Mbappé fór aftur á kostum fyrir framan Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 15:30 Kylian Mbappe fagnar einu af mörkunum sínum á móti Barcelona í gærkvöldi. AP/Joan Monfort Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé ætlar greinilega að leggja það í vana sinn að sýna sínar allra bestu hliðar þegar hann stígur inn á sama knattspyrnuvöll og Lionel Messi. Kylian Mbappé er bara 22 ára gamall en er fyrir löngu kominn í hóp allra bestu knattspyrnumanna heims. Hann undirstrikaði það með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Mbappé skoraði þrennu í 4-1 sigri Paris Saint Germain á móti Barcelona og það á sjálfum Nývangi. Lionel Messi var einnig mjög ungur þegar hann komst í hóp knattspyrnumanna heims og hefur síðan verið fyrirmynd margra ungra knattspyrnumanna. Mbappé fær ekki stjörnur í augun þegar hann stígur inn á sama völl og argentínski snillingurinn heldur eflist hann miklu frekar. Þetta sýna tvö eftirminnileg dæmi. Kylian Mbappé has now played against Lionel Messi twice in his career, both in knockout games: France 4-3 Argentina Barcelona 1-4 PSGHe's scored five goals. pic.twitter.com/OUSspJOdEV— Squawka Football (@Squawka) February 16, 2021 Kylian Mbappé hefur aðeins mætt Lionel Messi tvisvar sinnum á ferlinum og fór á kostum í bæði skiptin. Varnarmenn Barcelona réðu ekkert við Mbappé í gærkvöldi og þó að Lionel Messi hefði komið Börsungum yfir í leiknum þá var Mbappé fljótur að jafna metin. Mbappé skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleiknum og stórsigur PSG á útivelli þýðir að franska liðið er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Can t catch Mbappe pic.twitter.com/akYo585MFo— Bleacher Report (@BleacherReport) February 16, 2021 Þrenna fyrir útilið á heimavelli Barcelona er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Knattspyrnuspekingar voru líka í framhaldinu fljótir að rifja það þegar þeir Mbappé og Messi mættust í fyrsta skiptið. Það var í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi fyrir að verða þremur árum síðan. Kylian Mbappé lagði þá upp fyrsta mark leiksins með því að fiska víti sem Antoine Griezmann skoraði úr. Mbappé skoraði síðan tvívegis í seinni hálfleiknum. Kylian Mbappé hefur því spilað tvisvar sinnum á sama velli og Lionel Messi og í þeim leikjum hefur hann skorað fimm mörk sjálfur og lagt upp eitt mark að auki. Tími Lionel Messi sem besti knattspyrnumaður heims virðist vera að renna út en það kæmi ekki á óvart ef Kylian Mbappé myndi taka sæti hans enda á strákurinn væntanlega frábæran feril fyrir höndum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Kylian Mbappé er bara 22 ára gamall en er fyrir löngu kominn í hóp allra bestu knattspyrnumanna heims. Hann undirstrikaði það með frammistöðu sinni í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Mbappé skoraði þrennu í 4-1 sigri Paris Saint Germain á móti Barcelona og það á sjálfum Nývangi. Lionel Messi var einnig mjög ungur þegar hann komst í hóp knattspyrnumanna heims og hefur síðan verið fyrirmynd margra ungra knattspyrnumanna. Mbappé fær ekki stjörnur í augun þegar hann stígur inn á sama völl og argentínski snillingurinn heldur eflist hann miklu frekar. Þetta sýna tvö eftirminnileg dæmi. Kylian Mbappé has now played against Lionel Messi twice in his career, both in knockout games: France 4-3 Argentina Barcelona 1-4 PSGHe's scored five goals. pic.twitter.com/OUSspJOdEV— Squawka Football (@Squawka) February 16, 2021 Kylian Mbappé hefur aðeins mætt Lionel Messi tvisvar sinnum á ferlinum og fór á kostum í bæði skiptin. Varnarmenn Barcelona réðu ekkert við Mbappé í gærkvöldi og þó að Lionel Messi hefði komið Börsungum yfir í leiknum þá var Mbappé fljótur að jafna metin. Mbappé skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í seinni hálfleiknum og stórsigur PSG á útivelli þýðir að franska liðið er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Can t catch Mbappe pic.twitter.com/akYo585MFo— Bleacher Report (@BleacherReport) February 16, 2021 Þrenna fyrir útilið á heimavelli Barcelona er eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Knattspyrnuspekingar voru líka í framhaldinu fljótir að rifja það þegar þeir Mbappé og Messi mættust í fyrsta skiptið. Það var í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi fyrir að verða þremur árum síðan. Kylian Mbappé lagði þá upp fyrsta mark leiksins með því að fiska víti sem Antoine Griezmann skoraði úr. Mbappé skoraði síðan tvívegis í seinni hálfleiknum. Kylian Mbappé hefur því spilað tvisvar sinnum á sama velli og Lionel Messi og í þeim leikjum hefur hann skorað fimm mörk sjálfur og lagt upp eitt mark að auki. Tími Lionel Messi sem besti knattspyrnumaður heims virðist vera að renna út en það kæmi ekki á óvart ef Kylian Mbappé myndi taka sæti hans enda á strákurinn væntanlega frábæran feril fyrir höndum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira