Var of hræddur til að tala við Tiger en tók við bikarnum frá honum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 14:30 Max Homa við hlið hetjunnar sinnar, Tiger Woods, eftir sigurinn á Genesis In getty/Brian Rothmuller Max Homa, þrítugur Bandaríkjamaður, hrósaði sigri á Genesis Invitational á PGA-mótaröðinni í gær. Hann hafði betur gegn Tony Finau í bráðabana og vann mótið fyrir framan hetjuna sína, Tiger Woods. Þetta var annar sigur Homas á PGA-mótaröðinni en hann vann Wells Fargo Championship fyrir tveimur árum. Sam Burns var með forystu fyrir lokahringinn á Genesis Invitational en missti svo taktinn. Homa kom sér þá í stöðu til að vinna en klikkaði á pútti sem hefði getað tryggt honum sigurinn. Homa þurfti því að fara í bráðabana gegn Finau. Upphafshögg hans á fyrstu holu bráðabanans fór í tré en hann náði samt pari, líkt og Finau. Homa lék aðra holu bráðabanans á pari á meðan Finau fékk skolla. Homa gat fagnað sigrinum eftir að Finau klikkaði á pútti. Homa var svekktur með að klúðra púttinu á lokaholunni á meðan hetjan hans og gestgjafi mótsins, sjálfur Tiger Woods, fylgdist með. Klippa: Homa vann fyrir framan Tiger „Ég gæti þurft að biðja hann afsökunar. Þú átt ekki að klúðra svona pútti fyrir framan Tiger Woods en ég kláraði þetta og er stoltur af því. Ég og mitt fólk töluðum um að spila eins og Tiger í dag. Og ég gerði það. Ég var ekki með skolla í dag,“ sagði Homa sem tók svo við sigurlaununum frá Tiger. „Ég sá Tiger um daginn en var of hræddur til að tala við hann. En hann þarf að tala við mig í dag svo þetta verður frábært augnablik.“ Homa lék samtals á tólf höggum undir pari á Genesis Invitational. Hann lék á fimm höggum undir pari á lokahringnum en Finau lék best allra, á sjö höggum undir pari. Fyrir sigurinn á Genesis Invitational fékk Homa tæplega 1,7 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þetta var annar sigur Homas á PGA-mótaröðinni en hann vann Wells Fargo Championship fyrir tveimur árum. Sam Burns var með forystu fyrir lokahringinn á Genesis Invitational en missti svo taktinn. Homa kom sér þá í stöðu til að vinna en klikkaði á pútti sem hefði getað tryggt honum sigurinn. Homa þurfti því að fara í bráðabana gegn Finau. Upphafshögg hans á fyrstu holu bráðabanans fór í tré en hann náði samt pari, líkt og Finau. Homa lék aðra holu bráðabanans á pari á meðan Finau fékk skolla. Homa gat fagnað sigrinum eftir að Finau klikkaði á pútti. Homa var svekktur með að klúðra púttinu á lokaholunni á meðan hetjan hans og gestgjafi mótsins, sjálfur Tiger Woods, fylgdist með. Klippa: Homa vann fyrir framan Tiger „Ég gæti þurft að biðja hann afsökunar. Þú átt ekki að klúðra svona pútti fyrir framan Tiger Woods en ég kláraði þetta og er stoltur af því. Ég og mitt fólk töluðum um að spila eins og Tiger í dag. Og ég gerði það. Ég var ekki með skolla í dag,“ sagði Homa sem tók svo við sigurlaununum frá Tiger. „Ég sá Tiger um daginn en var of hræddur til að tala við hann. En hann þarf að tala við mig í dag svo þetta verður frábært augnablik.“ Homa lék samtals á tólf höggum undir pari á Genesis Invitational. Hann lék á fimm höggum undir pari á lokahringnum en Finau lék best allra, á sjö höggum undir pari. Fyrir sigurinn á Genesis Invitational fékk Homa tæplega 1,7 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira