Messi sló met en Börsungar fengu bara eitt stig gegn Cadiz Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2021 14:53 Messi skoraði í dag en það dugði ekki til. Svekkjandi vika fyrir Barcelona. Alex Caparros/Getty Images Lionel Messi skoraði eina mark Barcelona er liðið gerði 1-1 jafntefli við Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Börsungar fengu vítaspyrnu á 31. mínútu er Pedri var felldur í teignum. Auðvitað fór Messi á punktinn og skoraði. Heimamenn í Cadiz fengu hins vegar vítaspyrnu á 88. mínútu er Clement Lenglet felldi Ruben Sobrino. Á punktinn fór Alex Fernandez og skoraði. Lokatölur 1-1. Messi sló hins vegar leikjamet Xavi í leiknum en Argentínumaðurinn er nú orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 506 leiki. 🔵🔴 - Lionel Messi (506) surpasses Xavi (505) as @FCBarcelona's all-time leading La Liga appearance maker. #BarçaCádiz— Gracenote Live (@GracenoteLive) February 21, 2021 Barcelona missti því af gullnu tækifæri til að saxa á forskot Atletico Madrid. Börsungar eru í þriðja sætinu með 47 stig, Real er í öðru sætinu með 52 stig en Atletico á toppnum með 55. Cadiz er í fjórtánda sætinu með 25 stig. Spænski boltinn
Lionel Messi skoraði eina mark Barcelona er liðið gerði 1-1 jafntefli við Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Börsungar fengu vítaspyrnu á 31. mínútu er Pedri var felldur í teignum. Auðvitað fór Messi á punktinn og skoraði. Heimamenn í Cadiz fengu hins vegar vítaspyrnu á 88. mínútu er Clement Lenglet felldi Ruben Sobrino. Á punktinn fór Alex Fernandez og skoraði. Lokatölur 1-1. Messi sló hins vegar leikjamet Xavi í leiknum en Argentínumaðurinn er nú orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 506 leiki. 🔵🔴 - Lionel Messi (506) surpasses Xavi (505) as @FCBarcelona's all-time leading La Liga appearance maker. #BarçaCádiz— Gracenote Live (@GracenoteLive) February 21, 2021 Barcelona missti því af gullnu tækifæri til að saxa á forskot Atletico Madrid. Börsungar eru í þriðja sætinu með 47 stig, Real er í öðru sætinu með 52 stig en Atletico á toppnum með 55. Cadiz er í fjórtánda sætinu með 25 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti