað ítarlega um gagnalekann en um er að ræða rannsóknargögn í máli lögreglufulltrúa hvers heilindi fjöldi lögreglumanna efuðust um. Gögnunum virðist hafa verið lekið af óvildarmanni upplýsingagjafans sem einn lögreglumaður kallar „langstærsta fíkniefnabaróninn á Íslandi“. Óvildarmaðurinn fullyrðir að hinn meinti barón hafi um árabil fengið friðhelgi frá yfirvöldum við vinnu sína í undirheimum. Fullyrða má að gagnalekinn hafi gert hinum meinta fíkniefnabarón erfitt fyrir enda ekki vinsælt í undirheimum að veita lögreglu upplýsingar. Tveimur mánuðum eftir lekann hefur morð verið framið og vinnur lögregla að því að átta sig á orsökum og aðdraganda morðsins. Áhyggjufullir lögreglumenn Rannsóknargögnin sem lekið var í janúar eru ítarleg en þar má meðal annars finna vitnisburð fjölda lögreglumanna, núverandi og fyrrverandi, þar sem þeir tjá sig um grun sinn um óeðlilegt samband lögreglufulltrúans og upplýsingagjafans. Voru nefnd dæmi um rannsóknir og aðgerðir sem tóku skringilegum breytingum sem þeir tengdu við aðkomu lögreglufulltrúans að málinu. Má merkja af frásögnum þeirra að þeir töldu stundum að verið væri að afvegaleiða þá við rannsóknir á upplýsingagjafanum. Í gögnunum eru nefnd tvö dæmi þar sem lögreglumenn tjáðu yfirmönnum sínum um alvarlegar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Í báðum tilfellum brást yfirmaðurinn við með því að ræða ásakanirnar beint við lögreglufulltrúann. Í öðru tilfellinu svipti þrítugur karlmaður, sem sagði frá greiðslu upplýsingagjafans til lögreglufulltrúans, sig lífi skömmu síðar. Eins og þjóðin sé að vakna af dvala Árni Þór Sigmundsson starfaði í lögreglunni frá árinu 1981 til ársloka 2018 eða í 38 ár. Hann varð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2007 og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu til ársins 2018. Þá voru gerðar breytingar á deildinni eftir að athugasemdir voru gerðar við störf deildarinnar í rannsókn á máli stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur. Sá hlaut fimm ára dóm í Landsrétti á dögunum. Árni Þór er greinilega hugsi í færslu á Facebook á dögunum. Þar spyr hann í kaldhæðnistóni hvort svo geti verið að á Íslandi þrífist umfangsmikil og skipulögð fíkniefnadreifing og innflutningur, spilling? „Það er eins og þjóðin sé að vakna af dvala í þeim efnum, allavega um stundarsakir,“ segir Árni Þór. Auðgast gífurlega án skýranlegrar innkomu „Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum,“ segir Árni Þór. Vísar hann til þess að hinn meinti fíkniefnabarón og upplýsingagjafi hefur lifað hátt, búið stóran hluta ársins í sólarlöndum, ekið um á glæsikerrum og búið í stærðarinnar einbýlishúsum. Hann hefur ekki hlotið dóm í tæpa tvo áratugi. Ábendingar þess efnis berast lögreglu sem sýnir lítinn áhuga, að sögn Árna. „Á þetta hefur ítrekað verið bent bæði af almenningi og ekki síst af þeim lögreglumönnum sem vinna að þessum málaflokki - heiðarlegum lögreglumönnum - en hvorki æðstu stjórnendur fíkniefnarannsókna eða skattayfirvöld hafa sinnt frumkvæðisskyldu til að kanna málið frekar.“ Árni Þór segir þetta „fullkomið rannsóknarefni“ og nefnir sérstaklega að hinn meinti fíkniefnabarón sé reglulega kallaður athafnamaður. Grunaður telst ekki trúverðugur upplýsingagjafi Fram kom í máli lögreglumanna, meðal annars lögreglufulltrúans hvers kollegar efuðust um, að hinn meinti fíkniefnabarón hefði veitt góðar upplýsingar. Árni Þór segir að um samskipti lögreglu við upplýsingaaðila gildi skýrar reglur. „Sá sem er grunaður í slíkum málum telst ekki trúverðugur,“ segir Árni. „Nú stíga sömu menn og hunsuðu ábendingarnar fram með áhyggjur af því að málin séu að færast á alvarlegt stig, fyrrum yfirmenn þessara rannsókna sem tóku ekki ábendingarnar alvarlega.“ Vísir fjallaði á sínum tíma um fund sem Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar og nú yfirmaður hjá ríkislögreglustjóra, hélt með samstarfsmönnum lögreglufulltrúans og undirmönnum sínum í ársbyrjun 2012. Var boðað til fundarins þar sem ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum höfðu verið háværar meðal lögreglumanna. Samkvæmt heimildum Vísis var það skilningur lögreglumanna á fundinum að Karl Steinar hefði fullyrt að búið væri að rannsaka ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Þær ættu ekki við rök að styðjast. Menn ættu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni. Engin rannsókn hafði þó farið fram. Karl Steinar hafði sjálfur skilað afdráttarlausri greinargerð til sinna yfirmanna þess efnis að ekkert væri hæft í orðróminum. „Er ekki einhver með allt niðrum sig í þessum málum?“ segir Árni Þór og bætir við að fyrr eða síðar leiti sannleikurinn upp á yfirborðið. Niðurstaða rannsóknarinnar afdráttarlaus Svo fór að lögreglufulltrúanum var vísað frá störfum og héraðssaksóknari lét fara fram rannsókn á ásökunum á hendur honum um óeðlileg samskipti við hinn meinta fíkniefnabarón og upplýsingagjafa. Það eru gögnin úr þeirri rannsókn sem lekið var til fjölmiðla í janúar. Rannsóknin gekk ekki áfallalaust fyrir sig þar sem lögreglumenn sem gáfu skýrslu voru ósáttir við að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn kæmi að rannsókninni vegna náins vinskapar hans við Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmanns fíkniefnadeildar, og Karl Steinar. Grímur og Karl Steinar hafa starfað lengi saman innan lögreglunnar, eru af sömu kynslóð og vel til vina. Báðir hafa undanfarin ár gengt starfi yfirmanns miðlægrar deildar og fulltrúa Íslands hjá Europol í Hollandi. Fram kom í fréttum Vísis á sínum tíma að sumir sem gáfu skýrslu hjá héraðssaksóknara hefðu áhyggjur af hlutleysi Gríms enda margir þeirrar skoðunar að sem yfirmaður hafi Karl Steinar ekki tekið nógu vel á máli lögreglufulltrúans, eins og Árni Þór gefur í skyn. Fór svo að Grímur var færður úr rannsóknarteyminu eftir að rannsókn var hafin og undirmönnum hans falið að ljúka henni. Bæði í rannsóknum og upplýsingateymi Í niðurstöðukafla rannsóknarinnar kemur fram að í framburði allflestra vitna sem komu í skýrslutöku, sem voru á þriðja tug, hefði komið fram að orðrómur hefði heyrst um að lögreglufulltrúinn væri spilltur. Enginn hefði þó neitt í hendi sér hvað það varðaði. Þá nefndu nokkrir óánægju sína með að lögreglufulltrúinn væri bæði starfandi í upplýsingateymi og í langtímarannsóknum. Þannig vissi hann hverjir væru að koma með upplýsingar til lögreglu og gæti á sama tíma haft áhrif rannsóknir og vitað hverjir væru til rannsóknar. Fram kemur í gögnunum að um tímabundið ástand hafi verið að ræða sem allir hafi talið vera óeðlilegt. Lögreglufulltrúinn hafi sjálfur talið fyrirkomulagið vera óeðlilegt og Aldís sömuleiðis. Einn lögreglumaðurinn lýsti því að ef lögreglufulltrúinn væri spilltur þá hefði þetta verið kjörin staða fyrir hann að vera í. Ekkert var hins vegar gert í því að leysa stöðuna fyrr en árið 2015, í aðdraganda þess að lögreglufulltrúinn var leystur frá störfum tímabundið á meðan rannsókn fór fram á honum. Mappa sem ekki finnst Rannsakendur héraðssaksóknara á máli lögreglufulltrúans töldu ekkert koma fram í gögnum málsins sem renndi stoðum undir ásakanir sem til rannsóknar voru. Var málið fellt niður. Fór svo að lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu og fékk miskabætur vegna málsins. Sömu sögu er að segja um Aldísi Hilmarsdóttur sem var færð til í starfi sem yfirmaður fíkniefnadeildar vegna þeirrar óeiningar sem ríkti í deildinni. Aldís nefndi í vitnisburði sínum, sem finna má í gögnunum, að við flutninginn hafi hún afhent Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögregluþjóni möppu með málum lögreglufulltrúans. Það hafi verið mappa sem hún hafi fengið frá Karli Steinari þegar hún tók við starfi hans sem yfirmaður fíkniefnadeildar. „Mappa þessi finnst ekki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði í vitnisburði Aldísar. Leki og spilling í lögreglu Morð í Rauðagerði Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hvorki æðstu stjórnendur fíkniefnarannsókna né skattayfirvöld hafi sinnt frumkvæðisskyldu til að kanna málið frekar. Íslendingurinn er einn níu karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á morðinu í Rauðagerði. Árni Þór Sigmundsson er fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn en hann var um tíma yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglu. Hann lét af störfum í lok árs 2018. Hann er gagnrýninn á þá sem farið hafa fyrir fíkniefnarannsóknum hér á landi um árabil og gerir í færslu á Facebook athugasemd við að aðili sem grunaður sé um fíkniefnainnflutning geti talist trúverðugur upplýsingagjafi. Skotvopnið ófundið Yfirheyrslur yfir níu karlmönnum sem eru í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar fóru fram um helgina. Málið er mikið umfangs og vinnur lögregla að úrvinnslu gagna, til dæmis farsímagagna, auk þess sem unnið hefur verið að því að kortleggja ferðir mannanna. Lögregla verst allra fregna og upplýsti með tölvupósti í morgun að ekki verði gefnar upplýsingar um málið fyrr en með fréttatilkynningu á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu beinist grunur lögreglu að ákveðnum aðilum en enginn hefur hins vegar játað á sig verknaðinn. Þá er skotvopnið enn ófundið en talið er að um hafi verið að ræða skammbyssu með hljóðdeyfi. Sakborningarnir eru flestir taldir tengjast með einhverjum hætti, en langflestir þeirra koma frá Albaníu, og einn frá Íslandi. Lögreglan hefur haldið spilunum þétt að sér en meðal annars er til skoðunar hvort morðið tengist uppgjöri í fíkniefnaheiminum. Uppgjörið er talið tengt við baráttu um yfirráð í fíkniefnaheiminum og spilar þar hlutverk leki á rannsóknargögnum í upphafi árs þar sem fram kom að Íslendingurinn, sem nú er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu, hafi verið upplýsingagjafi lögreglu árum saman. Gögnum lekið af óvildarmanni Vísir hefur fjallað ítarlega um gagnalekann en um er að ræða rannsóknargögn í máli lögreglufulltrúa hvers heilindi fjöldi lögreglumanna efuðust um. Gögnunum virðist hafa verið lekið af óvildarmanni upplýsingagjafans sem einn lögreglumaður kallar „langstærsta fíkniefnabaróninn á Íslandi“. Óvildarmaðurinn fullyrðir að hinn meinti barón hafi um árabil fengið friðhelgi frá yfirvöldum við vinnu sína í undirheimum. Fullyrða má að gagnalekinn hafi gert hinum meinta fíkniefnabarón erfitt fyrir enda ekki vinsælt í undirheimum að veita lögreglu upplýsingar. Tveimur mánuðum eftir lekann hefur morð verið framið og vinnur lögregla að því að átta sig á orsökum og aðdraganda morðsins. Áhyggjufullir lögreglumenn Rannsóknargögnin sem lekið var í janúar eru ítarleg en þar má meðal annars finna vitnisburð fjölda lögreglumanna, núverandi og fyrrverandi, þar sem þeir tjá sig um grun sinn um óeðlilegt samband lögreglufulltrúans og upplýsingagjafans. Voru nefnd dæmi um rannsóknir og aðgerðir sem tóku skringilegum breytingum sem þeir tengdu við aðkomu lögreglufulltrúans að málinu. Má merkja af frásögnum þeirra að þeir töldu stundum að verið væri að afvegaleiða þá við rannsóknir á upplýsingagjafanum. Í gögnunum eru nefnd tvö dæmi þar sem lögreglumenn tjáðu yfirmönnum sínum um alvarlegar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Í báðum tilfellum brást yfirmaðurinn við með því að ræða ásakanirnar beint við lögreglufulltrúann. Í öðru tilfellinu svipti þrítugur karlmaður, sem sagði frá greiðslu upplýsingagjafans til lögreglufulltrúans, sig lífi skömmu síðar. Eins og þjóðin sé að vakna af dvala Árni Þór Sigmundsson starfaði í lögreglunni frá árinu 1981 til ársloka 2018 eða í 38 ár. Hann varð aðstoðaryfirlögregluþjónn árið 2007 og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu til ársins 2018. Þá voru gerðar breytingar á deildinni eftir að athugasemdir voru gerðar við störf deildarinnar í rannsókn á máli stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur. Sá hlaut fimm ára dóm í Landsrétti á dögunum. Árni Þór er greinilega hugsi í færslu á Facebook á dögunum. Þar spyr hann í kaldhæðnistóni hvort svo geti verið að á Íslandi þrífist umfangsmikil og skipulögð fíkniefnadreifing og innflutningur, spilling? „Það er eins og þjóðin sé að vakna af dvala í þeim efnum, allavega um stundarsakir,“ segir Árni Þór. Auðgast gífurlega án skýranlegrar innkomu „Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum,“ segir Árni Þór. Vísar hann til þess að hinn meinti fíkniefnabarón og upplýsingagjafi hefur lifað hátt, búið stóran hluta ársins í sólarlöndum, ekið um á glæsikerrum og búið í stærðarinnar einbýlishúsum. Hann hefur ekki hlotið dóm í tæpa tvo áratugi. Ábendingar þess efnis berast lögreglu sem sýnir lítinn áhuga, að sögn Árna. „Á þetta hefur ítrekað verið bent bæði af almenningi og ekki síst af þeim lögreglumönnum sem vinna að þessum málaflokki - heiðarlegum lögreglumönnum - en hvorki æðstu stjórnendur fíkniefnarannsókna eða skattayfirvöld hafa sinnt frumkvæðisskyldu til að kanna málið frekar.“ Árni Þór segir þetta „fullkomið rannsóknarefni“ og nefnir sérstaklega að hinn meinti fíkniefnabarón sé reglulega kallaður athafnamaður. Grunaður telst ekki trúverðugur upplýsingagjafi Fram kom í máli lögreglumanna, meðal annars lögreglufulltrúans hvers kollegar efuðust um, að hinn meinti fíkniefnabarón hefði veitt góðar upplýsingar. Árni Þór segir að um samskipti lögreglu við upplýsingaaðila gildi skýrar reglur. „Sá sem er grunaður í slíkum málum telst ekki trúverðugur,“ segir Árni. „Nú stíga sömu menn og hunsuðu ábendingarnar fram með áhyggjur af því að málin séu að færast á alvarlegt stig, fyrrum yfirmenn þessara rannsókna sem tóku ekki ábendingarnar alvarlega.“ Vísir fjallaði á sínum tíma um fund sem Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar og nú yfirmaður hjá ríkislögreglustjóra, hélt með samstarfsmönnum lögreglufulltrúans og undirmönnum sínum í ársbyrjun 2012. Var boðað til fundarins þar sem ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum höfðu verið háværar meðal lögreglumanna. Samkvæmt heimildum Vísis var það skilningur lögreglumanna á fundinum að Karl Steinar hefði fullyrt að búið væri að rannsaka ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum. Þær ættu ekki við rök að styðjast. Menn ættu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni. Engin rannsókn hafði þó farið fram. Karl Steinar hafði sjálfur skilað afdráttarlausri greinargerð til sinna yfirmanna þess efnis að ekkert væri hæft í orðróminum. „Er ekki einhver með allt niðrum sig í þessum málum?“ segir Árni Þór og bætir við að fyrr eða síðar leiti sannleikurinn upp á yfirborðið. Niðurstaða rannsóknarinnar afdráttarlaus Svo fór að lögreglufulltrúanum var vísað frá störfum og héraðssaksóknari lét fara fram rannsókn á ásökunum á hendur honum um óeðlileg samskipti við hinn meinta fíkniefnabarón og upplýsingagjafa. Það eru gögnin úr þeirri rannsókn sem lekið var til fjölmiðla í janúar. Rannsóknin gekk ekki áfallalaust fyrir sig þar sem lögreglumenn sem gáfu skýrslu voru ósáttir við að Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn kæmi að rannsókninni vegna náins vinskapar hans við Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmanns fíkniefnadeildar, og Karl Steinar. Grímur og Karl Steinar hafa starfað lengi saman innan lögreglunnar, eru af sömu kynslóð og vel til vina. Báðir hafa undanfarin ár gengt starfi yfirmanns miðlægrar deildar og fulltrúa Íslands hjá Europol í Hollandi. Fram kom í fréttum Vísis á sínum tíma að sumir sem gáfu skýrslu hjá héraðssaksóknara hefðu áhyggjur af hlutleysi Gríms enda margir þeirrar skoðunar að sem yfirmaður hafi Karl Steinar ekki tekið nógu vel á máli lögreglufulltrúans, eins og Árni Þór gefur í skyn. Fór svo að Grímur var færður úr rannsóknarteyminu eftir að rannsókn var hafin og undirmönnum hans falið að ljúka henni. Bæði í rannsóknum og upplýsingateymi Í niðurstöðukafla rannsóknarinnar kemur fram að í framburði allflestra vitna sem komu í skýrslutöku, sem voru á þriðja tug, hefði komið fram að orðrómur hefði heyrst um að lögreglufulltrúinn væri spilltur. Enginn hefði þó neitt í hendi sér hvað það varðaði. Þá nefndu nokkrir óánægju sína með að lögreglufulltrúinn væri bæði starfandi í upplýsingateymi og í langtímarannsóknum. Þannig vissi hann hverjir væru að koma með upplýsingar til lögreglu og gæti á sama tíma haft áhrif rannsóknir og vitað hverjir væru til rannsóknar. Fram kemur í gögnunum að um tímabundið ástand hafi verið að ræða sem allir hafi talið vera óeðlilegt. Lögreglufulltrúinn hafi sjálfur talið fyrirkomulagið vera óeðlilegt og Aldís sömuleiðis. Einn lögreglumaðurinn lýsti því að ef lögreglufulltrúinn væri spilltur þá hefði þetta verið kjörin staða fyrir hann að vera í. Ekkert var hins vegar gert í því að leysa stöðuna fyrr en árið 2015, í aðdraganda þess að lögreglufulltrúinn var leystur frá störfum tímabundið á meðan rannsókn fór fram á honum. Mappa sem ekki finnst Rannsakendur héraðssaksóknara á máli lögreglufulltrúans töldu ekkert koma fram í gögnum málsins sem renndi stoðum undir ásakanir sem til rannsóknar voru. Var málið fellt niður. Fór svo að lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu og fékk miskabætur vegna málsins. Sömu sögu er að segja um Aldísi Hilmarsdóttur sem var færð til í starfi sem yfirmaður fíkniefnadeildar vegna þeirrar óeiningar sem ríkti í deildinni. Aldís nefndi í vitnisburði sínum, sem finna má í gögnunum, að við flutninginn hafi hún afhent Friðriki Smára Björgvinssyni yfirlögregluþjóni möppu með málum lögreglufulltrúans. Það hafi verið mappa sem hún hafi fengið frá Karli Steinari þegar hún tók við starfi hans sem yfirmaður fíkniefnadeildar. „Mappa þessi finnst ekki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði í vitnisburði Aldísar.
Leki og spilling í lögreglu Morð í Rauðagerði Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira