Bauð sér sjálfur inn í bílinn og áreitti tónlistarnema Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2021 16:38 Ekki kemur fram fyrir utan hvaða tónlistarskóla í Reykjavík maðurinn braut á konunni. Vísir/Vilhelm Rúmenskur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konu sem hann áreitti kynferðislega í maí 2019 400 þúsund krónur í miskabætur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Karlmaðurinn fór óboðinn inn í bíl konunnar fyrir utan ónefndan tónlistarskóla í Reykjavík þar sem hún hafði lokið við kennslustund. Var hann dæmdur fyrir að hafa áreitt konuna kynferðislega með því að teygja sig inn um glugga bílsins og strjúka utanklæða upphandlegg hennar, öxl og læri. Fara svo inn í bílinn og strjúka utanklæða hendur hennar, bak, læri og mjaðmir. Hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa tekið utan um konuna og kyssa háls hennar þar sem konan sagði í vitnisburði að maðurinn hefði faðmað hana fyrir utan bílinn og sleikja háls hennar, sem dómurinn féllst ekki á að væri til jafns við að kyssa. Mjög hrædd Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan. Hún hefði verið að koma úr tíma í tónlistarskóla og set inn í bíl sinn fyrir utan. Nokkru síðar hefði ókunnugur maður komið að dyrum ökumanns en farið svo óboðinn inn í bílinn og sest í farþegasætið. Maðurinn hefði áreitt hana kynferðislega með því að strjúka henni utanklæða. Um leið hefði hann talað við hana á kynferðislegan hátt auk þess að hindra hana að komast úr bílnum með því að halda í hana. Hún hefði mótmælt og verið mjög hrædd. Taldi hún þau hafa verið í bílnum í um klukkustund en upptökur úr öryggismyndavél bentu til þess að tíminn hefði líklega verið helmingi styttri. Hún hefði að lokum komist úr bílnum, farið aftur inn í tónlistarskólann og maðurinn elt hana þangað. Hún hefði leitað skjóls í afgreiðslu en maðurinn farið að ræða við starfsfólk. Konan hefði verið óttasleginn enda maðurinn tjáð henni að hann ætlaði að koma aftur og bíða eftir henni daglega. Vitni og upptaka Karlmaðurinn talar rúmensku, afar litla ensku, en kom hingað frá Hollandi og ætlaði áfram til Kanada. Hann hefði þó ílengst hér en sætti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Karlmaðurinn sagði gagnkvæman áhuga á samskiptum hafa verið hjá konunni, konan hefði látið hann hafa númerið sitt og nefndi meinta tóbaksneyslu konunnar. Framburður karlmannsins þótti bæði órökréttur og ósennilegur í heild sinni á allan almennan mælikvarða að sögn dómsins. Héraðsdómur studdist við frásagnir vitna í tónlistarskólanum þangað sem konan leitaði með karlmanninn á hælunum og sömuleiðis upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu áframhaldandi samskipti þeirra fyrir utan bílinn sem ljóst var að konan hafði engan áhuga á. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna miskabóta. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Karlmaðurinn fór óboðinn inn í bíl konunnar fyrir utan ónefndan tónlistarskóla í Reykjavík þar sem hún hafði lokið við kennslustund. Var hann dæmdur fyrir að hafa áreitt konuna kynferðislega með því að teygja sig inn um glugga bílsins og strjúka utanklæða upphandlegg hennar, öxl og læri. Fara svo inn í bílinn og strjúka utanklæða hendur hennar, bak, læri og mjaðmir. Hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa tekið utan um konuna og kyssa háls hennar þar sem konan sagði í vitnisburði að maðurinn hefði faðmað hana fyrir utan bílinn og sleikja háls hennar, sem dómurinn féllst ekki á að væri til jafns við að kyssa. Mjög hrædd Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan. Hún hefði verið að koma úr tíma í tónlistarskóla og set inn í bíl sinn fyrir utan. Nokkru síðar hefði ókunnugur maður komið að dyrum ökumanns en farið svo óboðinn inn í bílinn og sest í farþegasætið. Maðurinn hefði áreitt hana kynferðislega með því að strjúka henni utanklæða. Um leið hefði hann talað við hana á kynferðislegan hátt auk þess að hindra hana að komast úr bílnum með því að halda í hana. Hún hefði mótmælt og verið mjög hrædd. Taldi hún þau hafa verið í bílnum í um klukkustund en upptökur úr öryggismyndavél bentu til þess að tíminn hefði líklega verið helmingi styttri. Hún hefði að lokum komist úr bílnum, farið aftur inn í tónlistarskólann og maðurinn elt hana þangað. Hún hefði leitað skjóls í afgreiðslu en maðurinn farið að ræða við starfsfólk. Konan hefði verið óttasleginn enda maðurinn tjáð henni að hann ætlaði að koma aftur og bíða eftir henni daglega. Vitni og upptaka Karlmaðurinn talar rúmensku, afar litla ensku, en kom hingað frá Hollandi og ætlaði áfram til Kanada. Hann hefði þó ílengst hér en sætti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Karlmaðurinn sagði gagnkvæman áhuga á samskiptum hafa verið hjá konunni, konan hefði látið hann hafa númerið sitt og nefndi meinta tóbaksneyslu konunnar. Framburður karlmannsins þótti bæði órökréttur og ósennilegur í heild sinni á allan almennan mælikvarða að sögn dómsins. Héraðsdómur studdist við frásagnir vitna í tónlistarskólanum þangað sem konan leitaði með karlmanninn á hælunum og sömuleiðis upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu áframhaldandi samskipti þeirra fyrir utan bílinn sem ljóst var að konan hafði engan áhuga á. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna miskabóta. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira