Setti svefntöflur í bjór Maradona á kvöldin og lét hann fá áfengi í morgunmat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2021 08:31 Diego Armando Maradona með einum af aðstoðarmönnum sínum í mars á síðasta ári. Getty/Marcos Brindicci Þær eru ekki mjög fallegar sögurnar af því hvernig hugsað var um Diego Armando Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Knattspyrnugoðsögnin Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt og tveimur vikum eftir að hann gekkst undir vel heppnaða heilaaðgerð. Fjölskylda Maradona heimtaði strax rannsókn á láti Maradona og setti fram efasemdir um hvernig var hugsað um karlinn á lokasprettinum. Nú eru menn í Argentínu farnir að velta steinum og ýmislegt að koma fram í dagsljósið. Það var vitað að Diego Maradona barðist við alkóhólisma og eiturlyfjafíkn síðustu árin í lífi hans en ekki fundust þó eiturlyf í honum við krufningu. Diego Maradona's carer crushed sleeping pills into his beer so he wasn't a nuisance at night https://t.co/UMmMN6tcUf— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2021 Nýjar fréttir af því frá Argentínu mála upp sláandi mynd af aðstæðum Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Griselda Morel, námssálfræðingur Diego sem er átta ára sonur Maradona, hefur sagt frá því sem hún var vitni af. Hún sagði að umsjónarmaður Maradona hafi sem dæmi mulið niður svefntöflur og sett út í bjór Maradona til að róa hann á nóttinni en aðallega til að losna við truflanir. Maradona á líka að hafa fengið áfengi þegar hann vaknaði á morgnanna. „Ef hann vaknaði klukkan níu um morguninn og bað um bjór þá fékk hann bjór,“ sagði umrædd Griselda Morel í yfirheyrslu sinni sem var lekið í argentínska fjölmiðla. Hún sagði líka frá því að andleg heilsa Maradona hefði hrakað mikið og dæmi um það var þegar hann sást tala í síma án þess að vera með síma í hendi. Morel kom með Dieguito þegar strákurinn heimsótti föður sinn og eyddi tíma með honum á heimili Maradona í Buenos Aires. „Í síðasta skiptið sem ég sá Diego þá kvartaði hann yfir að baðherbergið hafi verið uppi á efri hæðinni og þeir enduðu á að baða hann með slöngu,“ sagði Morel. „Hann sagðist hafa rekið eina af hjúkrunarfræðingum sínum af því að hún átti að hafa stolið frá honum,“ sagði Morel. Fótbolti Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01 Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30 Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt og tveimur vikum eftir að hann gekkst undir vel heppnaða heilaaðgerð. Fjölskylda Maradona heimtaði strax rannsókn á láti Maradona og setti fram efasemdir um hvernig var hugsað um karlinn á lokasprettinum. Nú eru menn í Argentínu farnir að velta steinum og ýmislegt að koma fram í dagsljósið. Það var vitað að Diego Maradona barðist við alkóhólisma og eiturlyfjafíkn síðustu árin í lífi hans en ekki fundust þó eiturlyf í honum við krufningu. Diego Maradona's carer crushed sleeping pills into his beer so he wasn't a nuisance at night https://t.co/UMmMN6tcUf— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2021 Nýjar fréttir af því frá Argentínu mála upp sláandi mynd af aðstæðum Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Griselda Morel, námssálfræðingur Diego sem er átta ára sonur Maradona, hefur sagt frá því sem hún var vitni af. Hún sagði að umsjónarmaður Maradona hafi sem dæmi mulið niður svefntöflur og sett út í bjór Maradona til að róa hann á nóttinni en aðallega til að losna við truflanir. Maradona á líka að hafa fengið áfengi þegar hann vaknaði á morgnanna. „Ef hann vaknaði klukkan níu um morguninn og bað um bjór þá fékk hann bjór,“ sagði umrædd Griselda Morel í yfirheyrslu sinni sem var lekið í argentínska fjölmiðla. Hún sagði líka frá því að andleg heilsa Maradona hefði hrakað mikið og dæmi um það var þegar hann sást tala í síma án þess að vera með síma í hendi. Morel kom með Dieguito þegar strákurinn heimsótti föður sinn og eyddi tíma með honum á heimili Maradona í Buenos Aires. „Í síðasta skiptið sem ég sá Diego þá kvartaði hann yfir að baðherbergið hafi verið uppi á efri hæðinni og þeir enduðu á að baða hann með slöngu,“ sagði Morel. „Hann sagðist hafa rekið eina af hjúkrunarfræðingum sínum af því að hún átti að hafa stolið frá honum,“ sagði Morel.
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01 Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30 Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01
Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30
Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01