Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 14:32 Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúa Seyðisfjarðar hafa brugðist við ástandinu í bænum af fádæma æðruleysi. Hann á ekki von á að öryggistilfinning bæjarbúa komi fyrr en nýtt hættumat liggi fyrir. Vísir/Egill Aðalsteinsson/ Vilhelm Gunnarsson Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Í morgun bárust þær fréttir að Veðurstofa Íslands hefði aflétt hættustigi vegna snjóflóðahættu. Fólk, til heimilis á reitum 4 og 6 skv. rýmingakorti, fékk því að snúa aftur til síns heima. Í dag er útlit fyrir að verði úrkomulítið á Austurlandi en áfram verður þó hlýtt í veðri með áframhaldandi leysingu. Af þeim sökum verður óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi enn um sinn. Klukkan fimm síðdegis er á dagskrá íbúafundur sem verður streymt á Facebooksíðu Múlaþings þar sem fólk verður upplýst um stöðu mála. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúafundina mikilvægir til að halda öllum upplýstum og á sömu blaðsíðu. „Ég held margir séu orðnir langþreyttir á ástandinu en hins vegar eru Seyðfirðingar hörkutól. Þetta er náttúrulega ástand – yfirvofandi snjóflóðahætta – sem margir íbúanna hafa búið við árum saman og það kannski auðveldar þeim að takast á við þetta. Nú leggjast allir á eitt að koma daglegu lífi í eðlilegt horf eftir það sem á undan er gengið.“ Verkefnið fram undan sé að nýta hvert tækifæri sem gefst til áframhaldandi hreinsunar-og uppbyggingarstarfs. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er að við komum aftur undir okkur fótunum í atvinnulífinu; að við komum aftur af stað þessu öfluga og fjölbreytta atvinnulífi sem var og er á Seyðisfirði. Það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Gauti segir að margir hafi glatað sinni öryggistilfinningu þegar aurskriðurnar féllu með mikilli eyðileggingu í desember. Viðbragðsaðilar og stofnanir sem að málum koma hafi staðið sig vel. „Þessi viðbótarvöktun sem er í gangi hérna verður til þess að auka öryggi íbúanna. En fullkomið öryggi og fullkomin ró næst ekki fyrr en búið verður að komast til botns í þessu nýja hættumati. Og við bara bíðum eftir niðurstöðum þess.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Í morgun bárust þær fréttir að Veðurstofa Íslands hefði aflétt hættustigi vegna snjóflóðahættu. Fólk, til heimilis á reitum 4 og 6 skv. rýmingakorti, fékk því að snúa aftur til síns heima. Í dag er útlit fyrir að verði úrkomulítið á Austurlandi en áfram verður þó hlýtt í veðri með áframhaldandi leysingu. Af þeim sökum verður óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi enn um sinn. Klukkan fimm síðdegis er á dagskrá íbúafundur sem verður streymt á Facebooksíðu Múlaþings þar sem fólk verður upplýst um stöðu mála. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúafundina mikilvægir til að halda öllum upplýstum og á sömu blaðsíðu. „Ég held margir séu orðnir langþreyttir á ástandinu en hins vegar eru Seyðfirðingar hörkutól. Þetta er náttúrulega ástand – yfirvofandi snjóflóðahætta – sem margir íbúanna hafa búið við árum saman og það kannski auðveldar þeim að takast á við þetta. Nú leggjast allir á eitt að koma daglegu lífi í eðlilegt horf eftir það sem á undan er gengið.“ Verkefnið fram undan sé að nýta hvert tækifæri sem gefst til áframhaldandi hreinsunar-og uppbyggingarstarfs. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er að við komum aftur undir okkur fótunum í atvinnulífinu; að við komum aftur af stað þessu öfluga og fjölbreytta atvinnulífi sem var og er á Seyðisfirði. Það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Gauti segir að margir hafi glatað sinni öryggistilfinningu þegar aurskriðurnar féllu með mikilli eyðileggingu í desember. Viðbragðsaðilar og stofnanir sem að málum koma hafi staðið sig vel. „Þessi viðbótarvöktun sem er í gangi hérna verður til þess að auka öryggi íbúanna. En fullkomið öryggi og fullkomin ró næst ekki fyrr en búið verður að komast til botns í þessu nýja hættumati. Og við bara bíðum eftir niðurstöðum þess.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52
215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20
Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23